Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.11.1996, Blaðsíða 11

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.11.1996, Blaðsíða 11
fjallað sérstaklega um niðurstöður sjúklinga sem einhverntíma höfðu verki > 7,0. Vœntingar til verkja og verkjameðferðar í töflu 1 sést að sjúklingarnir bjuggust að meðaltali við að fá verk að styrkleika 5,4 og að 38 sjúklingar bjuggust við að styrkur verkjarins yrði > 7,0. Ekki reyndist vera mark- tækur munur á meðaltalsstyrk væntinga til verkja eftir því hvort sjúklingarnir voru karl- eða kvenkyns, voru með greiningu um krabbamein eða ekki, voru lagðir inn brátt eða af biðlista eða á hvaða líkamssvæði aðgerð var gerð. Ekki var heldur um marktækt samband að ræða milli aldurs sjúklings og væntinga til verkja eftir aðgerð. Sjúklingar sem höfðu verki vegna sjúkdómsins fyrir aðgerð voru hins vegar líklegri til að búast við verri verk eftir aðgerð (t (94) = 2,56; p = 0,012), sem og þeir sjúklingar sem tóku inn verkjalyf vegna verkjanna fyrir aðgerð (t (75) = 2,22; p = 0,03), eða áttu erfitt með að sofna vegna verkja fyrir aðgerð (t (95) = -3,39; p < 0,001). Tafla 3 sýnir að 40,0% sjúklinganna bjuggust við að fá verkjalyf reglulega og að 37,7% töldu að hjúkrunarfræðingar og læknar vissu hvenær þörf væri á verkjalyfjum og gæfu samkvæmt því. Á mynd 1 sést að stór hluti sjúklinganna bjóst ennfremur við því að lyfin myndu gera þá nær verkjalausa eða alveg verkjalausa (59,2%). Verkir þegar sjúklingar vöknuðu/mundu fyrst eflir sér eftir aðgerð Einungis 37 (33,3%) sjúklingar greindu frá því að þeir hefðu haft verki á þessu tímabili. Meðaltalsstyrkur verkjarins á þessum tíma var 5,2 og greindu 12 (32,4%) þessara sjúklinga frá verk að styrk > 7,0 (sjá töflu 1). Ekki var mark- tækt samband milli meðaltalsstyrks þessa verkjar og tímalengdar aðgerðar, hvort um svæfingu eða mænudeyfingu var að ræða eða aðgerðarsvæðis. Meðaltalsstyrkur verkjarins reyndist þó marktækt hærri hjá sjúklingum sem höfðu verki vegna sjúkdómsins fyrir aðgerð (t (82) = 2,71; p = 0,008). Tafla3 Væntinear til oe revnsla af vcrkialvfiagiöf. ValmÖEuleikar Væntinear fN-1301 n (%) Revnsla ÍN-1081 n (%) Reglulega 12 ( 9,2%) 34 (31,5%) Reglulega og fleíri ntöguleikar* 40 (30,8%) 31 (28,7%) Þegar segist hafa verki 15. (11,5%) 6 ( 5,6%) Þegar segist hafa verki og fleiri möguleikar 27 (20,8%) 8 ( 7,4%) Þarf aö biöja um verkjalyf 22 (16,9%) 10 ( 9,3%) Þarf að biöja um verkjalyf og fleiri möguleikar 17 (13,1%) 21 (19,4%) Hjúkrunarfræóingar og læknar vita best um verkjalyfjaþörf 17 (13,1%) 21 (19,4%) Hjúkrunarfræóingar og læknar vita best um verkjalyfjaþörf og fleiri möguleikar 32 (24,6%) 14 (13,0%) Sjúklingar gátu nefnt fleiri en einn niöguleika t.d. reglulega og þegar segist hafa verki og aö hann hafi þurft að biðja um verkjalyf. frá því að þeir hefðu haft stöðuga eða nær stöðuga verki frá aðgerð og á 3. degi voru það 25 (23,2%) sjúklingar sem greindu frá þessari samfelldni verkja (sjá mynd 2). Styrkur verkja á 1. og 3. degi eftir aðgerð. Tafla 1 sýnir að meðaltalsstyrkur versta verkjar, sem sjúklingarnir mundu eftir að hafa fundið fyrir við mismunandi aðstæður á 1. og 3. degi eftir aðgerðina, lá á bilinu 3,6 - 4,8 á tölukvarða. Ekki reyndist Mynd 2. Samfelldni verkja 1. dagur eftir aðgerð (N=l 11) 3. dagur eftir aðgerð (N=108) Eftir útskrift (N=95) % 25 Alveg verkjalaus Verkir á 1. og 3. degi eftir aðgerð Þeir sjúklingar sem sögðust „ekki hafa fundið fyrir neinum verkjum“ eða voru að „miklu leyti verkjalausir" á 1. og 3. degi eftir aðgerð voru 52 (46,8%) og 63 (58,3%). Á 1. degi eftir aðgerð greindu 29 (26,1%) sjúklingar Mynd 3. Meðaltalsstyrkur verkja eftir aðgerðarsvæði á 1. og 3. degi eftir aðgerð: Við hreyfingu Verkjalaus af og til Nær stöðugir verkir Stöðugir verkir □ 1. dagur eftir aðgerð ■ 3. dagur eftir aðgerð vera um marktækan mun á meðaltalsstyrk verkja að ræða eftir því hvort sjúklingarnir voru mænudeyfðir eða svæfðir í aðgerð- inni, hvort þeir voru með greiningu um krabbamein eða ekki, tímalengd verkja eða töku verkjalyfja fyrir aðgerð vegna sjúkdóms, aldurs né kyns. Sjúklingar sem höfðu verki vegna sjúkdómsins fyrir aðgerð upplifðu liins vegar verri verk á 1. degi (t (90) = 4,0; p < 0,001) og 3. degi eftir aðgerð (t (99) = 2,25; p = 0,027) en þeir sem voru verkjalausir fyrir aðgerð. Einnig höfðu sjúklingar sem höfðu truflaðan svefn vegna verkja fyrir aðgerð verri verki á 1. degi '(t (84) = 2,36; p = 0,020) og 3. degi (t (95) = 2,76; p = 0,007) eftir aðgerð en þeir sem höfðu haft ótruflaðan svefn. Hryggur Brjósthol TfMARIT HJÚKRUNARFRÆÐINGA 5. tbl. 72. árg. 1996
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.