Víkurfréttir

Eksemplar

Víkurfréttir - 28.03.2002, Side 2

Víkurfréttir - 28.03.2002, Side 2
r Húð þín á skilið betri heim 0RIGINI5 A Perfect World' White tea skin guardian líl.oz./oz. liq./30mlG ORIGINS Origins kynnir A Perfect World Húðvernd með hvítu tei Ef heimurinn væri eins og við helst vildum, myndi húðin ekki eldast hrað- ar en við sjálf. En nú hefur Origins fundið lykilinn að lengri æskudögum húðarinnar, Ijósa teið, sem er leyndar- mál þessa betri heims, SilverTip WhiteTea. Það rekur skaðvaldana á brott löngu áður en þeir geta beitt vopnum sínum. Húðin getur einbeitt sér að heilsuræktinni. Mýktin kemur undir eins. Sjáanleg merki öldrunar hverfa eins og dögg fyrir sólu. Húðin hefur fundið sitt Shangri-La. Handa þér! Taska með Have A Nice Day rakamjólk 30 ml. og gloss 2 gr. fylgir ef keypt er tvennt frá Origins* *meðan birgðir endast Origins ráðgjafar verða hjá okkur í dag, miðvikudag og föstudaginn 5. apríl frá ki. 13-18. Verið velkomin, Apótek Keflavíkur Snyrtivörudeild Suðurgötu 2 - Keflavík gS»8982222§ VIKUR FRÉTTIR Útgefandi: Víkurfréttir ehf. kt. 710183-0319, Grundan/egi 23, 260 Njarðvik Sínti 421 4717 (10 tínur) Fax 421 2777 Ritstjóri og ábm.: Páll Ketilsson, simi 893 3717 pket@vf.is Fréttastjóri: Hilmar Bragi Bárðarson, sími 898 2222 hbb@vf.is Sölu- og markaðsstjóri: Jónas Franz Siguijónsson, franz@vf.is Auglýsingar: Kristín Njálsdóttir kristin@vf.is, Jófriður Leifsdóttir, jofridur@vf.is Blaðamaður: Kristlaug Sigurðardóttir, kristlaug@vf.is, sími 691 0301 Hönnunarstjóri: Kolbrún Pétursdóttir kolla@vf.is Hönnun/umbrot: Kolbrún Pétursdóttir kolla@vf.is, Skarphéðinn Jónsson skarpi@vf.is, Hilmar Bragi Bárðarson hbb@vf.is Skrifstofa: Stefania Jónsdóttir, Aldís Jónsdóttir Útlit, umbrot og prentvistun (pdf): Víkurfréttir ehf. Prentvinnsla: Prentsmiðjan Oddi hf. / Dreifing: íslandspóstur Dagleg stafræn útgáfa: www.vf.is og vikurfrettir.is Aðrir fjölmiðlar Vikurfrétta ehf. eru: Tímarit Víkurfrétta, The White Falcon og Kapalsjónvarp Vikurfrétta. L0ÐNUVERTIÐ L0KIÐ 750 tonn af hrognum frá flokkunarstöðinni í Helguvík AUs voru 750 tonn af loðnuhrognum afgreidd til frystingar frá flokkun- arstöðinni í Helguvík á þessari loðnuvertíð. Þar af fóru 600 tonn til frystingar hjá Saltveri hf. í Njarðvík. Þorbjörn Fiska- nes tók 150 tonn af Heiguvík- ur-hrognum til frystingar í Grindavík. Auk loðnuhrogna tók Saltver 200 Eftirlitsnefnd með fjármál- um sveitarfélaga á vegum Félagsmálaráðuneytisins hefur athugað rcikningsskil Sandgerðisbæjar fyrir árið 2000 jafnframt því að athuga þróun fjármála á árinu 2001, fjárhagsáætlun 2002 og þriggja ára áætlun sveitarfélagsins. Ennfremur hefur nefndin farið yfir ábendingar frá bæjarstjórn tonn af loðnu til frystingar, Haukur Guðmundsson frysti 320 tonn, Laugafiskur 200 tonn og 40.000 tonn fóru í gegnum flokkunarstöðina i loðnubræðsl- una í Helguvík. „Þetta var mjög vel heppnuð loðnuvertíð,“ sagði Þorsteinn Er- lingsson, athafnamaður, i samtali við Víkurfréttir. Sandgerðisbæjar til nefndarinnar. Niðurstaða: Miðað við fyrirliggjandi áform og áætlanir sveitarstjómar telur nefndin ekki ástæðu til að hafa fjármál sveitarfélagsisn lengur til sérstakrar skoðunar. Þetta var tilkynnt með bréfi frá Félagsmálaráðuneytinu dags. 20. mars 2002. Logandi flugeldur á þaki húss við Heiðarból Tilkynnt var til lögregl- unnar að eldur væru laus í cinbýlishúsi við Heiðarból sl. föstudag. Lög- regla og sliikkvilið var kall- að á staðinn og kom þá í Ijós að logandi flugeldur hafði ient á þaki hússins og máln- ing á þakinu sviðnað undan hitanuni. Engin tilkynning hafði borist lögreglunni um flugelda á lofti og því ekki vitað hvaðan hann kom. Skúli Jónsson hjá lögreglunni í Keflavík segir ó- líklegt að flugeldurinn hafi komið frá skipi, vegna þess að áttin hafi verið þannig. Hann segir líklegast að pöru- piltar hafi skotið honum á loft en slíkt er brot á lögum. Al- menningur má aðeins skjóta upp flugeldum á gamlárs- kvöld og á þrettándanum, á öðrum tímum þarf að sækja um sérstakt leyfi frá sýslu- manni. i_________________________________________________________________________________________i Sandgerðisbœr „afgjörgœslu“ KEFLVÍSK STÚLKA Á 0RLAND0-FLUGVELLI Haldið í eina og hálfa klukkustund af bandaríska útlendingaeftirlitinu Ung stúlka úr Kcflavík uppiifði hcldur óblíöar móttökur þegar hún kom til Bandaríkjanna á mánu- daginn í síðustu viku. Banda- ríska út lcndi ngaeftirlitið tók stúlkuna afsíðis þar sem henni var haldið í eina og hálfa klukkustund. Faöir stúlkunnar sagði meðferöina sem hún fékk hafa verið mjög harkaleg. Hann hefur leitað skýringa hjá konsúl Bandarikjanna á Is- landi. Stúlkan fór utan til að heimsækja unnusta sinn sem er í námi i Flórída. A flugvellinum í Or- lando var stúlkan tekin afsíðis af útlendingaeftirliti. ítarleg leit var gerð á stúlkunni og í farangri hennar. Útlendingaeftirlitið á flugvellinum hélt því fram að stúlkan starfaði ólöglega í Bandaríkjunum þar sem hún hafði ferðast nokkrum sinnum um flugvöllinn á stuttum tíma. Ástæða ferðanna um flugvöllinn var hins vegar að heimsækja kærasta sem stundar nám í Bandaríkjunum. Bandariska út- lendingaeftirlitið mun ítrekað hafa spurt stúlkuna hvar hún starfaði í Bandaríkjunum og sagðist muna komast að því. Itar- leg leit í farangri að gögnum um vinnustað stúlkunnar í Bandarikj- unum bar því ekki árangur, enda stúlkna saklaus ferðalangur frá Keflavík á leið til síns heitt- elskaða. Þegar útlendingaeftirlitið ytra varð að játa sig sigrað þá gerði starfsmaður þess athugasemd við stúlkuna hvar hún fengi alla þessa peninga til að ferðast til og frá Bandaríkjunum. „Hvað kemur þeim við hvort fólk sem ferðast til Bandaríkj- anna eigi peninga eða ekki,“ sagði faðir stúlkunnar í samtali við Víkurfréttir. Hann hefur sett sig í samband við bandaríska sendiráðið í Reykjavík og konsúllinn þar vís- ar bara til dagsetningarinnar „11. september“. Faðir stúlkunnar segir að dóttir sín megi þakka fyrir að hafa ekki verið send heim með næstu vél þar sem útlendingaeftirlitið hlust- aði vart á hennar rök og var stað- ráðið í að „negla“ hana sem ó- löglegt vinnuafl sem hefði nóg af peningum til að ferðast á milli Bandaríkjanna og Islands. „Eina sem þeir fundu voru tvö síma- númer, annað hjá kærastanum og hitt hjá ættingja í Jacksonville. Þetta er víti til vamaðar fyrir þá fjölmörgu sem oft ferðast til Bandaríkjanna. Þeir hafa greini- lega miklar áhyggjur af því að ferðalangar komi of oft til að eyða fjármunum í landinu. Á sama tíma tökum við á móti þeirra fólki með silkihönskum," sagði reiður faðirinn í samtali við Víkurfféttir. Snílkan er ennþá i Bandaríkjun- um en þetta verður síðasta ferðin hennar þangað í bili a.m.k. 2

x

Víkurfréttir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.