Einn Helsingi - 01.03.1946, Blaðsíða 14

Einn Helsingi - 01.03.1946, Blaðsíða 14
 í fyrsta tbl. „Helsingja", sem út kom í fyrrasumar sagði ég frá „Orðsendingu", sem ég sendi út nokkrum vikum eftir hið „Opna bréf“ mitt haustið 1944. Var hún 12 fjölritaðar síður í allstóru broti, en því miður sá ég mér ekki fært kostnaðarins vegna að gefa hana út nema í 1—200 eintök- um, birti ég því í blaðinu í fyrrasumar nokkur meginatriði hennar. En í þessu síðbúna riti, verður þrátt fyrir það, að teljast skylt, að birta í heild samandregið efni hennar, þar sem hún flutti þá skýringar og greinargerð fyrir því, sem ég í „Opnu bréfi“ nefndi atkvæðagreiðslu með eða móti frjálsri hugsun á Islandi 1944. Síðan hafa og komið í ljós, það sem að telja verður endanlegar niðurstöður þeirrar skoðana- könnunar, og verður reynt hér á eftir að skýra frá þeim og skilgreina þær, en fyrst verða þó ýmist endursagðir og orð- réttir kaflar birtir Úr orðsendinga frá 27. nóv. 1944, til þeírra sem lesið hefðu hið »Opna bref« mitt. X. í upphafi þessarar orðsendingar minnar er komizt þannig að orði: „Eg hefi orðið þess var, að margs konar misskilnings af ólíkustu rótum runninn, hefur komið í ljós í sam- bandi við ákall mitt. — Eg gekk þess heldur ekki dulinn, að svo mundi fara fyrst í stað, en við því varð ekki gert. Eg gerði líka ráð fyrir, að hann mundi smátt og smátt þoka fyrir athygli og réttum skilningi. Því þeir hugsandi menn, sem höfðu tima og tækifæri til að lesa bréf mitt með vakandi yfirsýn um afstöðu ein- staklingsins til heildarinnar, aðstöðu hans' í núvefándi þjóðfélagi og í sain- félagi mannanna yfirleitt, þeir mundu ekki láta hin yfirgripsmiklu aukaatriði verða sér að misskilningsins ásteyting- arsteini. Þeir mundu hljóta að sjá, að hið persónulega málefni, tilefnið sjálft, hverfur úr sýn jafnvel strax þar i bréf- inu sjálfu, og hlaut að hverfa fyrir fullt og allt á næsta leiti, eins og flestar frumorsakir. Og þeir mundu því sjá og finna hinn raunverulega kjarna bréfsins — hið raunverulega eðli þess til þjóðfélagsins. Eg hlýt þó að játa, að í fyrstu var hið persónulega tilefni mér sjálfum aðalatriði, svo algerlega hafði það allt tilfinningalíf mitt á sínu valdi — þó ég hins vegar í hugsun minni gengi þess ekki dulinn, að það gæti þó aldrei orðið nema aukaatriði i sjálfu sér — en þó jafnframt þýðingarmikið sem táknmynd, óvenjulega skýrt, lifandi og táknrænt dæmi hins skelfilega harm- leiks múgsefjaðrar veraldar. En gagnvart þeirri grundvallarhugs- un, sem bar ákall mitt uppi, var og ekki tímabært að reyna að túlka hinn innri tilgang þess, fyrr en frumorsökin — prófdæmið, sem þjóðin fékk til úr- lausnar — væri leyst að einhverju eða öllu leyti. Með öðrum orðum ekki fyrr en bréf hins ákallandi einstaklings væri i leit sinni búið að finna svo

x

Einn Helsingi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Einn Helsingi
https://timarit.is/publication/1212

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.