Tímarit hjúkrunarfræðinga


Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.07.1999, Side 10

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.07.1999, Side 10
Myndin er teiknuð af barni sem ólst upp við ofbeldi á heimilinu. líka frammistaða þeirra í skóla, þau geta átt erfitt með svefn, átt við meltingarfæravandamál að stríða, sýnt árásargirni eða lagst í þunglyndi. Kynferðislegt ofbeldi gegn börnum hefur viðgengist í þúsundir ára og er því ekkert nýtt samfélagsvandamál okkar tíma. Margir fræðimenn víða að úr heiminum hafa sýnt því áhuga að kanna sögu kynferðislegs ofbeldis gegn börnum. Kahr og félagar (1991) rannsökuðu í 4 ár sögu kynferðislegs ofbeldis gegn börnum í fornöld (fram að falli Vestrómverska ríkisins 476 e.Kr.) og lögðu sérstaka áherslu á að skoða fornmenningu Grikkja og Rómverja. Skv. heimildum Kahr eru til gögn frá þessum tíma, bæði Ijóð og leirmunir sem sýna að grískir karlar á öllum aldri hafa tælt og flekað unga drengi reglulega. Þessi hegðun varð svo vinsæl að að hún var fljótt mjög útbreidd og í sumum stéttum og á ákveðnum tímum varð þessarar hegðunar jafnvel vænst. Á þessum tímum gátu fullorðnir karlar gifst börnum og hægt var að leigja sér drengi til kynlífsathafna, þar sem margir foreldrar seldu börn sín í kynlífsþrældóm. Kahr heldur því fram að Grikkir og Róm- verjar hafi meðhöndlað börn af mikilli mannvonsku en flestir drengir hafi orðið þolendur kynferðisofbeldis áður en þeir urðu kynþroska. Þegar drengirnir uxu svo úr grasi viðhéldu þeir ofbeldinu gegn ungum drengjum. Eftir því sem Kahr (1991) fer í gegnum söguna lýsir hann vaxandi tilfinningu fyrir djúpri skömm og sektarkend varðandi kynlífshegðun Rómverja meðal kirkjunnar manna. Kirkjan hafði fljótt mikil áhrif í lífi margra og prestar stóðu fyrir mjög árangursríkum herferðum til að láta fólk finna til blygðunar vegna kynferðislegra þarfa (kynlíf var talið óheint því sæðið fer í gegnum sama líffæri og þvagið). Kynferðis- legt ofbeldi gegn börnum hætti þó engan veginn. Á endur- reisnartímanum (16. og 17. öld) var fjöldi stúlkna settur í fangelsi, þær barðar og brenndar vegna þeirrar trúar að þær hefðu verið í sambandi við djöfulinn og hefðu ætlað að tæla saklausa menn. Ef karlmaður vildi nauðga ungri stúlku á þessum tímum gat hann því ásakað stúlkuna um að vera á valdi djöfulsins frekar en að taka á sig ábyrgð á athöfnum sínum. Núna er staðan í vestrænum samfélög- um þannig að litið er á kynferðislegt ofbeldi gegn börnum sem siðlaust athæfi þar sem gróflega er brotið á mannréttindum barna. Alþingi íslendinga hefur hin síðari ár samþykkt mikilvæg lög sem tryggja réttarstöðu barna, s.s. barnalög, lög um vernd barna og ungmenna og lög um umboðsmann barna (Barnaheill; 1995). Að auki varð [sland árið 1992 aðili að Barnasáttmála Sameinuðu þjóð- anna þar sem kveðið er á um að aðildaríkin skuldbindi sig til að gera allar viðeigandi lagalegar ráðstafanir til að vernda barn gegn líkamlegu og andlegu ofbeldi, meiðing- um, misnotkun, vanrækslu, skeytingarleysi eða illri meðferð, þar á meðal kynferðislegu ofbeidi meðan barnið er í umsjá foreldra eða annarra sem hafa það í umsjá sinni (Dóms- og kirkjumálaráðuneytið, 1992). Því má segja að á undanförnum misserum hafi Alþingi sýnt mannréttindamál- efnum barna þá athygli sem þeim ber og hlúð að laga- ákvæðum til verndar mannréttindum barna og unglinga. Erfitt er að skilja hvað fær einstaklinga til að beita börn langvarandi ofbeldi enda hafa fáar rannsóknir farið fram á þeim einstaklingum sem beita börn kynferðislegu ofbeldi. Gilgun (1995) rannsakaði viðhorf til kynferðislegs ofbeldis gegn börnum meðal 10 karlmanna á aldrinum 32 til 54 ára sem voru í fangelsi í Minnesota í Bandaríkjunum vegna slíkra glæpa. Hún tók viðtöl við fangana en flestir þeirra voru feður eða stjúpfeður barnanna. Þessir feður og stjúpfeður höfðu misnotað bæði syni sína og dætur og margir höfðu á unglingsárum sínum misnotað bræður sína og systur og aðra ættingja, svo sem frændur og frænkur. Ofbeldið var fólgið í því að snerta kynfæri og aðra líkams- hluta barnanna og að þvinga börnin til að snerta ákveðna líkamshluta þeirra. Þessir líkamspartar voru snípur, leg- göng, rass, brjóst, eistu og getnaðarlimur. í flestum tilfell- um fengu þeir svo kynferðislega fullnægingu eftir þessar kynferðisathafnir með börnunum. Niðurstöður rannsóknar Gilgun sýndu að flestir mannanna sögðust framkvæma þessa kynlífsathafnir með börnunum vegna ástar þeirra til barnanna og litu því ekki á athafnir sínar sem sifjaspell. Ástin sem þeir lýstu í garð barnanna, var allt frá kynferðislegri ást upp í rómantíska ást. Þessir fangar litu því ekki þannig á sifjaspell að þau væru skaðleg fyrir fórnarlömbin og veltu því ekki fyrir sér hvernig þeir notuðu vald sitt og yfirráð til að fá börnin tii að vera samvinnuþýð í ástarleikjum þeirra. Flestir þeirra brugðust þó ekki við ósk eða merkjum barnanna um að hætta sifjaspellunum og voru þeir oft mjög grimmir í því að reyna að fá börnin til að segja engum frá. Algengt var að þeir ælu á ótta hjá börnunum, svo sem með því að vara þau við að móðir þeirra myndi fara frá þeim ef hún einhvern tímann kæmist að leyndarmáli þeirra. Á þann hátt notfærðu gerendurnir sér vald sitt og varnarleysi barnanna og fóru langt fram úr eðlilegum og heilbrigðum sam- 154 Tímarit hjúkrunarfræðinga • 3. tbl. 75. árg. 1999

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.