Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.11.1996, Blaðsíða 22

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.11.1996, Blaðsíða 22
og augna. Alvarlegust einkenni eru ofsabjúgur, ofsakláði - fjarri þeim stað sem gúmmíið snertir astmi og bráðalost. Latexofnæmi er greint með húðprófum (pikk-prófum), þolprófum og blóðprófum, en þá eru sértæk IgE-mótefni fyrir latex mæld. Húðprófin, og sérstaklega þolprófin, geta verið áhættusöm og þau ættu því eingöngu að vera í höndum þeirra sem hafa reynslu af að gera þau. Sérstökum hópum í samfélaginu hættir öðrum fremur til að fá latexofnæmi. Það eru þeir sem á ungum aldri þurfa oft að fara í skurðaðgerðir vegna fæðingargalla. Þetta á einkum við um börn með klofinn lirvgg (spina bifida) eða galla á þvagfærum. Við rannsóknir á börnum með klofinn lnygg höfðu 28-67% latexofnæmi (9). Annar áhættuhópur eru heilbrigðisstarfsmenn, einkum þeir sem vinna á skurðstofum. Til að fá einhverja hugmynd um hversu algeng þessi vandamál eru vitna ég til þriggja rannsókna. Á Karolfnska sjúkrahúsinu í Stockhólmi var kannað liversu algengt það væri að starfsmenn á skurðstofum fengju óþægindi af gúmmí- hönskum. Úrtakið var 57 starfsmenn og af þeim fengu 7% ofsakláða við snertingu við lianska, 9% fengu exem og 32% fengu önnur óskilgreind húðeinkenni (10). Af 56 starfsmönnum sem voru húðprófaðir voru 2 með jákvæð húðpróf fyrir latex og sá þriðji (hann var ekki húðprófaður) hafði jákvætt blóðpróf (11). Meðal þessara starfsmanna voru því 5% (3/56) með latexofnæmi. Mun hærri tíðni ofnæmis fyrir latex kom fram í Frakklandi þar sem tíðnin var könnuð hjá hjúkrunarfræðingum á skurð- stofum. Af 248 sem svöruðu spurningum varðandi hanska nefndu 40% einhver einkenni samfara notkun hanskanna. Eitt hundrað níutíu og sjö voru húðprófaðir fyrir latex með pikkprófum og 21 (10,7%) var jákvæður, og fundu allir nema tveir fyrir einhverjum einkennum af latexhönskum (12). I könnun sem gerð var með spurningalistum á tíðni kvartana af latexhönskum meðal hjúkrunarfræðinga á skurðstofum f Bandarfkjunum höfðu 21% af 1738 einstakl- ingum fengið óþægindi, 14% voru óvissir en 64,7% neituðu einkennum. Eitt hundrað og þrettán höfðu farið í ofnæmis- rannsóknnir með húðprófum eða blóðprófum vegna einkenna sem þeir höfðu og 23 voru jákvæðir fyrir latex (13). Hér á landi hafa um 30 einstaklingar verið greindir með latexofnæmi svo ég þekki til. Af þeim eru fjórir hj ú krunarfræðingar. Sjúkrasaga: 36 ára hjúkrunaifræðingur. sem hafði ofl fundið fyrir minniháttar kláða á höndum þegar hann var að vinna með latexhönskum. Kvöld eitt var hann að gera að óhreinu sári og var nýbúin að setja upp hanska þegar hann varð skyndilega íriðlaus af kláða. Hann gat ekki lokið verkinu og reif af sér hanskana og setti hendurnar undir kalt vatn. Fljótlega fann hann kláða um sig allan, sérstaklega djúpt inn í sér, og augun sukku í bjúg. Honum var ekið rakleitt á bráðamóttöku og var hann þá komin með heiftarlegan ofsakláða og ofsabjúg. Áður en þetta gerðist hafði hann haft minniháttar exem á höndum. Húðpróf fyrir latex var gert nokkru seinna og var þá sterkt jákvætt. Eins og sjúkrasagan gefur til kynna fylgir því mikil hætta að nota latexhanska eða önnur gúmmíáhöld við rannsóknir og aðgerðir á þeim sem hafa latexofnæmi. Af 1000 alvarlegum tilfellum af ofnæmisviðbrögðum fyrir latex sem tilkynnt hafa verið til Food and Drug Administration í Bandarikjunum voru 15 banvæn (14). Alvarlegustu tilfellin liafa orðið við ristilinnhellingu með skuggaefnum þar sem notaðar vonj gúmmíslöngur. Bandarísku ofnæmislæknasamtökin hafa samið ráðleggingar um það hvemig varast megi óliöpp vegna latexofnæmis við aðgerðir. Hefur nýlega verið fjallað um það í Lœknablaðinu ( 15). Hér vil ég árétta að allir með latexofnæmi ættu að ganga með Medic Alert merki þar sem vakin er athygli á ofnæminu. Þeir sem fengið hafa einkenni lík þeim sem lýst er í sjúkrasögunni ættu alllaf að ganga með Epi-Pen penna til að nota í neyðartilfellum. Heilbrigðisstarfsmenn geta fengið hanska sem ekki em úr latex. Duft úr latexhönskum inniheldur ofnæmisvaka úr latex. Þar sem duftið getur dreifst um umhverfið eru dæmi þess að það hafi valdið slæmum einkennum þótt engir latexhanskar hafi verið í notkun á því augnabliki (16). Latexhanskar ættu því ekki að vera í notkun þar sem starfsmenn með latexofnæmi vinna. Ofnæmi fyrir semen psyllii Semen psyllii (Testa ispaghula) er fræ indverskrar jurtar plantago ovata. Hýði fræsins (Ispaghula) hefur lengi verið notað sem rúmmálsaukandi hægðalyf vegna þeirra eiginleika að draga til sín vökva. Notkun þess hefur oft verið afar mikil, einkum meðal eldra fólks eins og gefur að skilja. Um 1990 voru, samkvæmt opinberum tölum, notaðir 5 dagskammtar á hverja 1000 íbúa hér á landi, en eftir sömu heimildum hefur dregið úr notkuninni síðustu árin. Telja má víst að notkunin sé mest á hjúkrunarheimilum og að hjúkrunarfræðingar sem þar starfa komi oftar í snertingu við lyfið en kollegar þeirra á öðrum sjúkrastofnunum. Psyllium fræið er malað í duft og notað þannig eða sem kyrni, og það virðist laust við aukaverkanir fyrir þá sem nota það sem hægðalyf. Það eru ekki til dæmi um að slík notkun valdi ofnæmi. Öðru máli gegnir ef duftinu er andað að sér. Árið 1970 var lýst astma hjá manni sem andaði að sér duftinu þegar hann tók til hægðalyf fyrir konu sína. Húðpróf og þolpróf fyrir psyllium dufti var jákvætt (17). Fimm árum síðar var lýst astma hjá þremur starfsmönnum sem unnu með psyllium duft í lyfjaverksmiðju (18). í desember 1974 var farið að pakka ispaghula dufti í lyfjaverksmiðju í Svíþjóð og fylgdi þvf nokkur rykmengun. í mars árið eftir tóku starfsmenn verksmiðjunnar að kvarta um ertingu í nefi og augum. Við rannsókn í verksmiðjunni kom í 246 TÍMAIilT HJÚKRUNAKFIiÆÐINGA 5. tbl. 72. árg. 1996
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.