Morgunblaðið - 31.12.2015, Side 18

Morgunblaðið - 31.12.2015, Side 18
18 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 31. DESEMBER 2015 Rafsuðuvírarnir fást hjá okkur Rafsuðuvírar Dalshrauni 14 • 220 Hafnarfjörður • Sími 555 2035 • jak.is VANTAR ÞIG AUKAPENING? Dreifingardeild Moggans leitar að dugmiklu fólki 13 ára og eldri, til að bera út blöð í þínu hverfi. Blaðburður fer fram mánudaga til laugardaga og þarf að vera lokið fyrir kl. 7 á morgnana. Allar nánari upplýsingar í síma 569 1440 eða dreifing@mbl.is Hafðu samband í dag og byrjaðu launaða líkamsrækt strax á morgun. www.mbl.is/laushverfi Vilhjálmur A. Kjartansson vilhjalmur@mbl.is Þorkell Ásgeir Jóhannsson, flugstjóri hjá Mýflugi, lenti í tvígang á neyð- arbraut Reykjavíkurflugvallar í gær. „Í bæði skipti vorum við í svoköll- uðu forgangsflugi 1 þar sem um lífs- ógn er að ræða. Í fyrra fluginu voru aðstæður þannig að við hefðum ekki getað lent með alvarlega slasaðan sjúkling á suðvesturhorni landsins ef ekki væri fyrir neyðarbrautina. Í seinna fluginu var veðrið aðeins farið að ganga niður en aðstæður engu að síður metnar þannig að best væri að lenda á neyðarbrautinni,“ segir Þor- kell en Mýflug hefur flogið tæplega 600 sjúkraflugferðir á þessu ári. „Árið í fyrra var metár hjá okkur en þá fórum við í 540 útköll. Í ár eru útköllin orðin 593 og þar af er um helmingurinn eða rétt tæp 300 útköll svokölluð forgangsútköll þar sem oft- ast er mikilvægt að koma sjúklingi sem fyrst undir læknishendur í Reykjavík.“ Mannslíf ekki mæld í hagnaði Eingöngu er lent á neyðarbraut- inni að sögn Þorkels þegar aðstæður eru slíkar að annaðhvort er of hættu- legt að lenda á öðrum brautum eða hreinlega ómögulegt. „Jafnvel þó að hemlunarskilyrði séu með besta móti getur vindur ver- ið slíkur að við verðum að nota neyð- arbrautina. Á þriggja ára tímabili höfum við lent um 50 sinnum á neyð- arbrautinni. Hún hefur því án nokk- urs vafa bjargað mannslífum og þau met ég meira en fjárhagslegan ávinn- ing Valsmanna,“ segir Þorkell en áætlanir eru um íbúabyggð og hót- elbyggingu í flugstefnu brautarinnar. Þá segir Þorkell ekki mögulegt að lenda í neyð í Keflavík. „Neyð- arbrautin er sú eina í þessari flug- stefnu á suðvesturhorni landsins. Keflavík kemur því ekki til greina og er auk þess oft utan þess tímaramma að koma sjúklingum sem fyrst á áfangastað.“ Morgunblaðið/RAX Flug Sjúkraflug Mýflugs þurfti að lenda tvisvar á neyðarbraut Reykjavíkurflugvallar í gær. Tvær lendingar á neyðarbrautinni í gær  600 sjúkraflugferðir það sem af er ári  300 forgangsútköll Morgunblaðið/RAX Tími Mikilvægt er að koma sjúklingum sem fyrst undir læknishendur. Sífellt virðist fjölga í hópi þeirra veit- ingastaða í Reykjavík sem þjónusta ferðafólk um jól og áramót og er það í takt við mikinn straum erlendra gesta hingað til lands að undanförnu. Jakob Frímann Magnússon, fram- kvæmdastjóri Miðborgarinnar, segir Ísland vera í allt annarri stöðu nú en áður. „Við okkur blasir gjörbreytt umhverfi frá þeim tíma þegar ein- staka staðir voru opnir um áramót fyrir fáeinum árum. Erlendir gestir eru ekki lengur í vandræðum með að finna sér æti,“ segir Jakob Frímann og heldur áfram: „Þetta er orðið allt annað ferðamannaland.“ Allir staðir að fyllast af fólki Morgunblaðið hafði samband við nokkra veitingastaði sem eru í mið- borginni og spurði starfsfólk út í af- greiðslutíma og borðapantanir í dag, gamlársdag. „Það verður opið hjá okkur og allt uppbókað – það er ekki hálfur stóll laus í húsinu,“ segir Þórir Björn Rík- harðsson á Skólabrú, og bætir við að mun færri komist að en vilja. Spurður hvernig gengið hafi að fá starfsfólk á vakt á gamlársdag svar- ar hann: „Það var enginn sem neitaði að vinna og í raun vildu fleiri vinna en við höfum pláss fyrir.“ Eldhúsið á veitingastaðnum Kop- ar verður einnig opið, en þar á bæ voru örfá tveggja manna borð laus í gær. „Það er alltaf fjör að vinna á gamlársdag. Allir eru á iði og spenntir fyrir flugeldunum,“ segir Natascha Fischer á Kopar. „Það verður opið og allt er full- bókað,“ segir Einar Valur Þorvarð- arson á Steikhúsinu, en þar var einn- ig opið á aðfangadag og jóladag og matsalurinn þéttsetinn viðskiptavin- um báða daga. khj@mbl.is „Fjör að vinna á gamlársdag“  Veitingahús í miðbæ Reykjavíkur verða mörg hver þéttsetin fólki í kvöld Morgunblaðið/Árni Sæberg Gleði Eftir góða máltíð er gaman að kveðja árið og fagna með vinum. Eiður Arnarsson, framkvæmda- stjóri Félags íslenskra hljóm- plötuframleiðenda, telur að hljóm- plötusala hafi dregist saman um 20 til 25% á þessu ári. Vinsælasta plata ársins er Jólaland með Baggalút en skammt á eftir fylgir Beneath the Skin með Of Monsters and Men. Samkvæmt bráðabirgðatölum frá Félagi íslenskra hljómplötu- framleiðenda hefur Jólaland selst í um 4.500 eintökum og Beneath the Skin í 4.000 eintökum. Í 3. sæti er safnplatan Tíminn líður hratt með Magnúsi Eiríkssyni sem seldist í um 3.500 eintökum. Eingöngu er um að ræða hljóm- plötur í áþreifanlegu formi og end- anlegar tölur munu liggja fyrir í janúar. Eiður tekur fram að stöðug aukning hafi orðið í stafrænu streymi. Það vegi eitthvað á móti þessum mikla samdrætti. Plötusala dróst saman um 20-25% á þessu ári

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.