Þjóðmál - 01.12.2012, Blaðsíða 73

Þjóðmál - 01.12.2012, Blaðsíða 73
72 Þjóðmál VETUR 2012 Þótt ofurvaxtarskeiði Kína sé lokið er land ið næststærsta viðskiptaveldið enda það lang fjölmennasta með fimmtung mann- kyns að íbúum . Mikil spilling meðal leið- toga er til trafala og framleiðsla á stáli og hús næðis byggingar eru í engu samræmi við sam drátt í eftirspurn . Springur kínverska „bólan“? Mest eru efnahagssamskipti Kína við Evrópu sambandið . Nýjar for sendur kunna að vera fyrir nánari efna hags legri samvinnu Bandaríkjanna og Evrópu- sambandsins . Og þá er því spáð að á næstu áratugum færist Rússland og Tyrkland nær ESB-aðild . Mestu máli skiptir þó væntan- lega að þjóðir heims nái að forðast átök og árekstra vegna kapphlaups um orkulindir . Í fyrirsjáanlegri nýtingu mikilla olíu- og jarðgassauðlinda í nágrenni við landið hefur Ísland birst í nýrri stöðu . Segja má að hin nýja þróun hlýnunar heimsins hafi á nýrri öld gjörbreytt þýðingar legu Íslands . Landafræðin fjallar bæði um fastar og breytilegar stærðir . Áður fyrr var Ísland öðrum að mestu grafið og gleymt fjærst í eilífðar útsæ; fast á sínum þýðingarlausa stað . Þetta kollvarpaðist við hernaðarlega þýð ingu legu landsins í síðari heimsstyrjöld- inni og kalda stríðinu . Eftir 2000 verður á ný gjörbreyting á þýðingu landslegunnar vegna bráðnunar íshellu Norðurpólsins . Íslitlar og síðar íslausar norðurslóðir valda algjörri byltingu í samgöngum með stytt- ingu siglingaleiðarinnar frá Kína til Evrópu eftir norð-austurleiðinni um 6 .400 km . Á hafsbotni Norðurskautsins eru 19% allrar ónýttrar olíu og 25% alls ónýtts gass, skv . mati US Geological Survey 2008 . Með Ilulissat-yfirlýsingunni 2008 gerðu fimm aðildarríki Norðurskautsráðsins, Banda rík- in, Kanada, Danmörk-Grænland, Nor egur og Rússland, ásamt með Íslandi, Sví þjóð og Finnlandi, tilkall til Norður skauts- ins samkvæmt ákvæðum Hafréttar sátt- mála Sameinuðu þjóðanna . Það á við um hafsbotninn innan 200 mílna efna hags- lögsögu ríkjanna sem og utan lögsögu en í jarðf ræðilegum tengslum við fastlandið . Þótt opinber stefnumörkun Kína varð andi Norðurskautið liggi ekki fyrir, má telja ljóst að Kínverjar fallast ekki á þessa stefnu- mörk un aðildarríkja Norðurskautsráðsins . Opin berar stofnanir og fræðimenn þeirra halda því stíft fram, að Kína eigi tilkall til Norður skautsins og því að siglingaleiða um svæðið og auðæfa hafsbotnsins eigi allur heimurinn að njóta . Áberandi opinber lofsöngur er orðinn um þessi „sameiginlegu auðæfi mannkyns“ og leiðtogahlutverk Kína . Einn sérfræðingur þeirra hefur sagt að Kína eigi rétt til 20% norður skautsauðæfa til jafns við hlutfall íbúa landsins af mannkyni öllu . Og annar: „Whoever controls the Arctic Sea route will control the world economy and a new internationally strategic corridor .“ Þá er þess að geta að fyrir liggur spánný sænsk-kínversk greining* um hvað er eða ekki um Kína og Norðurskautið . Þar segir að Kínverjar vilji tryggja sér hlut í auðæfum svæðisins en ólíklegt sé að þeir muni beita ógnunum eða valdi . Þá er m .a . tekið fram að Kína sem komandi heimsveldi hljóti að hafna því að Norðurskautslöndin ein eigi að ákveða um svæðið . Athyglisvert er að fræðast um að fram á árið 2011 hafi kínverskir greiningarsérfræðingar í þessum málum tileinkað sér viðhorf hauka . Í seinni tíð hafi þeir orðið hófsamari til að móðga ekki norðurskautsaðila . Heimsóknir kín verskra ráðamanna til Norðurlanda hafi verið liður í þeim málflutningi . Linda Jakobson, annar höfunda þessara skrifa, kom fram í fréttapistli í RÚV, aðallega til að tala máli skáldsins, pólfarans og Íslandsvinarins Huangs Nubo, hins ágætasta manns . Ekki kom þó fram af hverju þessi vinátta þyrfti að fá útrás í * China´s Arctic Aspirations, SIPRI Policy Paper: Linda Jakobson & Jingchao Peng, nóv . 2012 .
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97

x

Þjóðmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/1175

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.