Tímarit hjúkrunarfræðinga


Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.02.1999, Side 11

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.02.1999, Side 11
urnar sem fóru í keisaraskurð samkvæmt áætlun og skoðað höfðu fræðslumöppuna á umræddu tímabili. Spurningalistinn var lagður fyrir konurnar í sængurlegunni. Ýmist fylltu þær hann sjálfar út eða rannsakendur og aðrir hjúkrunarfræðingar aðstoðuðu við útfyllingu hans. Niðurstöður Tölfræðiforritið Statistica var notað við tölfræðiútreikninga. Meðalaldur úrtaks var 29,6 ár, yngsta konan var 18 ára en sú elsta var 39 ára, miðgildi var 30 ár. Allar konurnar nema ein voru giftar eða í sambúð. Af 41 konu höfðu 22 (54 %) farið í keisaraskurð áður, þar af höfðu tvær kvennanna farið 3 sinnum áður í keisaraskurð, 10 einu sinni og níu farið tvisvar, ein kvennanna hafði farið 4 sinnum í keisaraskurð áður. Spurt var um hvenær nýafstaðinn keisaraskurður hefði verið ákveðinn, hjá 51% eða 21 konu var hann ákveðinn fyrir 32. viku meðgöngu, hjá sjö (17%) var aðgerð ákveðinn milli 32. og 36. viku og hjá 32% eða 13 var keisaraskurður ákveðinn eftir 36. viku meðgöngu. Spurt var hve þekking hefði aukist mikið við það að skoða keisaramöppu. Notaður var línulegur kvarði (visual analogue scale) þar sem 0 merkti „ég vissi ekkert" og 10 „ég vissi allt“. Kostir línulegs kvarða eru þeir að hann er talinn auðveldur í notkun en ókostir að erfitt getur verið að reikna út áreiðanleika og réttmæti hans (Peirce, 1995). Konurnar merktu á línu hve mikið þær töldu sig vita um keisaraskurð áður en þær skoðuðu möppuna og síðan á sams konar línu hve mikið þær töldu sig vita um keisara- skurð eftir að hafa skoðað möppuna. Meðaltalsaukning á þekkingu að mati kvennanna sjálfra var 2,3 stig, með staðalfráviki 2,0 stig. Tölfræðiforritið sagði að við gætum vænst þess að auka þekkingu kvennanna minnst um 1,6 stig við það að skoða möppuna og varla meira en um 2,9 stig. Ef eingöngu var miðað við þær 19 konur sem ekki höfðu farið í keisaraskurð áður kom í Ijós að þeim fannst þekking þeirra á keisaraskurði aukast að meðaltali um 3,5 stig við það að skoða möppuna, frá 0,5 til 6,5 stiga. Sex af þessum 19 konum fannst þekking þeirra aukast um helming eða 5 stig. Konurnar nefndu langoftast eða 21 sinni Ijósmóður eða hjúkrunarfræðing þegar spurt var hver hefði veitt þeim mest- ar upplýsingar, læknar voru nefndir í átta skipti. Það sem vakti ef til vill mesta athygli var að fjórar konur eða nær 10% segjast engar upplýsingar hafa fengið frá fagaðilum. Ein kvennanna nefndi samsjúkling sinn og hinar þrjár ættingja sem þá aðila sem veitt hefðu þeim upplýsingar. Er spurt var um hvort keisaraskurðurinn hefði verið eins og þær bjuggust við þá sögðu 59% já eða 24 konur en 16 (39%) sögðu nei. Við nánari athugun kom í Ijós að 13 af þeim 16 konum, sem sögðu að keisaraskurðurinn hefði ekki verið eins og þær áttu von á, fannst hann auðveldari. Sextán fannst Ijósmyndirnar það besta við keisaramöpp- una en átta nefndu greinagóða lýsingu og gott upplýsinga- gildi sem helsta kost fræðsluefnis. Ein þeirra skrifaði: „Mér fannst best við keisaramöppu að undirbún- ingur var góður, ég sá allt fyrir mér. Keisaraskurður var mikið betri en ég hélt. Hann var líkari því eins og ég ímynda mér fæðingu. Það var yndislegt að sjá barn strax.“ Þegar spurt var um hvernig hugsanlega mætti bæta keisaramöppuna bentu fjórar á að þeim fyndist helst þurfa Tímarit hjúkrunarfræðinga • 1. tbl. 75. árg. 1999

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.