Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.11.1996, Blaðsíða 43

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.11.1996, Blaðsíða 43
„Ég tœmdi handavinnupokann minn og setti Aþenu (liann. Heimurinn varð héðan (frá að komast af án minna sauma!“ Þeim var mörgum brugðið! Þœr höfðu ekki átt von á að ég vœri svona ungleg og varð ég að ráða mér siðgœðisvörð, eldri konu og reyndar greiða henni af mínum launum. Hún átti síðan að fylgja mér hvert sem égfœri... Þetta átti eftir að versna. Florence tók málin í sínar hendur og ákvað það sem ákveða þurfti. Þessar kurteisu og siðfáguðu konur höfðu staðið í þeirri trú að þær væru að ráða til sín yndislegan þjónustuanda en uppgötvuðu að þær höfðu fengið stormsveip í húsið sem svipti stjómartaumunum úr höndum þeirra. Mér fannst ég hafa um dagana kynnst nœgjanlega mörgum svona nefndarkonum er lét best að dreypa á tei og ríghalda sér í úreltar skoðanir. Ein af þessum gömlu meinlokum þeirra var að á þessu sjúkrahúsi mættu sjúklingar aðeins vera mótmælendatrúar. Þær vildu ekkert vita af sjúkum kaþólskum konum jafnvel þótt þær tilheyrðu hinni „siðfáguðu yfirstétt“. Eg lét vita að ef ekki gengi eitt yfir alla, kaþólikka og gyðinga, já og máslíma líka, þá skyldi nefndin undirbúa brottför mína! Nefndin lét undan og síðan rak hver smábyltingin aðra. Þœr höfðu áreiðanlega haldið að ég myndi ekki gera annað en sitja og halda í höndina á gömlu konunum. Auðvitað er það mikilvœgt út af fyrir sig. En á sjúkrahúsi er þó mest um vert að allt hagnýtt starf gangi snurðulaust fyrir sig. Flo var óvenjulega hagsýn. Það er ekki lítilsvirði fyrir okkur sem nú lifum að vita að litli viðvörunarlampinn, sem kviknar á um leið og hringt er í sjúkrastofu og logar uns hjúkrunarfólk er komið á vettvang, er hennar uppfinning og hefur verið notaður óslitið síðan. Notkun matarlyftu er einnig hugmynd hennar. Já, það verður að vera gott og skipulegt kerfi á hlutum sem raunverulega þarf á að halda, annars verða hjúkrunarkonur bara tveir „hlaupandi fœtur. “ Lögn fyrir heitt vatn var sett á hverja hæð hússins, nothæfar eldavélar í eldhúsin og ofnar til upphitunar. Þeir vom ekki ofsælir eldiviðarsalarnir sem létu það lienda sig að hafa annað en fyrsta flokks kol á boðstólum þegar Florence átti í hlut! Brögð voru að því að hinir öldruðu dóu úr skyrbjúg. Við urðum að breyta algjörlega um matarœði og matseld. Gera varð áætlun um fjárþörf sjúkrahússins og koma bókhaldi á laggirnar. Sjálf œtlaði ég að fœra bókhaldið. Við það komust nefndarkonurnar í uppnám og ný nefnd var stofnuð sem hafði það hlutverk eitt að halda í hemilinn á ungfrú Nightingale. En ég hafði tekið þá ófrávíkjanlegu ákvörðun að hafa að engu það sem einhver nefnd legði til. Flo fór með sigur af hólmi. Eftir mikið amstur og erfiði í hálft ár var Flarveyspítalinn orðinn kunnur í allri Lundúnaborg sem velrekin og virðingarverð stofnun. Vandinn var þó mestur að fá eitthvert fólk til að annast sjúklingana því hjúkmnar- konur fyrirfundust ekki. Florence var sjálf allt í öllu eftir því sem kraftar hennar leyfðu. Ekki reyndist unnt að nota eins mikinn tíma í beina umönnun sjúklinganna og ég hefði helst viljað. En þegar smávaxin öldruð kona hafði staðið berfœtt á steingólfinu og var orðið ískalt bara til þess að ég nuddaði fœturna á henni - þá er Ijóst að ég reyndi að taka tíma til þess. Sumarið 1854 braust út kólerufaraldur í Lundúnum. Florence var fyrsti sjálfboðaliðinn sem gaf sig fram reiðubúin að hlífa sér hvergi. Verstu tilfellin voru ef til vill hjá vœndiskonunum, þeim sem höfðust við á götum úti. Þœr komu skjögrandi inn, drukknar og viðþolslausar af kvölum og skelfingu. Þær áttu því ekki að venjast að einhver léti sér annt um þær og vildi hjúkra þeim eins og Flo gerði. Hún afklæddi þær, vafði inn í hlýjar ábreiður og vék ekki frá þeim nótt eða dag. * f Lundúnum tók að kvisast að Florence hefði att af kappi við ofurefli og haft betur, enda viljastyrkur hennar dæmafár. Á orði var haft að hún væri hógvær og full yndisþokka en samt líkt og af stáli. Jafnvel Fanny og Pop tóku að lfta hana í nýju ljósi. „Við emm líklega endur sem höfum klakið út villtum svani,“ sagði Fanny. „Ekki svani,“ var svarið, „þið hafði klakið út emi.“ Brátt mundi heimurinn komast að sannleiksgildi þeirra orða. Harmleikur var í uppsiglingu, Knmstríðið og í þeim hildarleik myndi kona að nafni Florence Nightingale drýgja dáð er ekki ætti sinn líka í mannkynssögunni. Frá þvðanda: Gudmn Simonsen byggir skrif sfn töluvert á eigin texta Florence Nightingale. Hún afmarkar þann texta með skáletri og gæsalöppum þegar um beinar tilvitnanir er að ræða og því er haldið í íslensku þýðingunni. TÍMARIT HJÚKRUNARFRÆÐINGA 5. tbl. 72. árg. 1996 267
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.