Þjóðmál - 01.12.2012, Blaðsíða 45

Þjóðmál - 01.12.2012, Blaðsíða 45
44 Þjóðmál VETUR 2012 Varamenn Íslands í nefndinni eru dr . jur . Páll Hreinsson, dómari við EFTA-dómstól- inn í Lúxemborg, og Hjörtur Torfason, hrl . og fyrrverandi hæstaréttardómari . Í störfum sínum er Feneyjanefndinni ætlað að stuðla að viðhaldi og framgangi þriggja grunnþátta í stjórnskipunararfleið Evrópu: Lýðræði, mannréttindum og rétt ar - ríki sem jafnframt eru grunnstoðir Evrópu - ráðs ins . Nefndin veitir almennt að stoð á sviði stjórnskipunar; við kosn ingar, þjóð ar- atkvæða greiðslur og starf semi stjórn mála- flokka; og starfar með stjórnar skrár dóm- stól um og umboðs mönn um auk þess sem nefndin stendur að fjöl þjóðlegum rann- sóknum, skýrslugerð og námskeiðum .* Álit Feneyjanefndarinnar Fyrstu álit Feneyjanefndarinnar litu dagsins ljós árið 1995, um það leyti sem reyna tók á ákvæði stjórnarskráa fyrrum kommúnistaríkja Mið- og Austur- Evrópu . Stjórnarskrár þessara ríkja höfðu flestar verið samdar frá grunni í miklu hasti í von um að koma mætti á hefðbundnu vestrænu lýðræðisstjórnkerfi byggðu á mannréttindum, valddreifingu/-temprun og réttarríkishugmyndum . Að undanförnu hafa nokkur ríki Vestur-Evrópu leitað til nefndarinnar vegna endurskoðunar á ákvæðum eigin stjórnarskrár og/eða tengdra ákvæða . Bretland, Noregur og Sviss hafa óskað eftir áliti nefndarinnar á af- mörk uð um þáttum eigin stjórnskipunar en Belgía, Liechtenstein og Lúxemborg hafa óskað eftir áliti hennar á endurskoð un á viðkomandi stjórnarskrám . Finnland ósk- aði álits Feneyjanefndarinnar á (endur)mati (e . evaluation) á nýlegri stjórnarskrá lands- ins frá 1999/2000 . Ef ætlunin er að skoða eitthvað af * Sjá frekari upplýsingar um Feneyjanefndina á: http:// www .venice .coe .int/site/main/Presentation_E .asp ofannefndum álitum Feneyjanefndarinnar í von um að fræðast nánar um vinnubrögð nefndarinnar og hvers vænta megi af umfjöllun hennar um erindi stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar Alþingis liggur bein- ast við að athuga álit nefndarinnar á finnsku stjórnarskránni (Opinion on the Constitution of Finland) frá 14 .–15 . mars, 2008 .** Rökin fyrir því að skynsamlegt sé fyrir Íslendinga að líta fyrst til álits nefndarinnar á stjórnarskrá Finnlands frekar en álita nefndarinnar um stjórnarskrár og endurskoðunartillögur og -hugmyndir í öðrum ríkjum eru fyrst og síðust þau að Finnland er eitt Norðurlandanna fimm eins og Ísland og hafa löndin tvö þá sérstöðu í þeim hópi að vera lýðveldi . Í áliti Feneyjanefndarinnar er þar að auki ítrekað vísað til norrænnar og skandinavískar hefðar í stjórnskipunarmálum .*** Álit Feneyjanefndarinnar á finnsku stjórnarskránni Í erindi frá dómsmálaráðuneyti Finn-lands til Feneyjanefndarinnar dagsettu 12 . mars 2007 er óskað álits nefndarinnar á afmörkuðum stjórnskipunarlegum atrið um s .s . þjóðaratkvæðagreiðslum, frum kvæði al mennings, kjöri forseta lýðveldis ins, skipu lagi, verkan og gagnvirkum samskipt- um löggjafarvalds og framkvæmdavalds og stefnumótun á sviði utanríkismála, að málefn um Evrópusambandsins meðtöld- um . Í heim sóknum sérstakra sendi nefnda Fen eyja nefnd ar innar til Finnlands af þessu tilefni var einnig óskað álits nefnd ar inn ar á frelsisréttindum og öðrum grund vallar- mann réttindum í Finnlandi, al þjóða sam- ** Sjá http://www .venice .coe .int/docs/2008/CDL- AD%282008%29010-e .pdf *** Sjá „Opinion on the Constitution of Finland“ adopted by the Venice Commission at its 74th plenary session (Venice, 14–15 March 2008) .
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97

x

Þjóðmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/1175

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.