Tímarit hjúkrunarfræðinga


Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.02.1999, Blaðsíða 15

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.02.1999, Blaðsíða 15
Dr. Erla Kolbrún Svavarsdóttir lektor við námsbraut í hjúkrunarfræði, Háskóla Islands foreldra sem eiga ung börn með Ukaimyvm^í astma1* * Lykilorð: Fjölskyldur, umönnun, langvarandi astmi Umönnunarálag mæðra og feðra var rannsakað hjá 76 fjölskyldum (75 mæðrum og 62 feðrum) sem áttu barn 6 ára eða yngra með langvarandi astma. Hugmyndaramminn, sem stuðst var við í rannsókninni, var seiglulíkanið um fjölskylduálag, breytingar og aðlögun að streituvaldandi lífsatburðum (McCubbin & McCubbin, 1993; 1996). Tímafrekasti umönnunarþátturinn hjá báðum foreldrum var að veita barninu andlegan stuðning, örva þroska barnsins og að meðhöndla aga- og hegðunarvandamál. Erfiðasti umönnunar- þátturinn fyrir mæðurnar var að sinna eigin þreytu og að sinna unga barninu með astm- ann á sama tíma. Erfiðasti umönnunarþátturinn fyrir feðurna og næsterfiðasti umönnunar- þátturinn fyrir mæðurnar var að meðhöndla astmakast hjá barninu. Niðurstöður rannsóknarinnar veita hjúkrunarfræðingum og öðru heilbrigðisstarfsfólki betri skilning á umönnunarálagi foreldra þegar fjölskyldur eiga ungt barn með langvarandi astma. Dr. Erla Kolbrún Svavars- dóttir lauk doktorsprófi í hjúkrunarfræði frá háskól- anum í Wisconsin- Madison í Bandaríkjunum árið 1997. Hún er iektor við námsbraut í hjúkrunar- fræði í Háskóla íslands og stoðhjúkrunarfræðingur á Landspítalanum. Astmi er einn algengasti langvarandi sjúkdóm- urinn meðal barna á Vesturlöndum (U.S. DHHS, 1991). í Bandaríkjunum eru um 10% af börnum undir 6 ára aldri með astma og fer astmatilfellum fjölgandi (Friedman, 1984; Luyt, Burton, Brooke & Simpson, 1994; U.S. DHHS, 1991). Kostnaður vegna sjúkrahúsinnlagnar og komu á slysadeild vegna astma er mjög mikill (U.S. DHHS, 1991), en hvernig hjúkrunarfræðingar geta aðstoðað fjölskyldur sem eiga barn með langvarandi astma á sem árangursríkastan hátt er ekki vitað. Astmi er skilgreindur sem langvarandi lungnasjúkdómur þar sem tímabundin þrenging í loftvegum leiðir til öndunar- erfiðleika, bólgu í öndunarvegum og aukinnar viðkvæmni í loftvegum (U.S. DHHS, 1991). Meinafræðileg einkenni astma gefa til kynna þrengingar í sléttum vöðvum í öndunarvegi, bjúg í loftvegum og framleiðslu á þykku og seigu slími sem veldur auknum erfiðleikum með loftskipti og oft og tíðum óeðlilegum ioftskiptum (Smith, 1993). Börn með astma fá oft astma- einkenni mjög snemma á ævinni (Reisman, Canny & Levison, 1991), og jafnvel þó einkennin séu mismunandi meðai barna, þá eru aðaleinkenni bráðs astmakasts stutt öndun, sog eða blísturshljóð, þéttleiki í brjóstkassa og endurtekin hóstaköst sem standa oft í meira en viku (U.S. DHHS, 1991). Astmi getur verið greindur sem mildur, meðal eða alvar- legur (Tinkelman & Conner, 1994). Börn með rmildan astma upplifa venjulega astmaeinkenni sjaldnar en tvisvar í viku. Börn með meðal alvarlegan astma fá tvö eða fleiri astma- einkenni á viku og þurfa auk þess að leita til bráðavakta, slysadeilda eða lækna vegna astmakasta. Börn með alvar- legan astma eru með astmaeinkenni daglega og þurfa oft að fara á bráða- eða slysadeildir og eru lögð oft inn á spítala vegna astmans (Tinkelman & Conner, 1994). Þegar fjölskyldur eiga ungt barn með langvarandi heil- brigðisvandamál eins og astma, verður umönnun foreldr- anna ein af aðaláherslunum í aðlögunarferli fjölskyldunnar að sjúkdómsástandi barnsins. Umönnun (caregiving) hefur almennt séð verið skilgreind út frá tveimur mismunandi sjónarmiðum: (a) frá sjónarmiði foreldranna (Bowlby, 1988) (s.s. tengslamyndun og hegðun barnsins og samskipti móður og barns); og (b) frá sjónarmiði hjúkrunar (Nightin- gale, 1969) (s.s. viðeigandi notkun á fersku lofti, hitastig í húsum, hreinlæti og viðeigandi fæðuinntekt). Hér í þessari rannsókn verður þó stuðst við yfirgripsmeiri skilgreiningu á hugtakinu umönnun sem byggir á fjölskyldukerfakenning- um. Frá sjónarmiði fjölskyldukerfakenninga hefur umönnun ungs barns með langvarandi astma ekki einungis áhrif á 1 Rannsókn þessi er hluti af doktorsritgerð höfundar „Family Adaptation for Families of an Infant or a Young Child with Asthrna". Rannsóknin var styrkt af: a) Hjúkrunardeild Háskólans í Wisconsin-Madison, „The Helen Denne Schulte funding"; b) „The Charles Eckburg Scholarship" frá Háskólanum í Wisconsin-Madison; og c) Minningarsjóði Kristónar Thoroddsen. * Ritrýnd grein Tímarit hjúkrunarfræðinga • 1. tbl. 75. árg. 1999 15
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.