Morgunblaðið - 31.12.2015, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 31.12.2015, Blaðsíða 18
18 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 31. DESEMBER 2015 Rafsuðuvírarnir fást hjá okkur Rafsuðuvírar Dalshrauni 14 • 220 Hafnarfjörður • Sími 555 2035 • jak.is VANTAR ÞIG AUKAPENING? Dreifingardeild Moggans leitar að dugmiklu fólki 13 ára og eldri, til að bera út blöð í þínu hverfi. Blaðburður fer fram mánudaga til laugardaga og þarf að vera lokið fyrir kl. 7 á morgnana. Allar nánari upplýsingar í síma 569 1440 eða dreifing@mbl.is Hafðu samband í dag og byrjaðu launaða líkamsrækt strax á morgun. www.mbl.is/laushverfi Vilhjálmur A. Kjartansson vilhjalmur@mbl.is Þorkell Ásgeir Jóhannsson, flugstjóri hjá Mýflugi, lenti í tvígang á neyð- arbraut Reykjavíkurflugvallar í gær. „Í bæði skipti vorum við í svoköll- uðu forgangsflugi 1 þar sem um lífs- ógn er að ræða. Í fyrra fluginu voru aðstæður þannig að við hefðum ekki getað lent með alvarlega slasaðan sjúkling á suðvesturhorni landsins ef ekki væri fyrir neyðarbrautina. Í seinna fluginu var veðrið aðeins farið að ganga niður en aðstæður engu að síður metnar þannig að best væri að lenda á neyðarbrautinni,“ segir Þor- kell en Mýflug hefur flogið tæplega 600 sjúkraflugferðir á þessu ári. „Árið í fyrra var metár hjá okkur en þá fórum við í 540 útköll. Í ár eru útköllin orðin 593 og þar af er um helmingurinn eða rétt tæp 300 útköll svokölluð forgangsútköll þar sem oft- ast er mikilvægt að koma sjúklingi sem fyrst undir læknishendur í Reykjavík.“ Mannslíf ekki mæld í hagnaði Eingöngu er lent á neyðarbraut- inni að sögn Þorkels þegar aðstæður eru slíkar að annaðhvort er of hættu- legt að lenda á öðrum brautum eða hreinlega ómögulegt. „Jafnvel þó að hemlunarskilyrði séu með besta móti getur vindur ver- ið slíkur að við verðum að nota neyð- arbrautina. Á þriggja ára tímabili höfum við lent um 50 sinnum á neyð- arbrautinni. Hún hefur því án nokk- urs vafa bjargað mannslífum og þau met ég meira en fjárhagslegan ávinn- ing Valsmanna,“ segir Þorkell en áætlanir eru um íbúabyggð og hót- elbyggingu í flugstefnu brautarinnar. Þá segir Þorkell ekki mögulegt að lenda í neyð í Keflavík. „Neyð- arbrautin er sú eina í þessari flug- stefnu á suðvesturhorni landsins. Keflavík kemur því ekki til greina og er auk þess oft utan þess tímaramma að koma sjúklingum sem fyrst á áfangastað.“ Morgunblaðið/RAX Flug Sjúkraflug Mýflugs þurfti að lenda tvisvar á neyðarbraut Reykjavíkurflugvallar í gær. Tvær lendingar á neyðarbrautinni í gær  600 sjúkraflugferðir það sem af er ári  300 forgangsútköll Morgunblaðið/RAX Tími Mikilvægt er að koma sjúklingum sem fyrst undir læknishendur. Sífellt virðist fjölga í hópi þeirra veit- ingastaða í Reykjavík sem þjónusta ferðafólk um jól og áramót og er það í takt við mikinn straum erlendra gesta hingað til lands að undanförnu. Jakob Frímann Magnússon, fram- kvæmdastjóri Miðborgarinnar, segir Ísland vera í allt annarri stöðu nú en áður. „Við okkur blasir gjörbreytt umhverfi frá þeim tíma þegar ein- staka staðir voru opnir um áramót fyrir fáeinum árum. Erlendir gestir eru ekki lengur í vandræðum með að finna sér æti,“ segir Jakob Frímann og heldur áfram: „Þetta er orðið allt annað ferðamannaland.“ Allir staðir að fyllast af fólki Morgunblaðið hafði samband við nokkra veitingastaði sem eru í mið- borginni og spurði starfsfólk út í af- greiðslutíma og borðapantanir í dag, gamlársdag. „Það verður opið hjá okkur og allt uppbókað – það er ekki hálfur stóll laus í húsinu,“ segir Þórir Björn Rík- harðsson á Skólabrú, og bætir við að mun færri komist að en vilja. Spurður hvernig gengið hafi að fá starfsfólk á vakt á gamlársdag svar- ar hann: „Það var enginn sem neitaði að vinna og í raun vildu fleiri vinna en við höfum pláss fyrir.“ Eldhúsið á veitingastaðnum Kop- ar verður einnig opið, en þar á bæ voru örfá tveggja manna borð laus í gær. „Það er alltaf fjör að vinna á gamlársdag. Allir eru á iði og spenntir fyrir flugeldunum,“ segir Natascha Fischer á Kopar. „Það verður opið og allt er full- bókað,“ segir Einar Valur Þorvarð- arson á Steikhúsinu, en þar var einn- ig opið á aðfangadag og jóladag og matsalurinn þéttsetinn viðskiptavin- um báða daga. khj@mbl.is „Fjör að vinna á gamlársdag“  Veitingahús í miðbæ Reykjavíkur verða mörg hver þéttsetin fólki í kvöld Morgunblaðið/Árni Sæberg Gleði Eftir góða máltíð er gaman að kveðja árið og fagna með vinum. Eiður Arnarsson, framkvæmda- stjóri Félags íslenskra hljóm- plötuframleiðenda, telur að hljóm- plötusala hafi dregist saman um 20 til 25% á þessu ári. Vinsælasta plata ársins er Jólaland með Baggalút en skammt á eftir fylgir Beneath the Skin með Of Monsters and Men. Samkvæmt bráðabirgðatölum frá Félagi íslenskra hljómplötu- framleiðenda hefur Jólaland selst í um 4.500 eintökum og Beneath the Skin í 4.000 eintökum. Í 3. sæti er safnplatan Tíminn líður hratt með Magnúsi Eiríkssyni sem seldist í um 3.500 eintökum. Eingöngu er um að ræða hljóm- plötur í áþreifanlegu formi og end- anlegar tölur munu liggja fyrir í janúar. Eiður tekur fram að stöðug aukning hafi orðið í stafrænu streymi. Það vegi eitthvað á móti þessum mikla samdrætti. Plötusala dróst saman um 20-25% á þessu ári
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.