Morgunblaðið - 31.12.2015, Qupperneq 28

Morgunblaðið - 31.12.2015, Qupperneq 28
28 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 31. DESEMBER 2015 Jólatilboðsverð kr. 159.615,- Með fylgir Vitamix sleif, drykkjarmál og svunta Fullt verð kr. 199.518,- Vitamix Pro 750 á sér engann jafningja. Nýtt útlit og nýir valmöguleikar. 5 prógrömm og hraðastillir sjá til þess að blandan verður ávallt fullkomin og fersk! Galdurinn við ferskt hráefni Rauðagerði 25 108 Rvk Sími 440-1800 www.kaelitaekni.is Sigtryggur Sigtryggsson sisi@mbl.is „Starfshópur á vegum ríkisskatt- stjóra hefur á undanförnum miss- erum kannað mögulegt umfang und- anskota frá sköttum hérlendis. Niðurstaðan er um margt athygl- isverð, en þar ber hæst að rösklega 80 milljarða vanti upp á þær skatt- tekjur sem umsvif í þjóðfélaginu gefa vísbendingar um að ættu að vera. Þetta hefur verið kallað skattagapið og eru það þeir skattar og þau gjöld sem ekki skila sér til þjóðarbúsins. Það myndi breyta miklu fyrir sam- félagið í heild ef unnt væri að draga úr undanskotum til framtíðar.“ Þetta segja Skúli Eggert Þórð- arson ríkisskattstjóri og Ingvar J. Rögnvaldsson vararíkisskattstjóri í leiðara í nýútkominni Tíund, frétta- blaði embættis Ríkisskattstjóra. Fram kemur í leiðaranum að Ís- land skeri sig ekki úr í alþjóðlegu samhengi hvað umfang undanskota varðar og sé á svipuðu róli og flest lönd í norðurhluta Evrópu. „Sú stað- reynd breytir þó engu um nauðsyn þess að tekið sé fastar á þessum mál- um,“ segja þeir félagar. Þeir Skúli Eggert og Ingvar segja að svokallað kennitöluflakk hafi löngum fylgt atvinnurekstri á Íslandi og sá ósiður sé býsna útbreiddur. Óprúttnir aðilar hafi stundað þetta kennitöluflakk í þeim eina tilgangi að hlaupast undan skuldum sem þeir hafi stofnað til í skjóli takmarkaðrar ábyrgðar á rekstri félags. „Þeir sem lánuðu og sitja upp með sárt ennið eru kröfuhafar, fyrirtæki landsins, ríkissjóður vegna innheimtu skatta sem ekki er skilað, stéttarfélög, líf- eyrissjóðir og almenningur allur með beinum eða óbeinum hætti sem greiðir reikninginn að lokum hvort heldur er í formi skatta eða hækkaðs vöruverðs.“ Ríkisskattstjóri hafi bent á að til þess að ná raunhæfum árangri þurfi að grípa til strangari lagareglna um stofnun á hlutafélögum, einkum einkahlutafélögum. Öðruvísi verði tæplega unnt að stemma stigu við því að skuldir séu skildar eftir í eigna- lausum lögaðila – eins konar tómri skel. „Það getur vart talist til brota á mannréttindum eða atvinnufrelsi þótt löggjafinn grípi inn í við slíkar aðstæður og leggi einn og einn stein í götu þeirra sem ítrekað hafa skilið eftir sig sviðna jörð,“ segja Skúli Eggert og Ingvar í leiðaranum, sem ber heitir „Afturgöngur í atvinnu- rekstri.“ Kennitöluflakk útbreiddur ósiður  Rösklega 80 milljarða vantar upp á þær skatttekjur sem umsvif í þjóðfélaginu gefa vísbendingar um að ættu að vera  Yfirmenn skattamála vilja strangari lagareglur um stofnun á hlutafélögum hér Morgunblaðið/Styrmir Kári Framkvæmdir Lagt er til að harðar verði tekið á brotum. Myndin tengist á engan hátt umfjöllunarefni fréttarinnar. „Á allra síðustu árum hefur orð- ið æ algengara að í stórum fram- kvæmdum kaupi aðalverktaki drjúgan hluta verksins hjá und- irverktökum sem aftur kaupa svo vinnu hjá enn öðrum und- irverktökum og svo koll af kolli, jafnvel niður í sjö eða átta lög undirverktaka. Við þessar að- stæður hefur það æ oftar komið upp að síðustu aðilarnir í keðj- unni standi ekki skil á opinber- um gjöldum og séu að auki með starfsmenn á duldum launum eða óskráða. Á þessu verður ekki breyting nema með hertri lög- gjöf,“ segir m.a. í leiðaranum. Átta lög und- irverktaka DÆMI UM FRAMKVÆMDIR „Þeir sem starfa við skatteftirlit verða áþreifanlega varir við hvernig kennitöluflakk gengur fyrir sig. Þetta er mikið samfélagslegt mein sem leiðir hugann að því af hverju ekki hafi meira verið gert til að taka á vandamálinu.“ Þetta skrifar Sigurður Jensson, yfirmaður eftirlitssviðs Ríkiskatt- stjóra, í Tíund. Til útskýringar má nefna nýlegt dæmi, segir Sigurður. „Starfsmenn skatteftirlits höfðu afskipti af rekstraraðila sem var með tugi starfsmanna við störf í desember 2014 er í ljós kom að hann hafði ekki skilað neinum opinberum gjöldum vegna starfseminnar frá því í maí 2014 er félagið hóf starf- semi. Eftir aðgerðir vettvangseftirlits brást hann við með því að skila upp- lýsingum til skattyfirvalda um launagreiðslur og gerði einnig greiðsluáætlun hjá tollstjóra. Á nýju ári kom svo í ljós að viðkom- andi rekstaraðili stóð ekki við þá samninga sem hann hafði gert til að bæta ráð sitt og hefur hann ekki staðið skil á neinum sköttum eða gjöldum, hvorki virðisaukaskatti né staðgreiðslu launamanna. Þar fyrir utan hefur hann engu skilað í lífeyr- issjóð eða stéttarfélög. Frá og með 1. mars 2015 er hann hins vegar með starfsemi í nýstofnuðu fyrir- tæki og því líklegt að samfélagið verði af tugum milljóna út af þess- um aðila.“ Geta ekkert aðhafst Sigurður segir í greininni að skattyfirvöld geti ekkert aðhafst þrátt fyrir að hafa upplýsingar um háttsemi forsvarsmannsins í gamla félaginu og þurfa að leyfa skráningu nýja félagsins á virðisaukaskatts- skrá og launagreiðendaskrá. Vita- skuld verði fylgst með þessum rekstraraðila, en því miður sé ekk- ert sem hindri hann í því að halda áfram uppteknum hætti, standa ekki skil á neinu heldur stofna nýtt félag þegar stefnir í óefni. „Á grundvelli afar veikrar lög- gjafar hefur forsvarsmaður þessa rekstraraðila háar fjárhæðir bæði af samfélaginu og launþegum sínum fyrir utan að skekkja samkeppn- isstöðu þeirrar atvinnugreinar er hann starfar í með því að geta boðið óeðlilega lágt í verk miðað við þá sem fara að reglum. Hegðun sem þessi virðist vera ákveðið módel sem mýmörg dæmi eru um bæði hér á landi og erlendis. Það byggist á undirboðum í verk í ákveðnum at- vinnugreinum á grundvelli vanskila á launatengdum gjöldum og eftir at- vikum virðisaukaskatti. Félög eru látin fara „á hausinn“ og leikurinn byrjar upp á nýtt,“ skrifar Sigurð- ur. Erfitt sé að skilja hvers vegna ekki hafi fyrir löngu síðan verið settur öflugri lagarammi um hæfi rekstraraðila til að stýra félögum eða standa í atvinnustarfsemi yf- irleitt. Auðvelt að flakka milli félaga „Reyndin er sú að það er alltof auðvelt fyrir forsvarsmenn að flakka á milli félaga og skilja skatta og aðrar skuldbindingar eftir í þeim. Á meðan ekki er tekið á þess- um málum af festu þá heldur sam- félaginu áfram að blæða út og þegar svona háttar til er samkeppni ekki á jafnræðisgrunni. Allir vita að þessi háttsemi er ekkert einsdæmi en það er algerlega ótækt fyrir samfélagið að ekkert sé aðhafst. Þarna er ábyrgð löggjafans mikil að bregðast hratt við. Kannski vantar þá, sem ákvörðunarvaldið hafa, nálægðina við það sem er á seyði en við sem höfum starfað lengi við þessi mál vitum að raunveruleikinn er stund- um ótrúlegri en nokkur lygasaga,“ segir Sigurður að lokum. sisi@mbl.is Raunveruleikinn oft ótrúlegri en lygasaga  Er í fullum rekstri með marga í vinnu þótt hann hafi ekki staðið skil á neinum gjöldum  Samfélagið tapar milljónum Morgunblaðið/Eggert Alþingi „Erfitt er að skilja hvers vegna ekki hafi fyrir löngu síðan verið settur öflugri lagarammi um hæfi rekstraraðila til að stýra félögum.“
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.