Núkynslóð - 01.01.1968, Blaðsíða 63

Núkynslóð - 01.01.1968, Blaðsíða 63
Það er vænt af þér, sagði ókunnuga konan undir sæng- inni. Viltu náttpott, spurði konan. Ég pissa aldrei á nóttinni, svaraði ókunnuga konan. Góða nótt þá, sagði konan. Fer sæmilega um þig. Hallaðu aftur, sagði ókunnuga konan. Konan staldraði við f dyrunum. Góð lykt er af rúmfötunum þítium, sagði ókunnuga konan. Ég nota blákku, svaraði konan. Konan beið mannsins Tganginum. Hún sagði honum að tala hljóðlega, honum lægi hátt rómur. Þau hvísluðust á og drengurinn hlustaði. Hræddust er ég hún flýi um gluggann, sagði konan. Taktu fötin og skóna, sagði maðurinn. Gerðu það heldur. Þú sjálfur, sagðf konan. Manneskjan yrði vfst skrýtin ef ég færi að ráðstafa fötunum hennar, sagði maðurinn. Læstu. Konan sneri lyklinum hægt \ skránni. Hver er, spurði ókunnuga konan og tók \ húninn. Af hverju er læst. Konan laumaðist burt á tánum. Maðurinn kom og studdi hana. Konan skalf. Ráðist hún á mig, hvað þá, spurði konan. Ég hem hana vfst, sagði maðurinn. Og færi hana f bönd. Guð minn góður, stundi konan og tók f sig kjark. Hún opnaði hurðina. ókunnuga konan hörfaði f rúmið. Hún leit hryggum augum á konuna. Ég læsti svo þú fengir einhvern frið, sagði konan. Láttu þá vera læst, sagði ókunnuga konan. Viltu ég taki fötin til handargagns, spurði konan. Ég þarf líka að leggja fbrot af strákunum. ókunnuga konan hagræddi sér og breiddi sængina yfir andlitið. Hún sefur ber, hvfslaði konan. Þeir ná engu taki á henni. Varla stekkur hún langt af annarri hæð, sagði maður- inn. En við vitlaus, hló konan taugaveikluðum hlátri. Dyrabjallan hringdi part úr'jólasálmi. Konan bjó um föt ókunnugu konunnar f böggli. Hún stakk inn f hann pakka af hnetusúkkulaði. Konan fór til dyra og kveikti útiljósið. Lögregluþjónarnir fengu ofbirtu f augun. Góða kvöldið, sögðu þeir. Við komum að sækja stúlk- una. Ég veit um enga stúlku, sagði konan. Ég heyrði enga lýsingu útvarpslaus. Hik kom á lögregluþjónana og óeinkennisklædda mann- inn að baki þeirra. Okkur var vfsað á þetta hús gegnum sfma, sagði hann. Við erum sfmalaus, svaraði konan. Ég heyrði auglýsingu, sagði maðurinn. Vfst er hér næturgestur. Sæll vertu, sagði óeinkennisklæddi maðurinn. Veizt þú nokkuð, spurði konan. Varla handtakið þið mömmu ykkar. Lögregluþjónarnir brostu kfminleitir. Vertu hjá þeim og láttu þá gegna sínum skyldustörfum, sagði maðurinn. Manneskjan er hvar, sagði óeinkennisklæddi maðurinn. Hún sefur, sagði maðurinn. Þá er ráð að vekja, sögðu lögregluþjónarnir. Ég náði fötunum, sagði konan. Hafið þið heimild til að brjótast inn f einkahús. Þið stfgið ekkert fet yfir þröskuldinn. Má ég líla á, sagði óeinkennisklæddi maðurinn. Komdu með. Lögregluþjónarnir gáðu til veðurs. Talsverður hópur cafnaðist kringum lögreglubílinn og beið eftirvæntingarfullur f sveimi haustflugna. Hérna kemur matj,urinn minn hann vildi heilsauppá þig, sagði konan. Kveiktu, bað óeinkennisklæddi maðurinn. Hvemig lfsur. Furðanlega, vældi ókunnuga konan. Ég sný öfugt við rúmið mitt. Konan skrúfaði peru f standlampann. óeinkennisklæddi maðurinn hallaði sér yfir höfðalagið eins og læknir f sjúkra- vitjun. Hvemig líbur hér, spurði hann. Slökktu, bað ókunnuga konan. Ljósið særir augun. Stendur eitthvað mikið til, spurði ókujinuga konan. Hún rauk upp með andfadum og horföi stóreygð á kon- una. Ég heyri undirgang, hélt hún áfram. Ég veit oft ekki hvort mig dreymir. Manstu ég var sótt f sfmann, spurði konan. Já, svaraði ókunnuga konan og reis upp til hálfs. Þetta er einhver önnur, sagði óeinkennisklæddi maður- inn. Líklega hefur hún drekkt sér, sagði lögregluþjónninn. Konan hallaði aftur útihurðinni svo hiti héldist f húsinu. Eigum við síban að sitja uppi með hana, spurði hún manninn. Þessi hér segist hafa legið rúmföst, sagði konan á eftir óeinkennisklædda mánninum. Veikindin fykkur em varla einkennandi, hló maðurinn. Fléttumar eru hérrei vanti þær, sagði konan og fór eftir þeim. Svona, sagði maðurinn. Annars verður þú tekin sjálf. Konan kastaði fléttunum að óeinkennisklædda mannin- um. Hann greip þær. Lögregluþjónamir litu hvor á annan. Þeir gengu upp tröppumar. Á að brjóta allt inni, spurði konan og stóð f dyrunum. Fílefldir menn taka hana vfst án átaka, sagði maður- inn. Látið mig heldur lunka hana f föt, sagði konan. Alveg vandræði ef svonalagað kemur fyrir, sagði mað- urinn. O maður sér sitt af hverju, sagði annar lögregluþjón- anna. Hinn leit á hann ásökunaraugum eins og hann hefði brot- ið lögreglueið. Farðu f, sagði konan. Slys henti bróður hans. Þú færð ferð f Keflavík. Mér líbur notalega hér, svaraði ókunnuga konan. Ég er náttblind. Náttblind f upphituðum bíl, spurði konan. Hertu þig núna. Hann bÉ5ur. ókunnuga konan vafði sænginni um sig og sneri sér að vegg. Jæja, sagði konan örlftið skipandi. Ég verð eftir, sagði ókuhnuga konan. Þú leyfðir mér að liggja. Rauðir flekkir færðust f andlit konnunar. Hún tyllti sér varlega á dfvanbrúnina og strauk handlegg ókunnugu konunnar.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Núkynslóð

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Núkynslóð
https://timarit.is/publication/1204

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.