Þjóðmál - 01.03.2010, Blaðsíða 25

Þjóðmál - 01.03.2010, Blaðsíða 25
 Þjóðmál VOR 2010 23 Himalaja-ráð sem gæti orðið vettvangur fyrir samvinnu á sviði rannsókna og vísinda og hjálpað íbúum Himalaja-svæðisins að glíma við afleiðingar loftslagsbreytinga . Ólafur Ragnar tilkynnti, að hann hefði ákveðið að verja Nehru-verðlaunafénu, sem nemur um 13,5 milljónum íslenskra króna, til að styrkja samstarf íslenskra og indverskra jöklafræðinga og jarðvegsvísindamanna og gefa indverskum háskólastúdentum kost á að öðlast þekkingu og þjálfun á Íslandi . Að lokinni hátíðarathöfn vegna verð- launanna hitti Ólafur Ragnar Soniu Gandhi, leiðtoga Kongressflokksins, þar sem rætt var um hugmyndir Ólafs Ragnars varðandi vísindasamstarf á Himalaja-svæðinu og tillögu hans að Himalaja-ráði . Einnig var fjallað um margháttaða samvinnu hans við Gandhi-fjölskylduna og aðra indverska forystumenn á undanförnum áratugum . Þá ræddi Ólafur Ragnar einnig við Man- mohan Singh, forsætisráðherra Ind lands, um framlag íslenskra jöklafræðinga og jarð- vís indamanna til rannsókna á Himalaja- svæðinu og mikilvægi slíkra rannsókna fyrir athuganir á loftslagsbreytingum, vatns- búskap og fæðuöflun Indverja, Kínverja og fleiri þjóða á vatnasvæði Himalaja-fjalla . Segir á forseti.is, að forsætisráðherra Ind - lands hafi fagnað þátttöku íslenskra vís- inda manna í að auka skilning Indverja á því, sem væri að gerast á Himalaja-svæðinu, og þeim áhrifum, sem þær breytingar gætu haft á lífsskilyrði um milljarðs manna . Hinn 15. janúar 2010 segir á forseti.is: Í dag voru haldin tvö málþing í Delí . Fjallaði annað um samvinnu Indlands og Íslands á sviði orkumála, jarðvarma og vatnsorku, og sótti það fjöldi áhrifamanna og sérfræðinga á þessu sviði . Þar lagði R .K . Pachauri, forstjóri TERI stofnunarinnar og formaður lofts lags- nefndar Sameinuðu þjóðanna, til að stofnað yrði samstarfsráð Indlands og Íslands í orkumálum með þátttöku sérfræðinga, tækni- fólks, fyrirtækja og fulltrúa stjórnvalda . Mark- mið þess væri að greiða fyrir þátttöku Íslend- inga í nauðsynlegri orkubyltingu á Indlandi . Meðal ræðumanna á málþinginu voru auk dr . Pachauri og forseta Íslands Farook Abdullah, ráðherra nýrrar og endurnýjanlegrar orku, Preneet Kaur, ráðherra í indverska utan- ríkis ráðuneytinu, Guðni A . Jóhannesson orku málastjóri, Gunnar Ingi Gunnarsson, fram kvæmdastjóri Verkís, Bjarni Bjarnason, for stjóri Landvirkjun Power, Hákon Skúlason frá Kaldara og Grímur Björnsson frá Reykja- vík Geothermal . Síðara málþingið fjallaði um sameiginleg rannsóknarverkefni Indverja og íslenskra vís indamanna á Himalajasvæðinu: jökla, vatns búskap og jarðvegsþróun . Auk forseta Íslands tóku þar til máls dr . Guðrún Gísla- dóttir prófessor við Háskóla Íslands, Rattan Lal prófessor við Ríkisháskólann í Ohio, einn fremsti sérfræðingur heims í jarð vegs fræð- um, dr . Syed Hasnain sérfræð ingur í jökla- rannsóknum við TERI stofnun ina, auk þess sem Dagfinnur Sveinbjörns son flutti erindi dr . Helga Björnssonar prófess ors við Háskóla Íslands . Málþingið var haldið í höfu ðstöðv um rannsóknarstofnunar innar TERI og undir stjórn dr . Pachauri . Áheimleið frá Indlandi hafði Ólafur Ragnar viðdvöl í Abu Dhabi og flutti 21. janúar 2010 lokaræðu á Heims þingi hreinnar orku (World Future Energy Summit) . Ólafur Ragnar tók einnig þátt í hátíð legri verðlaunaathöfn, þar sem Zayed orkuverðlaunin (Zayed Future Energy Prize) voru afhent . Á forseti.is segir, að verðlaunin séu meðal hinna veglegustu í heimi, kennd við fyrrverandi leiðtoga Abu Dhabi og nemi 1,5 milljónum Bandaríkjadala . Ólafur Ragnar eigi sæti í dómnefnd verðlaunanna en formaður hennar sé dr . R .K . Pachauri, Nóbels verðlaunahafi og formaður lofts lags- nefndar Sameinuðu þjóðanna . Verðlaunin hafi nú verið veitt í annað sinn og fallið í hlut Toyota-fyrirtækisins fyrir framlag þess til umhverfisvænnar umferðar með fram- leiðslu Prius-bifreiðarinnar .
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Þjóðmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/1175

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.