Þjóðmál - 01.12.2012, Blaðsíða 92

Þjóðmál - 01.12.2012, Blaðsíða 92
 Þjóðmál VETUR 2012 91 lensk miðaldasaga þótt hún taki að vísu aðeins til síðustu sex áratuga þess tíma sem samkvæmt hefðbundinni tímabilaskipt- ingu sögunnar nefnast miðaldir . Meginefni bókarinnar er frásögn — skýrsla — af stór- merkri fornleifarannsókn sem fram fór á Skriðuklaustri á árunum 2000–2011 . Rannsóknin beindist að sönnu ekki að „elstu sögu“ lands og þjóðar, en hún varpar engu að síður nýju og athyglisverðu ljósi á ótal margt og hlýtur að breyta viðhorfum okkar til mikilsverðra þátta íslenskrar menningarsögu á lokaskeiði miðalda . Steinunn gengur skipu- lega til verks . Hún rekur sögu rannsóknanna á klaust ur leifunum frá fyrsta degi til hins síðasta og byrjar á því að segja frá leit- inni að rústum klausturs- ins, en í upphafi var ekki vitað hvar klaustrið stóð og komu fleiri en einn staður til álita . Síðan segir frá uppgreftinum, hvernig honum vatt fram frá einu ári til annars, hvað fannst og hvernig, hvaða merkingu og þýðingu hver fundur hafði, hvaða sögu munir sögðu o .s .frv . Inn í frásögnina vefur Steinunn þáttum úr sögu klaustursins og styðst þar við ritheimildir, skjalfestar og afleiddar, örnefni og sitthvað fleira . Þetta er góð aðferð og vel heppnuð . Hún gæðir sögu klaustursins lífi, lesandinn sér rannsóknina fyrir sér, hvernig henni vatt fram, hvernig vitneskja rannsakenda jókst stig af stigi, uns heildarmyndin var orðin svo ljós sem unnt var . Jafnframt verður veröld klausturins og þeirra, sem þar ólu aldur sinn um lengri eða skemmri tíma, okkur smám saman ljós og við bókarlok sjáum við fyrir okkur reisulega og öfluga miðaldastofnun þar sem allt iðaði af lífi, hver einstaklingur hafði sínum verkum að sinna og sjálft gegndi klaustrið mikils verðu hlutverki í sam félaginu . Þótt undarlegt megi virðast hefur saga íslensku klaustr anna aldrei verið rannsökuð eða skráð til neinnar hlítar . Fyrir vikið höfum við látið okkur nægja heldur óljósa staðalmynd og í raun gengið út frá því sem vísu að lífið hafi verið svipað í öllum klaustrunum, a .m .k . munka klaustr un- um, bræðurnir hafi öðru fremur sinnt bæna haldi og bókagerð . Niður- stöður rannsóknar innar á Skriðuklaustri hljóta að gjörbreyta þessari mynd . Þær sýna okkur stofnun þar sem menn svikust að sönnu ekki um bænahald og aðrar trúarlegar athafnir, en sinntu hins vegar í miklum mæli — og sennilega fyrst og fremst — umönnun sjúkra og veikburða og því sem nú myndi kallað samfélagsþjónusta . Kirkjugarðurinn í klaust ur garðinum á Skriðu hlýtur að teljast einhver merk asti rannsóknarvettvangur íslenskrar miðalda- sögu . Þar fundust hvorki fleiri né færri en 295 beinagrindur fólks sem jarðsett var í garðinum á þeim um það bil sex áratugum sem klaustrið starfaði . Þetta var fólk á öllum aldri, allt frá ungum börnum til rígfullorð- inna karla og kvenna . Sumar beinagrind- anna báru þess glögg merki að viðkomandi hafði þjáðst af langvinnum veikindum í lifanda lífi . Með nútíma aðferðum má greina hvað hafði hrjáð hvern og einn og niðurstaðan er ljós: Skriðuklaustur var öðru fremur sjúkrastofnun og beinagrindurnar veita stórmerkar upplýsingar um heilsufar fólks á fyrstu áratugum 16 . aldar og hvaða sjúkdómar hrjáðu Íslendinga mest undir lok
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97

x

Þjóðmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/1175

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.