Þjóðmál - 01.12.2012, Page 23

Þjóðmál - 01.12.2012, Page 23
22 Þjóðmál VETUR 2012 Styrmir Gunnarsson Geir Hallgrímsson og arfleifð hans Kafli úr bókinni Sjálfstæðisflokkurinn — átök og uppgjör Íminnispunktum mínum um samtal við Geir Hallgrímsson hinn 1 . desember 1989 segir: Við Matthías áttum fund með Geir Hallgrímssyni kl . 15:30 þennan dag . Þegar ég kom á skrifstofu Geirs brá mér mjög . Ég hafði ekki séð hann frá því snemma í október, þótt ég hefði talað við hann í síma . Hallgrímur sonur hans hafði að vísu sagt mér að hann hefði létzt mjög og væri ekki nema rúmlega 60 kíló . Við símann sat maður sem hafði elzt um 20 ár frá því að ég sá hann nokkrum vikum áður . Við settumst inn í setustofu bankastjóra og M . kom skömmu síðar . Í upphafi samtalsins hafði Geir orð á því að hann hefði lofað mér því að svekkja mig svolítið með Víkverja, sem ég hafði skrifað fyrr í vikunni, og kom í ljós að hann átti bágt með að þola frásögn af Albert Guðmundssyni í París og taldi að ég hefði komið með stjörnur í augunum af fundi hans . Ég bar hönd fyrir höfuð mér og bætti því við að ég hefði hitt Albert nokkrum sinnum í París og heildarrisnukostnaður hans af mínum völdum væri tveir kaffibollar . Síðan var þráðurinn tekinn upp frá nótt- inni í nóvember 1977 . Í minnispunkt um mínum segir: Í þessu samtali sagði Geir við okkur M . að engir tveir menn hefðu staðið jafn fast við bakið á sér á „niðurlægingartíma sínum“ eins og hann orðaði það, en bætti því við að þrátt fyrir þessi orð tæki hann ekkert aftur af því sem hann hefði sagt við okkur um nóttina . Þetta var í fyrsta skipti sem Geir nefndi þetta samtal við okkur M . Þessa nótt var hann stjórnlaus af reiði og sakaði okkur um að bera ábyrgð á óförum sínum í prófkjörinu, þar sem við hefðum lyft Albert upp með því að hampa honum of mikið í blaðinu . Frá þessari nóttu og til þessa dags hafði Geir aldrei nefnt þetta samtal og aðeins brosað þegar við höfðum orð á því . Við héldum að hann hefði ekki vitað hvað hann sagði en það kom í ljós í þessu samtali 1 . desember að hann mundi hvert orð af því sem hann sagði við okkur um nóttina . Síðan barst talið að Morgunblaðinu: Þegar hér var komið sögu vék Geir að

x

Þjóðmál

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/1175

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.