Félagsbréf - 01.06.1961, Síða 46

Félagsbréf - 01.06.1961, Síða 46
44 FÉLAGSBRÉF konungsvaldsins í siðaskiptunum var býsna auðsær. Eignaskipti og valda voru þar ekki síður atriði en skipti trúarbragða. Þótt ekki væri beinlínis styrjöld í landinu, urðu eftirmál siðski])tanna ekki ólík því, sem gerist eftir styrjöld, og sigurvegarinn deilir hlut hinna sigruðu milli sín og manna sinna. Hlutur íslendinga varð þó smár í þeim leik. Síðari hluti 16. aldarinnar einkennist af fjárgræðgi og yfirtroðsluin höfðingjanna, falsbréfamálum og margs konar fantaskap. Samfara þessu magnast svo hjátrú og hindurvitni, ofsafengin djöflatrú og drauga. Ormur- inn hlykkjar sig í Lagarfljóti, ókindur vaða í Hvítá syðra. Jafnvel sá vísi maður Guðbrandur biskup er ekki laus við að trúa á galdra. En öldin átti einnig sínar björtu hliðar og góðu menn. Magnús sonur Jóns á Svalbarði er þá sýslumaður í Þingeyjarsýslu. Sigfús skáld getur horft á bæ hans úr hlaði á Stað í Kinn. Hann býr í Rauðuskriðu hinum megin fljótsins. Hann er skartmaður og skáld, hvers manns hugljúfi og vill allra mein bæta. Þeir þekkjast vel hann og Sigfús prestur. Síðar flyt- ur Magnús vestur á land og fær þá viðurnefnið prúði. Á Nesi í Aðaldal situr Einar prestúr Sigurðsson, gleðimaður og hress í lund, þekktur fyrir sína hugljúfu sálma. Þeir Sigfús og Einar eru skóla- bræður frá Hólum og hvorugan íþyngir veraldarauðurinn. Einars bíða þó betri kjör sem biskupsföður í Eydölum austur . Á Grenjaðarstað situr Sigurður prestur, sonur þjóðhetjunnar og píslar- vottsins Jóns Arasonar biskups. Stórmenni og öðlingur, sem hefur livers manns lof. Meiri vafi mundi leika ó um mannkosti þeirra höfðingjanna Þorsteins- sona frá Ási í Kelduhverfi. Líklegir hefðu Iþeir verið til að ríða hratt ur hlaði, þegar þeir voru að berja á Kolbeini Arngrímssyni á Grænavatni utn þessar mundir. Sigfús á Stað gæti haft þá og þeirra líka í huga, þegar hann kveður: Sumir báru sverð á hlið og sveinstéttina kepptust við, en aðrir öngvan fengu frið og földu sig þar inni; eldurinn undan hófum hraut, þá hofmannsfólkið reið á braut, og mál er, að linni.

x

Félagsbréf

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Félagsbréf
https://timarit.is/publication/1060

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.