Ljóðormur - 01.11.1986, Blaðsíða 31

Ljóðormur - 01.11.1986, Blaðsíða 31
SHORAB SEPEHRI: Kall upphafsins Hvar eru skórnir mínir? Hver var þaö sem kallaöi: Sohrab? Þekki röddina eins vel og loftiö lögun laufblaðsins. Móðir mín sofandi og Manochehr og Parvanek og kannski allir bæjarbúar og síðasta nótt vormánaðarins hæg eins og sorgarlag strýkst yfir höfuð sekúndunnar og andvarinn af brún grænu ábreiðunnar sópar burt draumi mínum með loftinu berast hugboð um flutninga koddi minn er fylltur vængjaþyt svölunnar. Það kemur morgunn og himinninn flytur í vatnsbólið verð að fara í kvöld. Ég talaði við fólkið hérna út um galopinn gluggann en heyrði engin orð gerð af tímanum það horfðu engin augu ástúðlega til jarðarinnar enginn dáðist að garðinum enginn tók hrafnsungann í akrinum alvarlega. UÓÐORMURINN 29

x

Ljóðormur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ljóðormur
https://timarit.is/publication/1207

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.