Þjóðmál - 01.03.2014, Síða 63

Þjóðmál - 01.03.2014, Síða 63
62 Þjóðmál voR 2014 ekki aðeins byggt á traustum rekstrar ­ stoðum heldur var ein staklega hæft til að bregðast með hugvitssamlegum hætti við vandamálum . (Það segir sitt um framsýni Loftleiðamanna undir forystu Alfreðs að á sínum tíma byggðu þeir upp leiðakerfi sem Icelandair telur nú, rúmlega hálfri öld síðar, sitt „core advantage“ í flugrekstri .) Í for­ mála bókar sinnar segir R .E .G . Davies að Íslendingurinn Alfreð Elías son hafi gert meira en öll stóru og frægu flugfélögin til samans til að gera alþýðu manna kleift að ferðast yfir Atlanshafið . Eftir að ég skrifaði ævisögu Alfreðs Elías­ sonar árið 1984 hef ég sagt sögu Loftleiða­ ævintýr isins í stuttu máli við ýmis tækifæri í blaðagrein um — og er eftirfarandi frásögn að ýmsu leyti samhljóða fyrri skrifum . Hinn 10 . mars lýðveldisárið 1944 stofn uðu þrír ungir flugmenn félag um litla Stinson­flugvél sem þeir höfðu flutt með sér frá Kanada þar sem þeir höfðu verið við flugnám . Flugvélina höfðu þeir keypt með hjálp vina og vandamanna til að treysta atvinnuhorfurnar þegar heim kæmi . Þar með var lagður grunnurinn að ævintýrinu um Loftleiðir, einu glæsilegasta fyrirtæki í sögu þjóðarinnar . „Það er erfitt, ef ekki ómögulegt, að útskýra fyrir nýjum kynslóðum, hvers konar áhrif Loftleiðaævintýrið hafði í íslensku þjóðlífi og ekki sízt á ungt fólk,“ skrifuðu ritstjórar Morgunblaðsins í Reykjavíkurbréfi við lát Alfreðs Elíassonar, foringja Loftleiða: „Uppgangur félagsins hófst nokkrum árum eftir lýðveldisstofnun og blómaskeið þess stóð í tvo áratugi . Þjóðin var stolt af Loftleiðum, baráttu félagsins við risafyrirtækin í fluginu, frumkvæði þess í að lækka flugfargjöld yfir Atlantshafið og þeirri dirfsku, sem einkenndi allan rekstur þess félags .“ Í vexti og viðgangi Loftleiða þótti mörg­ um rætast sú bjartsýna von sem bjó að baki lýð veldis stofnuninni og um tveggja áratuga skeið mátti með réttu kalla Loftleiðir óska- barn lýðveldisins . En velgengni Loftleiðamanna var ekki skjót fengin . Fyrstu tíu árin í Loftleiðasögu voru á brattann og um skeið mátti kalla að Loftleiðamenn stæðu á jafnsléttu . Skal nú rakin í stórum dráttum baráttusaga Loftleiða og er þá þess að minnast að hér er aðeins stiklað á stærstu steinunum . Strax við stofnun félagsins hófu Loft­ leiðamenn áætlunarflug til Vestfjarða og Vest mannaeyja og voru þar frumkvöðlar . Inn anlandsflug hins nýja félags efldist skjótt og 1951 var farþegafjöldinn á innan­ landsleiðum um 15 .500 . En þá tóku stjórn­ völd það til bragðs að skipta flug leiðunum innanlands milli Flugfélags Íslands og Loftleiða með þeim hætti að Loftleiðir töldu sér ekki fært að halda innanlandsfluginu áfram . Hugkvæmni og nýtni var það sem ein­ kenndi allt starf Loftleiðamanna . Þeir komust t .d . í kynni við bandaríska hermenn sem áttu þess kost að kaupa við vægu verði notaðar flugvélar Bandaríkjahers úr stríð­ Undarlegt má það kallast ef þeir sem nú ganga um í Loftleiðahúsinu minn ast ekki veglega þessara sögulegu tíma í íslenskri flugsögu nú þegar sjötíu ár eru frá stofnun Loftleiða . Þeir hljóta þó að spyrja sjálfa sig: Væri til Icelandair ef ekki hefðu verið til Loftleiðir?
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97

x

Þjóðmál

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/1175

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.