Einn Helsingi - 01.03.1946, Blaðsíða 12

Einn Helsingi - 01.03.1946, Blaðsíða 12
10 EINN HELSINGI sinni samfélagslegu réttlætiskröfu framgengt. Eins og hagir þessa rits standa nú, og þeirrar hugsjónar, sem að baki því vakir, — og sem hér verð- ur ekki rætt frekar en gert hefur verið hér að framan, — þá mundi það á engan hátt svara tilgangi, að birta nú hér nöfn hinna 200 fyrstu heyrenda, sem skráðir verða inn í stofnendaskrá „minningarsjóðs frjálsrar og fordómalausrar hugs- unar“, þegar til þess kemur, að þeim fyrsta viðleitnisáfanga verði náð. En að svo verði, fyrr eða síð- ar, vil ég ekki missa trúna á, — því með henni færi öll önnur trú mín á mannvilja og mannsvit, lífs- möguleika og lífstilgang, því að sú trú hefur liðið svo mörg skipbrot, og hlotið svo stór áföll um dagana, að hún má ekki við miklu. Og eins og viðhorfin framundan eru í dag, í hvaða átt sem litið er yfir heims- sviðið, blóðvelli þess og beina- gryfjur, þar sem hin helóða hring- iða mannlegs lífs snýzt, hatandi og ráðþrota, — þá eru þar fáir þeir sólskinsblettir, sem sú trú gæti leitað sér styrktar hjá. — En þó að hvorki sé tímabært né rúm í þessu riti nú, fyrir þessi 200 nöfn á væntanlegri skrá, — þá tel ég samt réttara að birta hér 20 —30 þeirra, vegna ummæla minna hér annars staðar í ritinu, um þjóð- félagslegt gildi þeirra nafna, eða eins og það er orðið: „að þau séu mér hin fyllsta trygging fyrir „að fordómalaus hugsun og skilnings- vilji hafi átt að skipa einvalaliði á íslandi 1944".“ — Og að ég fari þar ekki með staðlausar staðhæf- ingar eða fullyrðingagaspur, ættu eftirfarandi nöfn að nægja, til að sanna, — nöfn, sem gripin eru af handahófi hér og þar úr nafnaskrá „Eins helsingja" yfir þessa 200 heyrendur ákallsins. En ég vil biðja alla hina, sem eftir verða að misvirða það ekki við mig. Ekkert mat af nokkru tagi hefur ráðið fyrir því hvaða nöfn eru í þessarri ígrips-upptalningu — þjóðfélagslegt gildi þeirra, sem eftir eru, stendur fyllilega jafnfæt- is þessum, — og er sízt minna við- urkennt, hvað sumum þeirra við- víkur. — Fyrir mig og þann til- gang þessarar upptalningar, sem fyrr getur, hafði það nákvæmlega sömu þýðingu, þó að ég felldi öll þessi burt og tæki önnur 20—30 í þeirra stað. Arnfxnnur Jónsson, skólastjóri, Rvlk. Björn Franzson, rithöfundur, Rvík. Bjarni Guðmundsson, fulltrúi, Rvík. Eiríkur Brynjólfsson, ráðsm., Kristnesi. Friðrik Ólafsson, skólastjóri, Rvik. Guðrún Stefánsdóttir, skáld, Rvik. Gunnar M. Magnúss, rithöf., Rvík. Guðmundur Pétursson, útg.m., Ak. Hannes Jónsson, Núpsstað, Skaftafellsi. Halldór Sigurðsson, úrsmiður, Rvík. Jens Benediktsson, blaðamaður, Rvík. Jakob Kristinsson, frv. fraeðslumstj. R. Jakob Thorarensen, skáld, Rvik. Jakob Líndal, Laekjamóti, Húnavatnss. Jóhannes úr Kötlum, skáld. Ingibjörg Ingólfsd., Fjósatungu, S.-Þ. Karl Kristjánsson, oddviti, Húsavík. Kristmann Guðmundsson, rithöf. Karl O. Runólfsson, tónskáld. Methúsalem Stefánsson, skrifstofustj. Magnús Ásgeirsson, ríthöfundur. Lárus H. Blöndal, bókavörður. Oddur Ágústsson, útvegsbóndi, Hrisey. Rögnv. Þórðarson, bóndi, Daeli, Svaif.

x

Einn Helsingi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Einn Helsingi
https://timarit.is/publication/1212

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.