Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.11.1996, Blaðsíða 47

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.11.1996, Blaðsíða 47
,Aðgát skal höfð í nærveru sálar' "\ Allir menn eiga rétt til lífs, frelsis og mannhelgi. Mannréttindayfirlýsing S. Þ. 3. grein. -Ltfsgædi í könnun meðal fólks sem þurfti langtímahjúkrun kom fram að mikilvægustu áhrifaþættir lífsgæða voru þessir: • Að hafa hlutverk sem einstaklingur og hafa tengsl við fjölskylduna • Glaðværð, umhyggja og virðing frá umönnunaraðilum • Möguleiki einstaklingsins til sjálfshjálpar Einstaklingurinn sjálfur er sá eini sem getur skilgreint hvað veitir honum lífsfyllingu. Aldraðir sem þarfnast mikillar umönnunar eru um þetta að mörgu leyti háðir umönnunaraðilum. Starfsfólk gegnir því mikilvægu hlutverki í því að gera þeim sem þarfnast mikillar umönnunar kleift að leita lífsfyllingar. Gullna reglan „Allt sem þér viljið, að aðrir menn gjöri yður, það skuluð þér og þeim gjöra“. (Matt. 7,12) Aðgát skal höfð í nærveru sálar Eitt bros getur dimmu í dagsljós breytt, sem dropi breytir veig heillar skálar. Þel getur srulist við atorð eitt. Aðgát skal höfð í nœrveru sálar. Svo ofl leyndist strengur ( brjósti, sem brast við biturt andsvar, gefið án saka. Hve iðrar margt líf eitt augnakast, sem aldrei verður tekið til baka. Einar Benediktsson: Einræður Starkaðar Fagdeild öldrunarhjúkrunarfræðinga vill með þessum lfnum koma af stað umræðu Uieðal starfsmanna er annast aldraða um viðhorf, sjálfsákvörðunarrétt sjálfshjálp og lífsgæði. Þetta eru grundvallaratriði sem hafa áhrif á gæði þeirrar umönnunar sem veitt er. Yiðhorf til aldraðra tivað eru viðhorf ? • Viðhorf eru fyrir fram gerðar hugmyndir okkar um aðra, persónur og hópa, hyggðar á fyrri reynslu, þekkingu og v'a:ntingum. Viðhorf hafa áhrif á framkomu okkar, franimistöðu í starfi, væntingar til annarra og Persónuleg tengsl. ¥jðhorf ístarfi Okkur ber að rækta jákvæð viðhorf i'l þeirra einstaklinga sem við hjúkrum. • Okkur ber að vinna með fagmennsku og mannúð að leiðarljósi. Hvað er það sem mótar viðhorf okkar til aldraðra ? • Þekking á eðlilegri öldrun. • Fyrsta reynsla okkar af öldruðum. • Hugmyndir og fordómar í þjóðfélaginu. Fréttaflutningur og framsetning fjölmiðla. • Hæfileiki til að setja sig í spor Hvernig má efla iákvœð viðhorf okkar til aldraðra ? • Stefnumörkun á deildinni. • Umræður á deildinni. • Starf byggt á þekkingu. • Kynnumst lífsferli einstaklingsins. • Leggjum áherslu á hið jákvæða í fari eða í sögu einstaklingsins. • Leggjum áherslu á virðingu einstaklingsins. • Leggjum áherslu á sjálfsákvörðunarrétt einstaklingsins. • Fræðsla um öldrun. • Setjum okkur í spor einstaklingsins. Siálfsvirðing Sjálfsvirðing hvers einstaklings byggir að miklu leyti á sjálfsákvörðunarrétti hans, þ.e.a.s. það að taka ákvarðanir um eigið líf. Geta einstaklinga til ákvarðanatöku er oft vanmetin vegna líkamlegrar skerðingar og erfiðleika við tjáningu. Af þeim sökum hættir okkur til að líta fram hjá vilja og getu hins aldraða til að taka ákvarðanir og tökum þær fyrir hann. Hvernig má efla siálfsvirðingu aldraðra ? • Gefa hinum aldraða val þar sem hann ákveður sjálfur. • Hlusta á það sem hinn aldraði segir. • Virða þær tilfinningar sem hinn aldraði sýnir bæði jákvæðar og neikvæðar. • Virða tíma hins aldraða, láta hann ekki bíða og bíða án nokkurra útskýringa. Siálfshjálp Það að hjálpa sér sjálfur er leið til aukinna lífsgæða og sjálfsvirðingar. Sjálfshjálp er jafnvægið á milli vilja og getu til að hjálpa sér sjálfur og þess að þurfa að treysta á aðra. Hvernig má efla sjálfshiálp aldraðra ? • Gefa hinum aldraða þann tíma sem hann þarfnast til að framkvæma. • Auðvelda öldruðum að þiggja aðstoð þegar þeir þarfnast hennar með því að sýna viðeigandi tillitssemi. J Frá Fagdeild öldrunar- ltjúkrunarfræðinga Viðhorf til aldraðra Eitt af því sem fyrst er byrjað að kenna nemum í hjúkrunarfræði er umhyggja og virðing fyrir skjólstæðingnum. Þegar við ræðum við skjólstæðing sýnum við honum með orðurn og athöfnum að við virðum hann og berum umhyggju fyrir honum. Þetta er sérstaklega mikilvægt að hafa í hávegum þegar við erum að annast aldraða sem að einhverju leyti hafa skerta andlega eða líkamlega færni. Hvernig við tölum við fólk er mikilvægur þáttur f því að viðhalda virðingu og vellíðan skjólstæðingsins. Það að halda virðingu sinni er sjaldan eins mikilvægt og þegar maður getur ekki lengur fullnægt grundvallar þörfum sínum sjálfur. Það er oft stutt á milli þess að sýna umhyggju og þess að tala niður til einstaklingsins eins og væri hann barn. Starfsfólk þarf því stöðugt að vera meðvitað um það hvernig það getur stutt skjólstæðinginn í því að halda fullri reisn. Það er því vel við hæfi að hafa í huga eina hendingu úr ljóði Einars Benediktssonar Einræður Starkaðar sem hljóða svo: „Aðgát skal höfð í nærveru sálar”. Nýr bæklingur Fagdeild öldrunarhjúkrunar- fræðinga gaf út á vordögum fjórblöðung undir yfirskriftinni „Aðgát skal höfð í nærveru sálar“. Honum var dreift á öll hjúkrunarheimili og sjúkrahús - og jafnframt er texti hans birtur hér til hliðar. Fjórblöðungurinn var gefinn út f þeim tilgangi að koma af stað umræðu meðal starfsmanna er annast aldraða um viðhorf, sjálfsákvörðunarrétt, sjálfshjálp og lífsgæði. Þetta eru grundvallaratriði sem hafa áhrif á gæði þeirrar hjúkrunar sem veitt er. lngibjörg Hjaltadóttir, formaður Fagdeildar öldrunarhjúkrunarfrœðinga TÍMARIT HJÚKRUNARFRÆÐINGA 5. tbl. 72. árg. 1996
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.