Þjóðmál - 01.12.2012, Blaðsíða 23

Þjóðmál - 01.12.2012, Blaðsíða 23
22 Þjóðmál VETUR 2012 Styrmir Gunnarsson Geir Hallgrímsson og arfleifð hans Kafli úr bókinni Sjálfstæðisflokkurinn — átök og uppgjör Íminnispunktum mínum um samtal við Geir Hallgrímsson hinn 1 . desember 1989 segir: Við Matthías áttum fund með Geir Hallgrímssyni kl . 15:30 þennan dag . Þegar ég kom á skrifstofu Geirs brá mér mjög . Ég hafði ekki séð hann frá því snemma í október, þótt ég hefði talað við hann í síma . Hallgrímur sonur hans hafði að vísu sagt mér að hann hefði létzt mjög og væri ekki nema rúmlega 60 kíló . Við símann sat maður sem hafði elzt um 20 ár frá því að ég sá hann nokkrum vikum áður . Við settumst inn í setustofu bankastjóra og M . kom skömmu síðar . Í upphafi samtalsins hafði Geir orð á því að hann hefði lofað mér því að svekkja mig svolítið með Víkverja, sem ég hafði skrifað fyrr í vikunni, og kom í ljós að hann átti bágt með að þola frásögn af Albert Guðmundssyni í París og taldi að ég hefði komið með stjörnur í augunum af fundi hans . Ég bar hönd fyrir höfuð mér og bætti því við að ég hefði hitt Albert nokkrum sinnum í París og heildarrisnukostnaður hans af mínum völdum væri tveir kaffibollar . Síðan var þráðurinn tekinn upp frá nótt- inni í nóvember 1977 . Í minnispunkt um mínum segir: Í þessu samtali sagði Geir við okkur M . að engir tveir menn hefðu staðið jafn fast við bakið á sér á „niðurlægingartíma sínum“ eins og hann orðaði það, en bætti því við að þrátt fyrir þessi orð tæki hann ekkert aftur af því sem hann hefði sagt við okkur um nóttina . Þetta var í fyrsta skipti sem Geir nefndi þetta samtal við okkur M . Þessa nótt var hann stjórnlaus af reiði og sakaði okkur um að bera ábyrgð á óförum sínum í prófkjörinu, þar sem við hefðum lyft Albert upp með því að hampa honum of mikið í blaðinu . Frá þessari nóttu og til þessa dags hafði Geir aldrei nefnt þetta samtal og aðeins brosað þegar við höfðum orð á því . Við héldum að hann hefði ekki vitað hvað hann sagði en það kom í ljós í þessu samtali 1 . desember að hann mundi hvert orð af því sem hann sagði við okkur um nóttina . Síðan barst talið að Morgunblaðinu: Þegar hér var komið sögu vék Geir að
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97

x

Þjóðmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/1175

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.