Þjóðmál - 01.12.2010, Blaðsíða 35

Þjóðmál - 01.12.2010, Blaðsíða 35
 Þjóðmál VETUR 2010 33 áralangan starfsaldur að baki, er boðið að sækja allt að 30 klukkustunda námskeið til að bæta lestrar- og reikningskunnáttu sína . Þetta stendur þeim til boða „frítt og innan vinnutíma“ ásamt öllum öðrum starfsmönnum spítalans, jafnt faglærðum sem ófaglærðum . Má segja að nokkuð seint sé í rassinn gripið, eða eins og Dalrymple orðar það sjálfur: „hér hafa vitleysingjarnir yfirtekið hælið“ (s . 124) . Okkur ferst varla að gantast með þetta, því að flestir kannast við sögur um boðun öldunga, á sjötta ári eftir tírætt, til skólagöngu hér heima . Sama gætum við séð innan tíðar í heilbrigðiskerfinu ef niðurskurður á útgjöldum til heilbrigðismála gengur mikið lengra . Þá gætu gamalmennin farið að koma fram á listum ungbarnaeftirlitsins . Vinstri menn fá ekki marga plúsa í kladd- ann hjá Dalrymple . En enginn fær verri útreið í bókinni en fyrrverandi forsætisráð- herra Breta, Tony Blair . Dalrymple nánast urr ar og hvæsir þegar hann fjallar um þennan dávald bresku þjóðarinnar . Hann telur Blair hafa unnið óbætanlegan tjón á samfélaginu með óheilindum sínum og afdrifaríkum ákvörðunum sem grafið hafa undan trú verðugleika, ekki bara stjórnmálanna heldur samfélagsins í heild sinni . Dalrymple segir það ekki tilviljun að Blair hafi náð fullum pólitískum þroska um það leyti sem bókin Psychobabble eftir Richard Ganz kom út . Það er verk sem fjallar meðal annars um sjálf hverfu nútímamannsins samfara skorti hans á sjálfs gagnrýni . Nokkurs konar mea culpa án culpa eða eins og Dalrymple leggur Blair orð í munn í afsökunarbeiðni til þjóðar sinnar: „Fyrirgefið mér, því ég hef syndgað en spyrjið ekki hverjar syndir mínar séu“ (s . 172) . Kaflinn um Blair ætti að vera skyldulesning allra sem láta sig stjórnmál varða . Ekki til eftirbreytni heldur sem víti til varnaðar . Dalrymple dregur athugasemdir sínar fram í lokaniðurstöðu . Afleiðing þessa alltumlykjandi velferðar kerfis vinstri kenn ing anna sé: „[V]eröld þar sem ekkert rúm er fyrir börn eða bernsku . Í þeirri trú að maðurinn sé afkvæmi umhverfis síns, hafa þeir [samfélagssmiðirnir] skapað umhverfi sem heldur þegnunum föngn- um . Öllum undankomuleiðum hefur ver- ið lokað og byrgt er fyrir alla felustaði og fylgsni . Fjölskyldan hefur verið lögð í rúst og sama má segja um allar hugmyndir ein- stakl ingsins til að bæta stöðu sína . Skapaður hefur verið heimur þar sem frelsið felst að eins í sjálfs fullnægingu, heimur þar sem jafn vel fangelsið getur orðið eini griðarstaðurinn“(s . 241) . Þetta er dökk mynd og dapu rleg og einskorðast ekki við ógæfufólkið sem Dalrymple hefur haft afskipti af . Bóta kerfið breska nær orðið til flestra þegna lands ins og grefur þannig undan ábyrgðar til finn ingu og sjálfstæði landsmanna . Ríkis stjórnin, sem nýlega tók við völdum, segist ætla að vinda ofan af kerfinu en það er hægara sagt en gert . Það er ekki margt sem kemur á óvart í þess um síðari hluta bókarinnar, annað en persónuleg sýn og reynsla höfundarins sjálfs, hafi menn á annað borð fylgst með bresk um fréttamiðlum síðustu ár . Hins vegar eru essayjurnar í fyrri hluta bókar- innar nýstárlegar og allrar athygli verðar . Þar gefur hann tóninn fyrir það sem á eftir kemur og flakkar um í tíma til að sýna áhrifavalda í hnignun vestrænnar menn- ingar . Til þess leiðir hann saman bók- menntir og eigin ályktanir . Bestu kaflarnir eru þar sem hann er sjálfur athugandinn og miðlar reynslu sinni . Fyrst kynnir hann lesandann fyrir stöðu mála hjá neðsta lagi samfélagsins, þegar hann tekur lesandann með sér í fangelsisvitjun . Ekki til að kynnast einstökum illvirkjum heldur til að leiða lesandann inn í lokaðan heim ólæsis og
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Þjóðmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/1175

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.