Félagsbréf - 01.10.1962, Side 39

Félagsbréf - 01.10.1962, Side 39
FÉLAGSBRÉF 35 síðar, kveður við nýjan tón þó að stíllinn sé hinn sami, Gullberg gerist ástaskáld: skipreka segist hann hafa komið frá óendanleikanum, en bjarg- azt til jarðarinnar, sem hann fæddi. Ástin felur í sér frelsunina frá sjálfinu, frá fangelsi og einmanaleika einstakl- ingshyggjunnar. Bókin ber heitið Ást á tuttugustu öld, og nafnið felur í sér afstöðu skáldsins: Þessa ást á að upp- lifa heila með sál og líkama eins og hæfir hleypidómalausum nútímamanni. I fyrri ástakvæðum Gullbergs logar “ldur ástríðnanna eða hamslaus sökn- uður, yfir hinum síðari er mild ró, sins konar hlutleysi. í næstu bók kveður enn við nýjan tón. Hún her heitið Ensamstáende hildad herre og kemur út árið 1935. Þessi vandalausi menntamaður, sem bókarheitið segir til um er mennta- skólakennari og heitir Örtstedt, einn þeirra manna, sem ekki komast svo vel áfram í heiminum, sem kallað er. ^msir aðrir merkismenn koma við s°gu í þessum vinsæla kvæðabálki, l)ar á meðal gamall nemandi Örtstedts, Tidström, sem nú er menningargagn- rýuandi, og Nordstjárna rektor, sem er °Pinber persóna. Fyrirmyndarinnar er leita í Galgenlieder og Palmström eftir þýzka skáldið Christian Morgen- stern. Óvíða í kveðskap Gullbergs nýt- Ur sín betur skopskyn hans og samúð t^eð þeim sem undir verða í þjóðfé- ^gsbaráttunni en einmitt hér. Næsta bók Gullbergs nefnist Að sigra heiminn og kemur út 1937. Ileitið ber að skilja á tvo vegu, bókin felur bæði í sér fráhverfa dulhyggju og lifandi baráttuanda. í hókinni frá stríðsárunum, Fimm kornbrauð og tveir fiskar, her hæst yrkisefnin frá samtímanum, dulhyggjan verður að friðarboðun. Stíllinn er sem oftast tví- hentur, hlaðinn tilvitnunum eða hug- myndasamböndum. En skáldið á líka annan tón, þar sem það nálgast ris mikinn einfaldleika Pár Lagerkvists: Skrafa um skyggni og átt, skilja í friði og sátt, — svo skal maður manni mæta á réttan hátt. Einlæg orð, en fá, ör\ra sporin þá. Endir allra funda ætti að vera sá. Hjalmari Gullberg fellur um þessar mundir í skaut ýmis veraldlegur heið- ur. Hann er valinn í sænsku akademí- una 1940 og gerður að heiðursdoktori í Lundi 1944. En nú bregður svo við, að söngur skáldsins þagnar og líða tíu ár áður en bókin Helgríma og lysti- garður kemur fyrir almenningssjónir. Á áratugnum 1940—’50 verða mikil umbrot í ljóðagerð Svía, og ýmsir höfðu verið fljótir til að draga þá ályktun, að Gullberg hefði misst af strætisvagninum, væri ekki lengur sam- tíða sjálfum sér. En þessi nýja bók tók af öll tvímæli, það er að sumu leyti nýr Gullberg, sem þar birtist,

x

Félagsbréf

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Félagsbréf
https://timarit.is/publication/1060

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.