Víkurfréttir

Tölublað

Víkurfréttir - 28.03.2002, Blaðsíða 11

Víkurfréttir - 28.03.2002, Blaðsíða 11
FRÉTTIR/TILKYNNINGAR Snorri í Hvítasunnukirkjunni Hinn löngu landskunni Snorri Óskarsson kemur í heimsókn til okkar héma í Hvítasunnukirkjuna um páskahelgina. Snorri er þekktur fyrir góða kennslu og prédikun og síðast en ekki síst fyrir ákveðna af- stöðu sína til ýmissa mála. Snorri er ferskur og skemmtilegur ræðumaður, það er sannarlega þess virði að koma og hlusta á líflegan málflutning hans! Vakin er athygli á því að ein samkoma verður haldin í Grindavík. Samkomumar em nánar auglýstar hér í blaðinu. Æðruleysisguðsþjónusta í Hvalsneskirkju Æðruleysisguðsþjónusta verður í Hvalsneskirkju fostudaginn langa 29. mars nk. kl. 20.30. I guðsþjónustunni er sjónum beint að boðskap og bataleið tólf spora leiðarinnar. Það gerist með predikun, reynslusögu og fyrirbæn og ekki síst í almennum söng og samfélagi við Guð og náungann. Hólmsteinn Sigurðsson segir frá reynslu sinni og kór Hvalsneskirkju syngur undir stjóm Pálínu Fanneyjar Skúladóttur. Prestur er séra Bjöm Sveinn Bjömsson. Allir hjartanlega velkomnir. Hátíðartónleikar í safnaðar- heimilinu í Sandgerði Á skírdag fimmtudagskvöldið 28. mars n.k. verða hátiðartónleikar haldnir af kór Vamarliðsins á Keflavíkurflugvelli í safhaðarheimilinu í Sandgerði kl. 20:30. Tónleikamir em haldnir í tilefni páska og er þema þeirra „Sigur upprisunnar". Tveir leikarar og fjórir tónlistarmenn koma fram ásamt kór. Flutt verður margvísleg bandarísk tónlist . í desembermánuði síðastliðnum hélt kór Vamarliðsins jólatónleika i Safnaðarheimilinu við frábærar undirtektir. Þessa tónleika ætti því enginn að láta framhjá sér fara. Leirlistasýning i Hvammi Hrafhhildur Gróa Atladóttir opnar leirlistasýningu í Hvammi þann 28. mars og er sýningin opin frá klukkan 17.00 til 21.00 á opnunardaginn er svo frá 16.00 til 20.00 yfir páskahátíðina. Þann 2. apríl færist sýningin yfir í sýningarsal bókasafhs Reykjanesbæjar og stendur til 13. april og er opin samkvæmt opnunartíma safnsins. Þetta er fyrsta einkasýning Hrafiihildar á leirlistmunum. Allir velkomnir. Afsökunarbeiðni frá unglingaráði Unglingaráð í Knattspymu vill biðja iðkendur sína, foreldra og aðra velunnara afsökunar á að fella þurfti niður páskabingó með stuttum fyrirvara sl. fimmtudag. Salurinn sem hafði verið fenginn að láni var ekki laus eins og til stóð. Unglingaráð í Knattspymu. Fundur hjá visthópum 3. apríl Fundurinn, sem rætt var um í greininni, „Vistvænan bæ”, í Víkurfréttum á fimmtudaginn var og sagt var að ætti að vera í Kjama á síðasta mánudag, ffestaðist til 3. april. Þá munu visthópamir tveir sem hafa starfað í Reykjanesbæ síðan um miðjan janúar skila af sér og nýjir hópar verða stofnaðir. Upplýsingar: Johan D. Jónsson, markaðs- og ferðamálaráðgjafi Reykjanesbæjar heldur utan um verkefnið fyrir stýrihóp Staðardagskrár 21 og getur veitt fólki nánari upplýsingar í síma: 421- 6750 og á netfanginu johan.d.jonsson@mb.is. Einnig er fólki bent á að hafa samband við formann Stýrihóps Staðardagskrár 21, Kjartan Má Kjartansson, en hann er með netfangið kjartanmar@hotmail.com Á vakt alla páskana! www.vf.is Tuíít affráfaœrum afmœfístíŒoðum affa fiefgína Við erum 1 árs Afmælisdagskrá í kvöld Opið kl. 17 - fram á nótt Dansleikur með hljómsveitinni Spútnik Fimmtudagur, Skírdagur Opið kl. 11 - 24 Kaffihlaðborð kl. 14-18 Föstudagurinn langi Opið eftir miðnætti Hljómsveitin Stóri Björn laugardagur Kaffihlaðborð kl. 14 -18 Diskó fram á rauða nótt Páskadagur Opið kl. 14 - fram á nótt Eldhúsið lokað Afmæliskaffihlaðborð kl. 14-18 Stórdansleikur Stórhljómsveitin Gústbandið Einar Ágúst og félagar koma saman öðru sinni og halda uppi fjörinu á árs afmæli Sjávarperlunnar SS 0- .0* Annar í páskum Opið kl. 14-22 Eldhúsið opnar kl. 18 21 ^>}4Vmf*er(m • Breyttur opnunartími • mán - fim kl. 11 -14 & 17-22 • eldhúsið kl. 12-14 & 18-21 fös kl. 11-14 & 17-03 • eldhúsið kl. 12-14 & 18-22 lau kl. 11-03 • eldhúsið kl. 12-22 sun kl. 11-22 • eldhúsið kl. 12-21 Stamphólsvegi 2 • 240 Grindavík • Simi 426 9700 • Fax 426 9701 Maœcoíöp 'ÓPERUHÁTÍÐREYKJANESBÆ' OperuperlMr Styrktartónleikar Norðuróps í Safnaðarheimili Keflavíkurkirkju Föstudaginn langa, 29. mars, kl. 20 og í Salnum, Kópavogi. laugardaginn 30. mars kl. 16. Atriði og aríur úr eftirfarandi óperum: Tofraflautan, Don Giovanni, Gosi fan tutti, Russalka, Fidelio, Lakme, Lohengrin, Seldu brúðinni, Rakaranum frá SeviIle,Samson og Dalila, Don Garlo. Fram koma: Dagný Jónsdóttir, sópran. Elín Halldórsdóttir, sópran. Sigríður Aðalsteinsdóttir, mezzosópran. Hrólfur Sæmundsson, bariton. Manfreð Lemke, bassi. Jóhann Smári Sævarsson, bassi og Anne Champert píanoleikari, tónlistarstjóri við ríkisóperuna í Saabruecken. Miðas erð kr. 2.000,- » .Nemendii-, elHlifevris- aé ör\ :-kji.:;t’slúii;-.'. Daglegar fréttir frá Suðurnesjum á www.vf.is 11

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.