Tímarit hjúkrunarfræðinga


Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.02.1999, Blaðsíða 19

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.02.1999, Blaðsíða 19
frá 0 til 5,6 ára. Meðalaldur barnanna þegar þau voru greind með astmann var 1,70 ár (frá 1 mánuði til 5 ára). Á þeim tíma þegar gögnunum var safnað var meðalaldur barnana 3,84 ár (SF=1,39 ár). Rúmlega helmingur barn- anna (34 eða 50,7%) var greindur með meðal alvarlegan astma, 22 barnanna (32,8%) voru greind með mildan astma og 11 börn (16,5%) voru greind með alvarlegan astma (sjá töflu 4). Megnið af börnunum (66 eða 86,8%) tóku eina eða tvær tegundir af bólgueyðandi lyfjum (anti- inflammatory) og eina eða tvær tegundir af stuttverkandi beta 2- agonistum (69 börn eða 90,8%). Berkjuvíkkandi lyf voru einungis tekin inn af 4 börnum (5,3%) (sjá töflu 5). Síðastliðna 6 mánuði (frá þeim tíma er gögnunum var safnað) notuðu 27 börn innönduð steralyf (35,5%), 22 börn (28,9%) tóku steralyf í vökva- eða töfluformi og 20 börn (26,3%) þurftu að taka hvort tveggja (sjá töflu 5). þrjátíu og sex barnanna (47,4%) þurftu að leggjast inn á sjúkrahús vegna astmans. Tíðni sjúkrahúsinnlagnar var á bilinu frá 1 sinni til 23 sinnum. Tuttugu og þrjú börn (30,2%) þurftu að fara á slysa- eða bráðadeild síðastliðna 6 mánuði (frá þeim tíma er gögnunum var safnað) vegna astmaástands barnsins. Tíðni koma á slysa- eða bráða- deild var frá 1 til 4 sinnum (sjá töflu 6). Flest barnanna áttu ættingja með astma; 44 börn (57,9%) áttu ættingja með astma í móðurætt og 38 börn (50,0%) áttu ættingja með astma í föðurætt (sjá töflu 7). Af foreldrunum voru einungis 7 mæður eða feður (9,2%) sem höfðu farið á fræðslunámskeið um astma og einungis 8 foreldrar (10,5%) höfðu farið á stuðningsfund fyrir fjölskyldur barna með langvarandi astma (sjá töflu 7). Mælitæki Einkenni foreldranna og ungu barnanna með astmann: Til þess að safna persónuupplýsingum um foreldrana var „The Family Profile Inventory" spurningalistinn (McCubbin, M. A. 1991) notaður. Persónulegum upplýsingum um unga barnið með astmann og upplýsingum um alvarleika astmanns var safnað með „the Asthma Factor Index" mælitækinu (Erla Kolbrún Svavarsdóttir & McCubbin, 1996). „The Asthma Factor lndex“ er 11-atriða mælitæki, sem mælir alvarleika astmans, fjölskyldusögu, tímann frá því að astminn var greindur hjá barninu, notkun á lyfjum, tíðni sjúkrahúsinnlagnar og hindranir á hreyfivirkni barnsins og matarofnæmi vegna astmans. Umönnunarálag: Ný og þróuð útgáfa af mælitækjunum „the Caregiving Burden Scale“ (Oberst, 1988) og „the Care of my Child" (McCubbin, Oberst & Smith, 1990) var notuð til að mæla umönnunarálag foreldranna. „The Caregiving Burden Scale (Oberst, 1988) er 14-atriða mælitæki fyrir umönnunarálag sem 'var þróað til að meta mismunandi tegundir umönnunar sem var framkvæmd af fjölskylduaðila fyrir fullorðinn fjölskyldumeðlim. „The Care of my Child“ (McCubbin, Oberst & Smith, 1990) er 17-atriða Tafla 7 Astma í fjölskyldunni/ættinni; þátttaka í fræðslunámskeiðum og stuðningshópum (N = 76) Flokkur n % Astma í fjölskyldunni/ættinni Móðurætt Já 44 57,9 Nei 32 42,1 Föðurætt Já 38 50,0 Nei 38 50,0 Fræðslunámskeið um astma Já 7 9,2 Nei 69 90,8 Staðsetning Göngudeildir 6 85,7 Spítalar 1 14,3 Stuðningsfundir vegna astmaástands barnsins Já 8 10,5 Nei 68 89,5 Staðsetning Göngudeildir 7 87,5 Spítalar 1 12,5 spurningalisti sem var hannaður til að mæla umönnun fjölskyldna þegar fjölskyldur eiga barn með langvarandi sjúkdóm. Umönnun ungs barns með astma „the Care of my Child with Asthma" (McCubbin & Erla Kolbrún Svavarsdóttir, 1996), er 24-atriða spurningarlisti, sem var notaður til að mæla umönnunarálag í tengslum við umönnun á ungu barni með astma. Bæði mæður og feður svöruðu þessu mælitæki því umönnun barnsins getur verið deilt milli foreldranna. Flvort foreldri svaraði atriðum tengdum umönnun barnsins á 5-eininga skala (1-5) og voru atriðin frá „lítið eða ekkert" til „mjög mikið/erfitt" til að lýsa bæði hversu tímafrekt og erfitt hvert umönnunaratriði væri. Einstaklings skor (umönnunarálag) fyrir foreldrið var svo reiknað út bæði frá beim tíma sem hvert umönnunaratriði tók og erfiðleikunum við af framkvæma hvert umönnunaratriði fyrir sig. Fleiri stig gefa til kynna meiri umönnunarerfiðleika. Áreiðanleiki og réttmæti fyrir „the Care of my Child“ mælitækið hefur verið staðfest (McCubbin, 1996). Fyrir „Umönnun barnsins míns með Astma“ spurningarlistann voru fengnir 2 klínískir sérfræð- ingar í hjúkrun og 7 foreldrar barna með meðal astma til 19 Tímarit hjúkrunarfræðinga • 1. tbl. 75. árg. 1999
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.