Orð og tunga - 01.06.1990, Síða 87

Orð og tunga - 01.06.1990, Síða 87
Höskuldur Þráinsson og Heimir Pálsson: Er hægt að leiðbeina um þýðingar? 65 6 Þýðing og túlkun Sú túlkun og ummyndun sem nú var nefnd verður auðvitað sérlega mikilvæg í öllum ljóðaþýðingum, eins og Helgi Hálfdanarson hefur t.d. bent á (1987). Þýðing ljóðs á allt undir því að þetta heppnist. Því til skýringar má taka hér einfalt dæmi frá einum af frumkvöðlum íslenskra ljóðaþýðinga. I þýðingu sinni á kvæði Tullins um Maídaginn þurfti Jón Þorláksson m.a. að snara þessum línum (sbr. Heimi Pálsson 1976a:40): Den ranke Gran paa Bjergets Top Sin Pyramideform opreiste, Og med den smale Spidse kneiste Hpjtidelig mod Himlen op. Þessi mynd kemur í lok náttúrulýsingar sem hefst á dalbotni og stefnir upp á við til skaparans og efst á tindi fjallsins stendur grenitréð og teygir limar sínar í tilbeiðslu til guðs. í þýðingu Jóns verður þetta svona (Jón Þorláksson 1976:226): Grenitré hæst á gnípu stóð, tilsýndar eins og turn þar settur, toppurinn mjór og vel uppréttur starði með furðu á stjörnuslóð. Hér mistekst hinum ágæta þýðanda algjörlega að endurskapa þá tilbeiðslumynd sem felst í frumtextanum — orðin „starði með furðu á stjörnuslóð“ sjá til þess þótt ekki kæmi annað til. Þetta ferli sem nú var lýst varpar ljósi á umdeildan þátt í verki hvers þess sem þýðir fagurbókmenntir. Val hans á djúpgerðarþáttum í þýðingunni felur alltaf í sér einhverskonar „túlkun“. Það veltur að sjálfsögðu á trúmennsku þýð- andans, þekkingu hans og vilja til verka hversu mjög eiga við hinir frægu frasar „traduttore traditore" eða „belles infidéles“ — en vitanlega er hægt að leiðbeina um greininguna með svo góðum og traustum hætti að fengin sé forsenda fyrir svikalausum þýðingum sem hvorki verða sakaðar um að vera flagð undir fögru skinni né trúmennskan ein og engum til yndis! Heimildir Chomsky, Noam. 1972. Language and Mind. Enlarged Edition. Harcourt Brace Jovano- vich, Inc., New York. Chomsky, Noam. 1973. Mál og mannshugur. Islenzk þýðing eftir Halldór Halldórsson. Hið íslenzka bókmenntafélag, Reykjavík. Heimir Pálsson. 1976a. Inngangur. Jón Þorláksson 1976:7-61. Heimir Pálsson. 1976b. En översáttares funderingar. Kring en opublicerad översáttning av Sven Delblancs Áminne. Scripta Islandica 27:13-23. Heimir Pálsson og Höskuldur Þráinsson. 1988. Um þýðingar. Iðunn, Reykjavík.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100

x

Orð og tunga

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Orð og tunga
https://timarit.is/publication/1210

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.