Stjórnartíðindi fyrir Ísland: B-deild - 01.12.1874, Side 15

Stjórnartíðindi fyrir Ísland: B-deild - 01.12.1874, Side 15
Stj órnar tíbindi 1874. 1. tbl. Bref dómsmúlastjórnarinnar (til landsliöfðingjans yfir íslandi). I Samkvæmt þv(, er dómsmálastjórnin, eptir að liafa meðtekið þóknanlegt bréf herra landshöfðingjans dagselt 4. maí slðastliðinn, hefir allraþegnsamlegast lagt til, hefir hans hátign konunginum þóknast allramildilegast að fallast á, oð útgefin verði frá 1. ágúst næst- komandi tíðindi um stjórnarmálefni íslands, og að útgjöld þau, hér um bil 240 rdl., er þar til eru nauðsynleg, verði greidd af hinum íslenzka landssjóði, þannig, að upphæðum þcim, sem lilfærðar eru í 6. grein áætlunarinnar um tekjur og útgjöld íslands árið 1874, er staðfest var af hans hálign 31. oktbr. f. á., verði breytt samkvæmt þessn. Jafnframt því þjónustusamlega að kunngjöra Yðr þenna úrskurð hans hátignar Yðr til leiðbeiningar, og lil þess að t*ér ráðstafið því, sem ennfremr er nauðsynlegt, skal stjórnin eigi láta hjá líða, að taka það fram er bér segir: Eins og drepið er á í bréfi stjórnarinnar 16. marts þ. á. á að gefa út þessi tfðindi í 2 deildum A og B. Hin fyrri deildin, er inniheldr lög og tilskipanir, verðr gefin út hér1 í sambandi við lagatíðindin, og með hinu sama letri og á sama pappír sem þessi tiðindi, þó þannig að íslenski textinn verði prentaðr við hlið hins dánska texta, en herra landshöfð- inn verðr að sjá um útgáfu deildarinnar B, og verðr eptir nánari ákvörðun Yðar að taka inn í hana, ank slíkra úrskurða frá konungi og stjórninni, sem hingað til hafa verið birtir ( hinum 2 deildum stjórnartíðindanna og 1 tíðindum þeim um sljórnarmálefni íslands, er hið íslenska bókmentafélag hefir gefið út, ennfremr þá úrskurði landstjórnarinnar, er mundu varða almenning og jafnframt ýmsar skýrslur, er vel þykir við eiga að birta á þenna hált, þar á meöal hin lögskipuðu ágrip af reikningum opinberra stofnana, sveita- sjóða og annara slíkra sjóða, verðlagsskrár m. m., og skal í lilefni af tillögu Yðar í nefndu bréfi Yðar, ekki undanfella að taka fram, að ekki skal heimta neinu horgun fyrir að taka þessar skýrslur inn i stjórnartíðindin. Loksins verðr að laka inn í þessi tíðindi skýrslur um landshagi íslands, að nokkru leyti eins og gert hefir verið í stjórnartiðindunum, sjá Ministerialtidende árið 1871 B bls. 723 ff. Svo er til ætlað, að stærð deildarinnar B, að meðtöldum hinum nefndu landshags- skýrslum, verði hér um bil 15 arkir á ári. l’ar sem báðar deildir eiga að vera ein heild, verðr, eins og drepið er á f ofannefndu bréfi stjórnarinnar, að gefa deildina B út í hinu sama broti, með sömu réltritun og, svo framarlega sem unnt er, á sama pappír sem deild- ina A, er, eins og sagt var, verðr með allri hinni sömu úlgjörð sem lagalíðindin, en til deildarinnar B má að öllu eða nokkru leyti nota smærra letr, og verðr að viðhafa meiri sparnað í tillili til prentunar hennar. Tíðiudin öll á að senda borgunarlaust öllum stjórnarvöldnm, landsyfirréttinum, land- fógetanum, landlækninum, sýslumönnum, sveitarstjórnum, embætlismönnum andlegrar stéttar og umboðsmönnum þjóðjarða á íslandi. Að öðru leyti geta líðindin fengist keypt fyrir það andvirði, er Þér hafið stungið upp á, 80 sk. (1 króna 66 aurar) um árið, fyrir þella ár frá 1. ágúst til 31. desbr. 40 sk. Eins og herra landshöfðinginn hefir ráð fyrir gjört, skal þar að auki við hafa deildina A til þinglestrs lagaboða þeirra, er hún hefir inni að halda. Exemplór þau, er nauðsynleg eru f þessu tilefui af deildinni A, munu verða til útbýt- ingar þannig : c. 425 borgunarlaust, c. 200 lil kaupanda og c. 175 til þinglestrs, og munu þau verða send Yðr héðan til frekari ráðstöfunar, en Þér eruð beðnir að senda stjórn- inni nokkur exemplör af deildinni B. 1) Samkvæmt lögum 25. júní 1870 hafa aö tilhlutun stjórnarinnar frá 1. janúnr 1871 veriö gofin út í líaupmannahöfn lagatíðindi og stjómartfðindi „en Lovtidende og en Ministerialtidcnde-1. Útg. Hinn 19. ágúst 1874. 1

x

Stjórnartíðindi fyrir Ísland: B-deild

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Stjórnartíðindi fyrir Ísland: B-deild
https://timarit.is/publication/1201

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.