Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.11.1996, Side 14

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.11.1996, Side 14
verkjameðferðina og um 85% töldu ekki ástæðu til að bæta hana eða höfðu ekki skoðun á því. Örfáir sjúklingar fengu upplýsingar um verkjalyf og athyglisvert er að þeir sjúklingar sem ekki fengu fræðslu höfðu oftast ekkert út á það að setja. Ánægja sjúklinga með verkjameðferðina ber saman við könnun Margrétar Bjömsdúttur og Laum Sch. Thorsteinsson (1996) á viðhorfum inniliggjandi sjúklinga til þjónustu Borgarspítalans, sem gerð var 1995 (N = 212), en þar kom fram að 99% sjúklinga voru „ánægðir” eða „frekar ánægðir” með verkja- meðferðina á spítalanum. Eftirtektarvert er hve sjúklingarnir vom ánægðir með þá meðferð sem þeir hlutu þar sem niður- stöðumar sýna að mörgu var ábótavant. Erlendar rannsóknir hafa sýnt svipaðar niðurstöður og hafa rannsakendur velt þessu fyrir sér og em ekki á eitt sáttir um gildi þess að láta sjúklinga meta gæði fenginnar þjónustu/meðferðar (Miaskowski, 1994; Ward og Gordon, 1996) og er verðugt rannsóknarefni að kanna þetta frekar. Ward og Gordon (1994) gerðu t.d. rannsókn á gæðum verkjameðferðar og fundu lítið samband milli styrks þeirra verkja sem sjúklingar upplifðu og ánægju þeirra með fengna meðferð. í viðtali IV, sem að jafnaði var tekið u.þ.l). þremur mánuðum eftir aðgerð, greindu um 37% sjúklinga frá þvf að þeir hefðu haft stöðuga eða nær stöðuga verki frá útskrift. Ekki var spurt um styrk þessara viðvarandi verkja en daginn fyrir viðtal náði meðaltalsstyrkur versta verkjar hjá þeim sjúklingum sem vom með verki 4,3 - 5,1 eftir því hvort var í hvíld eða við áreynslu. Hjá 15 - 18% sjúklinga höfðu verkirnir töluverð eða mikil áhrif á hreyfingu, svefn og hvfld og vinnu/daglegt líf. Ennfremur vom 8 sjúklingar sem sögðu að verkjalyf sem þeir fengu eftir heimkomu hafi einungis dregið úr versta verk eða rninnkað verkinn lítið sem ekkert. Þessar niðurstöður, sem og rannsóknir erlendis (Lewin og Razis, 1995), benda til að bæta megi vemlega eftirlit og meðferð við verkjum hjá skurðsjúkl- ingum eftir að heirn er komið. í ljós kom að 99 (76,2%) sjúklinga nna höfðu, fyrir aðgerðina, haft verki í tengslum við þeirra sjúkdómsástand og hafði meirihlutinn haft verkina lengur en sex mánuði en það er einmitt þau tímamörk sem oft em notuð þegar um skilgreiningu á langvinnum verkjum er að ræða. Þátttakendur rannsóknar- innar voru því ekki með „hreina” bráða verki, heldur var verkjamynd þessa hóps flókin og í meðferð var verið að takast á við samspil langvarandi verkja og bráðra verkja. Ekki kemur á óvart að sjúklingar sem höfðu verki fyrir aðgerð bjuggust frekar við slæmum verkjum eftir aðgerð og fengu að jafnaði verri verk en aðrir fyrst eftir aðgerð og á 1. og 3. degi eftir aðgerð. Ennfremur kom fram í viðtali að þeir voru frekar með verki þegar heim var komið. Þekkt er að langvarandi verkir lækka þol (pain tolerance) einstaklinga fyrir verkjum (Watt-Watson, 1995) og að sjúklingar sem taka verkjalyf til langs tíma mynda þol gagnvart lyfjunum (Agency for Health Care Policy and Research, 1992). Gerir þetta verkjameðferðina alla flóknari. Því má ljóst vera að þörf er á að taka með í myndina hversu lengi fólk liefur haft verki og hvaða lyf það hefur verið að nota þegar verkjameðferð eftir aðgerð er ákveðin. Niðurstöðurnar benda til að e.t.v. mætti verulega bæta verkjameðferð heima fyrir aðgerðina, en meðalstyrkur versta verkjar hjá sjúklingum sem höfðu verki þá var 6,6 (sf = 2,5). Athyglisvert er að marktæk fylgni var milli truflaðs svefns af völdum verkja heima fyrir aðgerðina og reynslu af verkjum eftir 238 TÍMARI' r HJÚKRUNARFRÆÐINGA 5. tbl. 72. árg. 1996 aðgerðina. Þessi niðurstaða kemur e.t.v. ekki svo á óvart, það er vel þekkt að ónógur svefn lækkar sársaukaþol (McCaffery og Beebe, 1989). Ef fram kemur í sögu sjúklings fyrir aðgerð að ónógur svefn vegna verkja sé vandamál getur það bent til að sérstakra ráðstafana sé þörf hvað verkjameðferð áhrærir í kjölfar aðgerðarinnar. Mjög góð fylgni var á milli tölukvarða og línukvarða. Gildi línukvarða við mat á verkjum og verkjameðferð hefur verið þekkt lengi og er línukvarði mikið notaður til að mæla styrk verkja (Price, Bush, Long og Harkins, 1994). Erfitt getur þó reynst að nota línukvarða (blað og blýant eða sérhannaðar stikur) við miserfiðar aðstæður í rúmi eftir aðgerðir. í þessari rannsókn voru notaðir línukvarði og tölukvarði til að meta verkinn og reynslan sýndi að tölukvarðinn var mun heppilegri í notkun en línukvarðinn. Sést það m.a. vel í töflu 1 að mun fleiri sjúklingar svöruðu tölukvarða en línukvarða á hverjum tíma, en augljóslega var auðveldara fyrir sjúklinga að nefna tölu til að lýsa styrk verkjar, heldur en að merkja við á línu. Þar sem fylgni milli kvarðanna var eins góð og raun bar vitni, ætti það að vera hvatning til hjúkrunarfræðinga að nota tölukvarða við mat á verkjum og verkjameðferð. Sérstaklega í ljósi þess að fram hefur komið (Scott, 1992) að tölukvarði er sá kvarði sem hjúkrunarfræðingum líkar best við að meta styrk verkja eftir skurðaðgerðir, bæði vegna þess hve auðveldur og fljótlegur hann er í notkun og hve sjúklingar eiga gott með að skilja hann. Lokaorð Þó fram hafi komið að sjúklingar hafi verið ánægðir með þá verkjameðferð sem þeir hlutu segir það ekki að sjúklingar hafi fengið viðeigandi verkjameðferð því umtalsverður hluti sjúklinga var með mikla verki. Ekki er hægt að alhæfa út frá niðurstöðum þessarar rannsóknar, en þær benda þó til að hjúkrunarfræðingar geti e.t.v. bætt verkjameðferð verulega með þvf að: (a) meta verkina markvisst (t.d. með tölukvarða); (b) meta verkun verkjalyfja á viðeigandi hátt; (c) gefa verkjalyf reglulega, fremur en eftir þörfum, þegar sjúklingar eru með viðvarandi verki; og (d) nota stoðmeðferð s.s. slökun, nudd, bakstra og fræðslu þegar við á. Þetta eru allt þættir sem geta bætt verkjameðferð sjúklinga en mikilvægt er að meðhöndla verki sjúklinga eftir skurðaðgerðir á viðeigandi hátt til að koma í veg fyrir fylgikvilla og flýta fyrir bata. Aftanmólsgrein Við viljum fœra þátttakendum rannsóknarinnar sérstakar þakkir fyrir þátttökuna, oft við erfiðar aðstœður eftir skurð- aðgerð. Rannsóknin var styrkt af Vísindasjóði Háskóla íslands, Vísindasjóði Borgarspítalans og Vísindasjóði Félags háskólamenntaðra hjúkrunaifrœðinga. Abstract The purpose of this study was to prospectively describe surgical patients’ expectations towards and experience of pain and pain management. The sample was a convenience sample consisting of patients who had surgery at either of the two largest hospitals in Iceland with expected length of stay at least four days. The mean age of participants (N = 130) was 56,4 year, with men composing 53,8% of the sample. Data were

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.