Tímarit hjúkrunarfræðinga


Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.02.1999, Blaðsíða 11

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.02.1999, Blaðsíða 11
urnar sem fóru í keisaraskurð samkvæmt áætlun og skoðað höfðu fræðslumöppuna á umræddu tímabili. Spurningalistinn var lagður fyrir konurnar í sængurlegunni. Ýmist fylltu þær hann sjálfar út eða rannsakendur og aðrir hjúkrunarfræðingar aðstoðuðu við útfyllingu hans. Niðurstöður Tölfræðiforritið Statistica var notað við tölfræðiútreikninga. Meðalaldur úrtaks var 29,6 ár, yngsta konan var 18 ára en sú elsta var 39 ára, miðgildi var 30 ár. Allar konurnar nema ein voru giftar eða í sambúð. Af 41 konu höfðu 22 (54 %) farið í keisaraskurð áður, þar af höfðu tvær kvennanna farið 3 sinnum áður í keisaraskurð, 10 einu sinni og níu farið tvisvar, ein kvennanna hafði farið 4 sinnum í keisaraskurð áður. Spurt var um hvenær nýafstaðinn keisaraskurður hefði verið ákveðinn, hjá 51% eða 21 konu var hann ákveðinn fyrir 32. viku meðgöngu, hjá sjö (17%) var aðgerð ákveðinn milli 32. og 36. viku og hjá 32% eða 13 var keisaraskurður ákveðinn eftir 36. viku meðgöngu. Spurt var hve þekking hefði aukist mikið við það að skoða keisaramöppu. Notaður var línulegur kvarði (visual analogue scale) þar sem 0 merkti „ég vissi ekkert" og 10 „ég vissi allt“. Kostir línulegs kvarða eru þeir að hann er talinn auðveldur í notkun en ókostir að erfitt getur verið að reikna út áreiðanleika og réttmæti hans (Peirce, 1995). Konurnar merktu á línu hve mikið þær töldu sig vita um keisaraskurð áður en þær skoðuðu möppuna og síðan á sams konar línu hve mikið þær töldu sig vita um keisara- skurð eftir að hafa skoðað möppuna. Meðaltalsaukning á þekkingu að mati kvennanna sjálfra var 2,3 stig, með staðalfráviki 2,0 stig. Tölfræðiforritið sagði að við gætum vænst þess að auka þekkingu kvennanna minnst um 1,6 stig við það að skoða möppuna og varla meira en um 2,9 stig. Ef eingöngu var miðað við þær 19 konur sem ekki höfðu farið í keisaraskurð áður kom í Ijós að þeim fannst þekking þeirra á keisaraskurði aukast að meðaltali um 3,5 stig við það að skoða möppuna, frá 0,5 til 6,5 stiga. Sex af þessum 19 konum fannst þekking þeirra aukast um helming eða 5 stig. Konurnar nefndu langoftast eða 21 sinni Ijósmóður eða hjúkrunarfræðing þegar spurt var hver hefði veitt þeim mest- ar upplýsingar, læknar voru nefndir í átta skipti. Það sem vakti ef til vill mesta athygli var að fjórar konur eða nær 10% segjast engar upplýsingar hafa fengið frá fagaðilum. Ein kvennanna nefndi samsjúkling sinn og hinar þrjár ættingja sem þá aðila sem veitt hefðu þeim upplýsingar. Er spurt var um hvort keisaraskurðurinn hefði verið eins og þær bjuggust við þá sögðu 59% já eða 24 konur en 16 (39%) sögðu nei. Við nánari athugun kom í Ijós að 13 af þeim 16 konum, sem sögðu að keisaraskurðurinn hefði ekki verið eins og þær áttu von á, fannst hann auðveldari. Sextán fannst Ijósmyndirnar það besta við keisaramöpp- una en átta nefndu greinagóða lýsingu og gott upplýsinga- gildi sem helsta kost fræðsluefnis. Ein þeirra skrifaði: „Mér fannst best við keisaramöppu að undirbún- ingur var góður, ég sá allt fyrir mér. Keisaraskurður var mikið betri en ég hélt. Hann var líkari því eins og ég ímynda mér fæðingu. Það var yndislegt að sjá barn strax.“ Þegar spurt var um hvernig hugsanlega mætti bæta keisaramöppuna bentu fjórar á að þeim fyndist helst þurfa Tímarit hjúkrunarfræðinga • 1. tbl. 75. árg. 1999
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.