Þjóðmál - 01.03.2011, Page 44

Þjóðmál - 01.03.2011, Page 44
42 Þjóðmál VOR 2011 eftir í lok mánaðarins er sparnaðurinn rýrður um einhver prósent að raunvirði með fjármagnstekjuskatti . Það litla sem eftir stendur er svo gert upptækt að einum tíunda hluta þegar tilkynning þess efnis að viðkomandi sé dauður berst skattstjóra . Svo eru það fjármagnseigendurnir sem þurfa að greiða 100% hærri skatt af fjár­ magns tekjum sínum en skatthlutfallið var hækkað úr 10% í 20% . Menn gleyma þó að stærsti hópur fjármagnseigenda á Íslandi er íslenskur almenningur, einkum og sér í lagi afar og ömmur sem nurlað hafa saman sparifé í gegnum árin sem fá nú skyndilega neikvæða raunvexti á sparnað sinn vegna hækkunar innar . Hækkun á fjármagnstekjuskatti jafngildir í raun skattlagningu á atvinnu þar sem hér er verið að skattleggja fjárfestingu sem er forsenda atvinnusköpunar . Fjárfesting hefur dregist verulega saman undanfarin tvö ár og dróst meira að segja saman í fyrra, þrátt fyrir öfuga þróun í ríkjunum í kringum okkur og vaxtalækkun úr 18% í rúm 4% . Þá hafa skattar á fyrirtæki verið hækkaðir til muna eða um rúm 11%, þ .e . úr 18% í 20% en þarna er enn og aftur verið að skattleggja atvinnustarfsemi . Báðar þessar hækkanir koma einna verst við lítil fyrirtæki á byrjunarstigi og hugmyndir sem hefðu getað orðið að veruleika en komast aldrei lengra en á teikniborðið vegna minni væntinga um arðsemi en yrði við lægra skatthlutfall . Menn verða að hafa í huga að skattur á fyrirtæki er ekkert annað en skattur á fólk því peningar koma ávallt inn í fyrirtæki úr vösum fólks . Frá hruni hafa um 100 breytingar verið gerðar á skattaumhverfinu á Íslandi með tilheyrandi óþægindum fyrir fólkið í landinu . Kerfið hefur verið flækt til mikilla muna og ljóst að núverandi valdhafar hafa ekki í hyggju að lækka skatta . Raunar komu hækkanirnar undanfarið ekki á óvart þrátt fyrir fögur fyrirheit forystumanna vinstristjórnarinnar um annað og þótt einstakir menn í framvarðasveit íslensks atvinnulífs hafi verið svo bláeygðir að halda að sú yrði raunin . Hér fyrir neðan eru helstu breytingar: Skattlagning gengisinnlánsreikninga 0% 20% Bankaskattur 0% 0,04% Skattur á heitt vatn 0% 2% Auðlegðarskattur 0% 1,50% Afdráttarskattur á vaxtagreiðslur 0% 10% Skattur á rafmagn 0 kr . 0,12 kr . Kolefnisgjald 0 kr . 3,8 kr . – 5,35 kr . pr . lítra Tekjuskattur einstaklinga 23,75% 22,9%, 25,8%, 31,8% Fjármagnstekjuskattur 10% 20% Tekjuskattur lögaðila 18% 20% Tekjuskattur sameignarfélaga 26% 36% Virðisaukaskattur 7%, 14%, 24,5% 7%, 25,5% Erfðafjárskattur 5% 10% Tryggingagjald 5,34% 9% Áfengisgjald 44­48% hækkun Tóbaksgjald 52% hækkun Bensíngjald 48% hækkun Olíugjald 34% hækkun 20112007

x

Þjóðmál

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/1175

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.