Ljóðormur - 01.11.1986, Blaðsíða 16

Ljóðormur - 01.11.1986, Blaðsíða 16
ÁLFHEIÐUR LÁRUSDÓTTIR: Flug Langt handan við ólgufjöll í þokunni með regnvott andlit komdu, fætur mínir þrá undirlendi þitt. Án áfangastaðar með þér fagurfugl þú sem býrð í lófum mínum fljúgðu ekki of geyst fingur mínir seinir í svifum elska flug þitt augun éta hár mitt fjöllin í andliti þínu verða hærri og hærri komdu fugl fjör míns og fljúgðu gleðinni heim fljúgðu kátum orðleikjum í hreiður mitt. 14 UÓÐORMURINN

x

Ljóðormur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ljóðormur
https://timarit.is/publication/1207

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.