Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.11.1996, Blaðsíða 27

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.11.1996, Blaðsíða 27
Vigdís Jónsdóttir, hagfræðingur Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga Hvernig ákvarðast laun hjúkrunarfræðinga? Erindi flutt á samnorrænni ráðstefnu hjúkrunarfræðinga sem haldin var i Reykjavík 18. -19. september 1996 Ákvörðun launa hjúkrunarfræðinga á Norðurlöndum Við sem vinnum að kjaramálum hjúkrunarfræðinga gerum okkur grein fyrir því að laun hjúkrunarfræðinga eru ekki niðurstaða þess jafnvægis sem ég lýsti hér að framan. Vinnu- markaður hjúkrunarfræðinga er ekki dæmigerður samkeppnis- markaður þar sem laun ráðast af jafnvægi framboðs og eftirspurnar í frjálsri samkeppni. Við upplifum það að laun hjúkrunarfræðinga eru oft og tíðum mun lægri en laun annarra starfshópa með svipaða menntun og ábyrgð. Einnig sjáum við að þótt eftirspurn eftir hjúkrunarfræðingum sé mun meiri en framboð í langan tíma leiðir það ekki til hækkunar á launum hjúkrunarfræðinga nema að mjög takmörkuðu leyti. Á Norður- löndum eru flest allir hjúkrunarfræðingar félagsmenn í stéttar- félögum hjúkrunarfræðinga þar sem laun ráðast að verulegu leyti af kjarasamningum milli stéttarfélagsins og vinnu- veitenda. í kjarasamningum eru laun ákveðin við samningsborð stéttarfélags og vinnuveitenda en ekki á markaði þar sem framboð og eftirspurn mætast. Því líta sjálfsagt margir svo á að ekki sé til neins að velta fyrir sér gerð og virkni vinnumarkaðs hjúkrunar- fræðinga. Ég tel hins vegar nauðsynlegt að gera sér grein fyrir því á hverjum stað hvemig vinnumarkaður lijúkmnarfræðinga er, bæði til að geta betur tekið ákvörðun um í livaða farveg er árangursríkast að beina kjarasamningagerð og til að geta betur aðstoðað hópa hjúkmnarfræðinga eða einstaka hjúkmnar- fræðinga í baráttu fyrir bættum kjörum á sínum nnustað. / þessu erindi mun ég fjalla í stuttu máli um hvað ráði launum á vinnumarkaði hjúkmnarfræðinga og hvaða áhrif það getur haft að færa launa- ákvarðanir frá miðstýrðum samningum stéttarfélaga og vinnuveitenda nær vinnustöðum hjúkrunarfræðinga. Ef gera á efni sem þessu full skil þarf meiri tíma en mér er ætlaður hér og þess vegna hef ég valið úr þætti til umfjöll- unar. Ég byrja á að fjalla aðeins um hugmyndir sem settar hafa verið fram um vinnumarkað hjúkmnarfræðinga, áhrif framboðs og eftirspurnar og þætti sem oft em taldir einkenna vinnuframboð kvenna. I ljósi þessara hugmynda mun ég sfðan setja fram nokkrar hugleiðingar um kosti og galla þess að færa launaákvarðanir frá miðstýrðum kjarasamningum nær vinnustöðum hjúkrunarfræðinga. f umfjölluninni mun ég síðan eftir bestu getu koma að upplýsingum um reynslu okkar hér á íslandi af þessum málum. yg y» Launaákvörðun C— í frjálsri samkeppni jr Samkvæmt hefð- T| bundnum kenningum M hagfræðinnar ráðast laun í jfá samkeppni af framboði og jr eftirspurn eftir vinnuafli. í III þessum kenningum er 1*1 yfirleitt dregin upp einföld mynd af því hvernig tengsl einstaklinga og atvinnu- I rekenda á vinnumarkaði | leiða til jafnvægis framboðs og eftirspurnar þar sem ákveðinn fjöldi launafólks starfar fyrir tiltekin laun og einstaklingum eru greidd laun I sem svarar til afkasta hans og l' getu á vinnumarkaði. í þessum I kenningum er gert ráð fyrir því að samkeppni sé algerlega £ frjáls, allir aðilar hafi fullkomnar upplýsingar um eftirspurn og framboð og einnig er gert ráð fyrir því að fólk hegði sér á ákveðinn máta t.d. að allir einstaklingar taki ávallt skynsamlegar ákvarðanir sem auki þeirra eigin velferð. Einnig er gert ráð fyrir því að einstaklingar hafi allir sömu möguleika á að taka þannig ákvarðanir. Vinnumarkaður hjúkrunarfræðinga - vinnumarkaður ófullkominnar samkeppni? Margir telja skýringuna á lágum launum hjúkrunar- fræðinga vera þá að á vinnumarkaði hjúkrunarfræðinga ríki ófullkomin samkeppni þar sem aðeins er um að ræða einn eða mjög fáa vinnuveitendur sem eru einkakaupendur að vinnuafli hjúkrunarfræðinga. TÍMARIT HJÚKRUNARFRÆÐINGA 5. tbl. 72. árg. 1996
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.