Víkurfréttir

Issue

Víkurfréttir - 28.03.2002, Page 9

Víkurfréttir - 28.03.2002, Page 9
arsdóttir öurnesja 2002 Giaðbeittar og tilbúnar í sundbolaatriðið á fegurðarsamkeppninni. VF-my'ndir/ Tobbi táú |r *' jm&m # Mm 0 vJfc „ Ungfrú ísland er nœst á dagskrá “ Berglind Óskarsdóttir nýkrýnd fegurðar- drottning Suðurnesja er í skýjunum eftir glæsilegan árangur í fegurðarsam- keppni Suðurnesja sem fram fór sl. laugardag í Bláa lón- inu. Hún sagði að kvöldið hefði veriö meiriháttar og öll umgjörð í kringum það hin glæsilegasta. „Það var smá stress í manni til að byija með en þegar líða tók á kvöldið hvarf það allt enda var griðarlega gaman að taka þátt í þessu. Fyrsta atriðið, sem var mjög fjörugt, hjálpaði okk- ur að losa spennuna og róa taugamar". Var mikil stemmning í hópn- um? „Já það var frábær stemmning i hópnum enda náðum við vel saman og hópurinn var mjög samrýmdur. Það var því mikið fjör hjá okkur baksviðs á með- an keppninni stóð“. Þú bvrjaðir á því að fá fyrstu þrjá titlana, Gallerý förðun-, Bláa lóns- og K-Sport stúlk- an, hvernig leið þér? „Eg get í raun ekki lýst því. Eg var bara mjög ánægð en hristist þó og skalf um leið. Það var líka svolítið erfitt að standa þama ein á sviðinu til að bytja með og ég var rosalega glöð um leið og fleiri stúlkur komu niður". En hvernig var svo tiifínning- in að vera valin Ungfrú Suö- urnes? „Hún var ólýsanleg, því ég átti alls ekki von á þessu og sér- staklega ekki eftir að hafa feng- ið hina þrjá titlana. Þetta var mjög gaman og rosalega mikill heiður að fá þetta allt saman“. Hvernig hafa dagarnir eftir keppnina verið? „Það hefur verið brjálað að gera og mikill gestagangur ver- ið heima hjá mér. Eg hef þó reynt að taka því rólega enda er maður talsvert þreyttur eftir þetta allt saman“. Mæiirðu með því að stúlkur taki þátt í svona fegurðar- samkeppnum? „Já ég mæli eindregið með því. Það er rosalega mikið fjör að taka þátt í svona keppnum, maður fær talsverða reynslu, þetta bætir sjálfstraust og fram- komu þannig að það er ekkert nema jákvætt um þetta að segja". Nú vannst þú Sumarstúlku keppni Séð og Heyrt hér um árið, eru þetta svipaðar keppnir? „Nei þær eru gjörólíkar því það er miklu meiri undirbúningur og meiri vinna í þessari keppni heldur en Sumarstúlku keppn- inni“. Hvað er svo næst á dagskrá? „Ungfrú ísland er næst á dag- skrá og ætla ég að hafa jafn mikið gaman af þeirri keppni eins og þessari. Sú keppni leggst mjög vel í mig enda fer maður í þetta með jákvæðu hugarfari. Hvað maður gerir svo eftir hana verður tíminn að leiða í ljós“. Berglind vildi fá að nota tæki- færið og þakka öllum þeim sem styrktu keppnina og komu að henni að einhveijum hætti. Sér- staklega vildi hún þó þakka Agústu og Lovísu sem stóðu á bak við stelpurnar og aðstoð- uðu þær frá fyrsta degi. Daglegar fréttir frá Suðurnesjum á www.vf.is 9

x

Víkurfréttir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.