Einn Helsingi - 01.03.1946, Blaðsíða 11

Einn Helsingi - 01.03.1946, Blaðsíða 11
EINN HELSINGI 9 sagt, astlað að fjalla að mestu leyti um þessa hugsun og gera henni þau skil þar, sem föng eru á, bæði með hinum áðurnefndu frumdrög- um að reglugerð og skipulagsskrá ef til sjóðstofnunar kæmi og nán- ari útskýringum þar um. En að lokum vegna einhverra, sem ef til vill teldu sig mundi vilja kynnast slíkri hugmynd og jafnvel veita henni lið ef. . . . ef engin ef fylgdu, — þá er kannske hyggileg- ast að taka það hér strax fram, skýrt og skilmerkilegt, að í þessu reglugerðaruppkasti var þegar sleginn varnagli að hr. Steindór Sigurðsson eða aðrir potentátar af hans sauðahúsi gætu nokkurn tíma haft neitt með stjórn þessa sjóðs eða framkvæmdir hans að gera, ef til kæmi, — frá upphafi fyrirbyggt og gersamlega útilokað, að hann gæti á nokkum hátt haft afskipti af einu eða öðru, sem snerti fjár- reiður þar að lútandi, eftir að stofnun hans væri orðin að veru- leika. — En lánizt mér að hjara fáein ár enn — þá skal það verða. — Þá skal „Helsingjasjóður“ verða að veruleika. II F svo hefði farið, sem vonir mínir stóðu til, að unnt hefði verið að láta þetta rit koma út þannig að heimanbúnu, að það hefði getað flutt það erindi sitt, sem helgaði tilgang þess í huga mínum, — flutt það óskipt, svo langt sem hugsað* og skráð hér heima fyrir hjá mér; — og ef það hefði jafnframt getað sýnt ofurlít- inn vott af áþreifanlegum árangri, með því að leggja fram fyrir þjóð- ina hinn fyrsta vísir að „minning- arsjóð frjálsrar hugsunar og for- dómalausrar á Islandi 1944“, — þeim sjóð, sem mig hafði dreymt og dreymir um, að í höndum ókomins tíma og manna mér meiri og betri og máttkari, gæti orðið til þess, að bjarga einhverjum litlum hluta af þeim ógrynnum andlegra verðmæta, sem blindni og múg- sefjað ofstæki heildarinnar, sóar, í sífellu, — tortímir eða fótum treður. Ef svo hefði mátt fara um fyrstu spor „Eins helsingja", þá hafði það verið ætlan mín að birta stofnenda- skrá þess sjóðsvísis, — þ. e. a. s. nafnaskrá allra þeirra, sem svarað höfðu ákalli helsingjans, er taldi sér málsvarnar þörf gagnvart þjóð- félaginu og sefjandi múghrópi al- menningsálitsins. — Nafnaskrá allra þeirra frjálshuga og skilnings- viljenda, sem gert höfðu sér ljóst þetta grundvallarskilyrði fyrir mannfélagslegri framþróun og nýt- ingu einstaklingsmöguleikanna, — að hver einstaklingur liti á það sem samfélagslega skyldu sína að hlýða á málflutning annarra ein- staklinga, ef um sakaráburð á hendur þeim væri að ræða, hversu lítilfjörlegt sem tilefnið væri, og hversu bjóðfélagslega smávaxinn sem vamarþurfinn væri, — nafna- skrá allra þeirra, sem sýnt hefðu það í verkinu, að þeir voru reiðy- búnir til þess að leggja nokkum hlutfallslegann skerf tíma og fjár, ef þess þurfti, til þess að gera þeim áfellda mögulegt að fá þessari

x

Einn Helsingi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Einn Helsingi
https://timarit.is/publication/1212

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.