Þjóðmál - 01.03.2010, Blaðsíða 18

Þjóðmál - 01.03.2010, Blaðsíða 18
16 Þjóðmál VOR 2010 Fréttaskýringu EUReferendum lýkur hins vegar á þessum orðum: Til þess er að líta að með 500 .000 dollara í bankanum og peningaflæði frá ESB þá hefur [IPCC] skýrslan þjónað tilgangi sínum og hann [Pachauri] hefur efni á að ganga á brott frá henni . Hinn 22. janúar 2010 játaði dr . Pachauri, að sögn indversku frétta- stof unnar DNA, að gerð hefðu verið „mann leg mistök“ við mat á jöklabráðnun í Hima lajafjöllunum í skýrslu IPCC 2007, þar sem stóð, að þeir yrðu horfnir 2035 vegna hlýnunar jarðar . Sagði hann mistökin „óheppileg“ en hann ætlaði ekki að segja af sér formennsku í IPCC . Hann mundi ljúka við fimmtu matsskýrslu IPCC . Hinn 5. febrúar 2010 birti breska blaðið The Daily Telegraph frétt um, að ríkisstjórn Indlands hefði skipað eigið ráð til að fylgjast með áhrifum af hlýnun jarðar, þar sem ekki væri unnt að treysta á loftslagsnefnd Sameinuðu þjóðanna (IPCC) undir stjórn dr . Pachauris . Segir blaðið, að með þessu sé veist að IPCC og dr . Pachauri, þegar hann hafi orðið að snúast til varnar mannorði sínu vegna rangfærslna í IPCC-skýrslu um, að Himalajajöklarnir verði horfnir árið 2035 . Vísindamenn telji að meira en 300 ár líði þar til jöklarnir hverfi . The Daily Telegraph segir, að vegna hinna röngu fullyrðinga um bráðnun jökl anna hafi spenna magnast milli dr . Pachauris og ind versku ríkisstjórnarinnar . Umhverfis- ráð herra Indlands, Jairam Ramesh, hafi sagt sl . haust að vissulega væri bráðnun í Himalaja áhyggjuefni, en hins vegar væru vísbendingar um að jöklar væru að stækka þrátt fyrir hlýnun jarðar . Dr . Pachauri hafi sagt slíkt tal til marks um „voodoo vísindi“ en nú hefði ráðherrann ýtt formanni IPCC til hliðar með því að setja á fót stofnunina National Institute of Himalayan Glaciology til að fylgjast með áhrifum loftslagsbreyt- inga á „þriðju íshellu“ jarðar og „indverskt IPCC“ til að nýta „loftslagsvísindi“ við mat á áhrifum hlýnunar jarðar í landinu öllu . Undir hatti hinnar nýju indversku stofnunar verði 125 rannsóknastofnanir alls staðar á Indlandi . Á vefsíðu vikuritsins The Economist má lesa 5. febrúar 2010: Síðasti mánuður hefur verið slæmur fyrir Rajendra Pachauri, hinn seiðmagnaða for- mann loftslagsnefndar Sameinuðu þjóðanna (IPCC) og forstjóra TERI, indverskrar rann sóknarstofnunar . Seta hans í fjölda af stjórn um og ráðgjafanefndum á Indlandi og annars staðar hefur kallað fram ásakanir um hags muna árekstur . Eftir vanstillta vörn hans á mistökum vegna Himalaja-jöklanna í nýjustu skýrslu IPCC varð hann að biðjast afsökunar opinberlega þegar við blasti að IPCC hafði haft rangt fyrir sér – og heimild skýrslunnar var tímaritsgrein en ekki grein í vísindariti . Við þetta bætist síðan að með því að gera grín að dálítið klámfengnum köflum í nýlegri skáldsögu hans (hann yrkir einnig ljóð) hafa menn kryddað enn frekar sögur um hann . Dr . Pachauri heldur því fram, að hin ranga fullyrðing um jöklana – að þeir myndu hverfa 2035 – „hafi aldrei í raun vakið athygli mína“ fyrir síðustu áramót, þótt tilefni til þess hafi verið fjölmörg . Syed Hasnain, vísinda- maðurinn sem er í blöðum borinn fyrir ártalinu (þótt hann neiti að hafa nefnt það), er nú ráðgjafi hjá TERI, þótt dr . Pachauri segist „varla“ hitta hann . Fullyrðingin var áberandi í ræðu sem Anastasios Kentarchos frá Evrópusambandinu flutti á fundi á vegum TERI, þar sem dr . Pachauri var kynntur sem aðalræðumaður . Dr . Pachauri segist hins vegar hafa farið strax eftir ræðu sína án þess að taka þátt í fundinum . Pallava Bagla, sem vakti almenna athygli á málinu í Science í nóvember sl ., segist hafa rætt málið við dr . Pachauri og sent honum tölvupóst um það .
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Þjóðmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/1175

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.