Þjóðmál - 01.12.2010, Blaðsíða 20

Þjóðmál - 01.12.2010, Blaðsíða 20
18 Þjóðmál VETUR 2010 og hefur nánast ekkert verið horft til þeirrar vinnu í aðdraganda þessa máls . Þar voru þó fjöldamörg álitaefni tekin til umfjöllunar og lagður ágætur grunnur að skynsamlegri umræðu um þessi mikilvægu mál . Eðlilegt hefði verið fyrir allsherjarnefnd Alþingis að fara sérstaklega yfir þær tillögur og kanna hvort grundvöllur væri fyrir samstöðu . Það var ekki gert og ástæðan er vísast sú, að ríkisstjórnin hafði einsett sér að fara þessa stjórn lagaþingsleið og fela öðrum kjörnum fulltrúum utan þings málið . Sjálfstæðismenn gagnrýndu ávallt þá skip an mála að forræði á stjórnarskrár breyt- ing um væri falið öðrum kjörnum full trúum en þeim sem sitja á Alþingi . Þótt skoðanir manna á nauðsyn breytinga á stjórnarskrá séu mismunandi, er það verkefni Alþingis að fjalla um þetta mál og með því að vísa því frá sér má segja að þingið hafi um tíma a .m .k . gefist upp á þessu verkefni . Alþingi verður að rísa undir grundvallarskyldu sinni og ekki vísa henni frá sér og fresta inn í framtíðina . Jafnvel þótt sú breyting hafi verið gerð, að stjórnlagaþingið yrði ráðgefandi, liggur í hlutarins eðli ákveðinn misskilningur um að fulltrúar á stjórnlagaþingi séu einhvern veg- inn öðru vísi kjörnir fulltrúar en alþingis- menn . Sannleikurinn er þó sá, að endanleg afstaða til stjórnarskrárbreytinga verður tekin á Alþingi Íslendinga með kosningum á milli . Er það í samræmi við stjórnarskrá landsins og því verður ekki breytt . Þegar ljóst var, að frumvarp til laga um stjórnlagaþing yrði samþykkt á síðasta þingi ákváðu fulltrúar Sjálfstæðisflokksins í allsherjarnefnd að freista þess að ná fram breyt ingum á málinu og lögðu til að í stað þess að fara þessa dýru leið sem stjórnlaga- þing er, skyldi kjósa sérstaka stjórnlaga- nefnd 9 manna utan þings til að endurskoða stjórnarskrána og koma með tillögur sínar til Alþingis sem tæki málið til meðferðar og afgreiðslu . Lagt var til, að Alþingi fjallaði um tillögurnar utan hefðbundins skipulags þingsins, þ .e . að ekkert annað mál væri á dagskrá þingsins meðan þessar tillögur væru til meðferðar . Var hugsunin sú, að með því gæfi Alþingi þessu verkefni sérstakt vægi sem viðeigandi væri í ljósi þess að um er að ræða grundvallarlöggjöf lýðveldisins . Undir þessar tillögur var ekki tekið . Þess í stað var við lokaafgreiðslu málsins samþykkt að í aðdraganda stjórnlagaþingsins yrði sérstök nefnd að störfum, með hliðsjón af framansögðu, sem hefði það hlutverk að undirbúa og standa að þjóðfundi um stjórnarskrármálefni og í kjölfarið vinna gögn um stjórnarskrármálefni handa stjórn - lagaþingi . Var stofnun þessarar stjórn laga- nefndar til bóta . Niðurstaðan varð engu að síður flókið og dýrt ferli þar sem alls konar tilraunir eru gerðar og undir eru breytingar á stjórnarskránni . Persónukjör – kjördæmaskipan og talning Umræða um persónukjör var samofin umfjöllun um stjórnlaga þing, enda reyndi á það í stjórnlagaþingskosningun- um hvernig einstaklingum gengur að afla sér fylgis án þess að hafa bakland í fjölda hreyfingum . Strax við vinnslu frum- varpsins kom fram gagnrýni og áhyggjur af því hvernig til tækist með kosningu á þingið, hversu margir byðu sig fram og hvernig skipting yrði á frambjóðendum milli landshluta . Þá voru að sjálfsögðu fjölda mörg praktísk mál sem þurfti að leysa vegna talningarinnar . Miðað við þann skamma tíma sem flutn- ingsmenn gáfu þessu máli er í raun alveg ótrúlegt hversu margar tilraunir átti að gera í einu í kosningunni til stjórnlagaþings . Fyrir utan það að kosningin var í eðli sínu persónukosning var landið í reynd eitt kjördæmi og framboðsseðlar byggðu á
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Þjóðmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/1175

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.