Þjóðmál - 01.03.2011, Síða 86

Þjóðmál - 01.03.2011, Síða 86
84 Þjóðmál VOR 2011 átökum, sem hér hefur augljóslega verið til staðar . Að ekki sé talað um tengslin við Moskvu . Þessi staðhæfing er sett hér fram vegna þess, að Þór Whitehead dregur fram svo sterk efnisleg rök fyrir þeirri mynd, sem hann bregður upp . Þeir, sem ætla að halda því fram, að sú mynd sé röng, verða þá að sýna fram á það með mótrökum, sem standast gagnrýna skoðun . Hins vegar held ég, að sú milda frásögn af átökum þessara ára, sem við lærðum í skólum á fyrstu árum lýðveldisins, eigi sér eðlilegar skýringar í samfélagsgerð okkar . Í fámenninu trúum við því ekki að vinur okkar, frændi eða nágranni ætli að efna til byltingar, sem gæti orðið blóðug . Þó verður ekki annað séð en að fyrrum félagar Stefáns Péturssonar hafi verið til bún­ ir til að horfa á hann hverfa í Sovétríkjun­ um og missa lífið . Alla vega var það ekki fyrir þeirra tilverknað að hann slapp lifandi frá því sæluríki . Sú saga er óhugnanleg . Í bók Þórs er utanstefnu Stefáns lýst svo: „Eftir kosningarnar [1933 innskot höf .] hraðaði Einar Olgeirssonar sér til Moskvu til að taka við nýjum fyrirmælum í ljósi flokksdeilna en einnig vaxandi gengis flokks ins . Í ágúst 1933 bar hann heim þessi fyrir mæli Kominterns, sem kváðu m .a . á um að herða enn stalínsvæðingu flokks ins og stéttabaráttuna . Þá var Stefáni Péturs­ syni stefnt utan til náms í Moskvu, svo að hann gæti „þróast í rétta átt“ . Með slík um utanstefnum losaði Komintern stund um dyggustu trúnaðarmenn sína í komm ún­ ista flokknum við óþæga keppinauta . Sumir áttu ekki afturkvæmt til síns heima .“ Og: „Þegar Stefán tók við utanstefnunni frá Einari vini sínum kveðst hann hafa sagt, „að hann treysti þeim ekki fyrir austan“ . Hann hafi rifjað upp hvernig þýzk um komm ún istum, sem þeir þekktu báðir, hefði verið haldið nauðugum í Sovét­ ríkj unum . Einar hefði sagt fátt, en viður­ kennt að andrúmsloftið í Komintern hefði verið „konspíratíft“, lævi blandið, þá um sumarið .“ Stefán Pétursson slapp frá Moskvu við illan leik með aðstoð danska sendiráðsins þar . Gerði Einar Olgeirsson sér grein fyrir því að hann gat verið að senda Stefán Péturs­ son út í dauðann með því að hvetja hann til Moskvufararinnar? Ég á óskaplega bágt með að trúa því . Þó vissu þeir báðir hvað hafði gerzt með aðra . Var þetta barna skapur hjá báðum, hjá Einari að hvetja Stefán til fararinnar og hjá Stefáni að fara? Það er nærtæk skýring . Þeir voru ungir og óreyndir . Staðreynd er að ekki komst Stefán frá Moskvu með tilstyrk Íslendinga, sem þar voru . Þegar Stefán var kominn til Kaup manna­ hafnar á ný fór hann ásamt Skúla Þórðarsyni að heimsækja vin þeirra, Sverri Kristjánsson, sem þá stundaði nám í sagnfræði þar í borg . Sverrir var ekki heima en Skúli sá miða á borðinu hjá honum þar sem á stóð: „Sverrir . Arne Munch­Petersen bað mig um að segja þér að Stefán væri ekki félagi lengur og þú ættir engin samskipti við hann að hafa . Ragnheiður Möller .“ Sjálfur þekkti ég Ragnheiði Möller . Hún var móðir æskuvinar míns, Magnúsar Jóns­ sonar, kvikmyndaleikstjóra, sem fór til náms í Moskvu eftir að við lukum stúdentsprófi 1958 . Ég var reglulegur gestur á heimili Ragn heiðar og eiginmanns hennar, Jóns Magn ússonar, fréttastjóra Ríkisútvarpsins . Þetta var hið mætasta fólk . Ragnheiður var bróðurdóttir Ólafs Friðrikssonar . Mér dettur ekki í hug eitt andartak, að hún hefði tekið þátt í einhverju, sem stofnað hefði lífi Stef áns Péturssonar í hættu, þótt þau gæti greint á um pólitík . Það er þessi persónulegu þáttur í þessari sögu allri, sem ég viðurkenni að ég á erfitt með að koma heim og saman . Á fundi, sem
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100

x

Þjóðmál

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/1175

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.