Þjóðmál - 01.12.2010, Blaðsíða 98

Þjóðmál - 01.12.2010, Blaðsíða 98
96 Þjóðmál VETUR 2010 Rut, kona mín, til Frakklands og dvöldumst þar í viku í senn við jóga qi gong æfingar í sveitasælu í hjarta landsins . Frakkinn, sem kenndi okkur qi gong, hlaut þjálfun hjá kínverskri konu í París sem hafði lært æfingarnar í heimalandi sínu, Kína . Á þessum árum bauð Ingimundur Sigfússon í Heklu mér að sækja námskeið með sér og fleirum í Talskóla Gunnars og Baldvins Halldórssonar við Skúlagötu í Reykjavík . Þar hittumst við Gunnar í fyrsta sinn en áður hafði ég aðeins séð hann á leiksviði, fyrst í Horfðu reiður um öxl undir lok sjötta áratugarins – í bókinni kynntist ég því, hve þátttaka í sýningunni skipti miklu fyrir Gunnar og leikferil hans . Að loknum öndunaræfingum í Tal skól- anum spurði ég Gunnar einu sinni, hvort hann kynni qi gong . Frá því atviki segir hann réttilega í bókinni og síðan hvernig kynni okkar í kringum æfingarnar hafa leitt til þess að í um 20 ár höfum við hist reglulega til æfinga og síðan tekið til við að kenna þær fleirum . Í bókinni ræðir Gunnar um grunnþættina sem hann leggur til grundvallar í qi gong . Hann segir þeim sem vilja kynnast æfingunum að þeim beri að ýta langrækni frá sér og hvorki leggja rækt við hana né reiði í garð náunga síns . Alvara leiksins tekur mið af þessu, því að almennt liggur Gunnari gott og hlýtt orð til allra sem koma við sögu hans . Hitt fer ekki fram hjá neinum að Gunnar er skapmaður sem stendur á rétti sínum og lætur hvorki vaða yfir sig né bugast . Þar sýnir hann hæfileika í anda qi gong, að geta bognað en bresta ekki . Er ekki að undra þótt þverhausar eigi erfitt með að skilja þessa hugmyndafræði, þeim kann jafnvel að þykja hún óþörf viðbót við ævisögu Gunnars, án hennar hefði sagan hins vegar verið hálfsögð, svo ríkur þáttur er qi gong í lífsnautn hans og gleði . Gunnar segir: „Ég er íslenskur kaþólikki, íslenskur krati, íslenskur leikari – og þá er að gera sem best úr því hlutskipti .“ Hann segir einnig í framhaldi af þessu (bls . 290): Ég tel mig mega vera stoltan af því að við [Íslendingar] höfum gert margt ágætt af stórhug og dugnaði . Við höfum líka gert marga hörmulega vitleysu og gert illt verra með fyrirhyggjulausum dugnaðinum! En stundum hefur mér líka fundist eins og búið væri að drepa lífsandann í Íslendingum . Meira að segja löngu fyrir þann dapurleika sem menn voru gripnir eftir hrunið mikla árið 2008 . Þá þegar heyrðist ungt fólk einatt fjasa um það að allt hlyti að vera betra og þægilegra annars staðar . Það hafði misst trúna á að lifa á Íslandi . Þessu fylgdi kannski Evrópudekur sem mér er hvimleitt, of margir hafa miklað það fyrir sér hve allt væri þægilegra og einfaldara ef við gengjum inn í Evrópu . Þarna talar hinn 84 ára gamli heims maður undir lok bókar þeirra Árna . Baráttu- krafturinn og lífsorkan er óbuguð . Bókin endurspeglar lífsviðhorf manns sem vill leggja gott af mörkum og hefur rétt mörgum styrka hjálparhönd sína . Hvern virkan dag vikunnar hittir hann þá sem koma saman á ólíkum stöðum í borginni til að iðka qi gong . Hvarvetna hefur hann eitthvað að gefa og ávallt frá einhverju að segja . Eins og áður sagði fagna ég því að Árni Bergmann tók að sér að skrá sögu Gunnars . Textinn er lipurlega skrifaður . Ég rakst á fáeinar prentvillur . Myndir eru í bókinni og nafnaskrá . Ég er sannfærður um að mörgum finnist þeir verða betri menn og öðlist dýpri skilning á fjölbreytileika mannlífsins við lestur á Alvöru leiksins . Víst er að engum mun leiðast kynnin af Gunnari Eyjólfssyni og fólki hans í bókinni .
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Þjóðmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/1175

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.