Þjóðmál - 01.03.2011, Qupperneq 66

Þjóðmál - 01.03.2011, Qupperneq 66
64 Þjóðmál VOR 2011 og vandamálið þá orðið of stórt . Það er jafnframt auðveldara að fela sig bak við árs reikninga og tölur annarra en að taka áhættuna á því að hafa rangt fyrir sér þegar af drifaríkar ákvarðanir eru teknar og þurfa að verjast gagnrýni bankanna . Greiningardeild Íslandsbanka telur að sam þykki Icesave „marki tímamót“ vegna þess að matsfyrirtækin líti jákvæðum augum á málin og lánsfjármarkaðir muni þar af leiðandi opnast Íslendingum . Getuleysi grein ingar deildanna til að hugsa sjálfstætt er efna hagsvandamál . Matsfyrirtækin vilja að allir ferðist með straumnum rétt eins og Banda ríkin hafa gert nú í áratugi með gríðar­ miklum halla ríkissjóðs sem vex og vex og er orðið nær óyfirstíganlegt vandamál í dag . Sérfræðingur eins matsfyrirtækis, sem ég ræddi við fyrir rúmu ári síðan (og reyndist þá ekki vita eitt né neitt um málefni Icesave­ samningsins og réttarstöðu aðila þrátt fyrir að vera sérfræðingur í málefnum Íslands), benti mér á að ástæða þess að Bandaríkin hafa gott lánshæfismat sé hin mikla eftir­ spurn eftir dollurunum þeirra . En hvað er eggið og hvað er hænan? Matsfyrirtækin eru ávallt á eftir markaðnum þegar kemur að lækkun lánshæfismats . Asíukreppan 1997 og hrun íslensku bankanna er til vitnis um gagnsleysi matsfyrirtækja . Stórgott dæmi er einkunn sú sem matsfyrirtækin gáfu hinum flóknu skulda bréfavafningum sem orsök­ uðu banka kreppuna 2008 . Tölvupóstar, sem fóru milli starfsmanna matsfyrirtækjanna, lýsa vel að einstaklingarnir átta sig vel á stöð­ unni, en allt víkur fyrir skammtímahags­ mun um matsfyrirtækjanna . „Let’s hope we are all wealthy and retired by the time this house of cards falters,“ segir í einum tölvupósti starfsmanns S&P . Við bindum því miklar vonir við endur­ skoðendur . Vonandi þora þeir að bíta í höndina sem gefur þeim, ekki nægir að gelta . Það eru helst fréttamiðlar sem geta beitt gagnrýni á kerfið, t .d . frétt Morg un blaðsins um getu Landsbankans til að greiða 300 milljarða skuldabréf í eigu gamla Landsbankans og hin fyrir­ sjáanlegu og sorglegu svör bankans við fréttaflutningnum . Dæmi 1 Veðsettar eignir Landsbankans Hinn 12 . október 2010 veitti nýi Lands bankinn þeim gamla veð í ýms um eignum bankans á móti hinu 300 milljarða skuldabréfi sem gamli Lands­ bank inn heldur á . Þetta þýðir að sú vörn sem Alþingi setti innistæðueigendum, þegar innistæður voru flokkaðar sem for­ gangs kröfur, er hér nær gagnslaus, með lögum 67/2010 sem veitti Landsbankan­ um þessa heimild . Fari Landsbankinn illa fara tilteknar eignir fyrst til skuldabréfsins og afgangur til innistæðueigenda . Áhættan að eignir Landsbankans séu ofmetnar kæmi til gjaldþrots félagsins liggur nú að miklu leyti á innistæðueigendum . Af hverju var þetta gert, leið gamla Landsbankanum eitthvað illa með þetta skuldabréf ótryggt, taldi hann líkur á greiðsluþroti? Alþingi samþykkti lögin löngu eftir uppgjör milli gamla og nýja Landsbankans . Áhætta almennra kröfuhafa eykst alltaf þegar einstaka kröfuhafar fá veð í eignum . Ekki varð ég var við mikla gagnrýni á þetta stóra mál frá greiningardeildum bankanna . Dæmi 2 Peningamarkaðssjóðirnir Samkvæmt frétt Morgunblaðsins tapaði Íslandsbanki 10 milljörðum af 12,9 milljarða kaupverði á skuldabréfum úr Sjóði 9 . Bankinn keypti safnið m .v . 85% end urheimtur . Raunin varð 15–20% end­ ur heimtur . Hvernig gat það gerst að virt
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100

x

Þjóðmál

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/1175

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.