Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.05.2003, Side 33

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.05.2003, Side 33
FRÉTTAMOLAR... ingar og haldið áfram að tilcinka sér betri lífs- hætti. Hjúkrunarfræðingar lijartadeildarinnar eru að hefja símaþjónustu þar sem þeim einstaklingum, sem voru að fá sína fyrstu kransæðastíflu, er fylgt eftir með símtölum. I hraða sjúkrahúsvinn- unnar getur einstaklingurinn átt erfitt með að átta sig á að nú sé hann allt í einu orðinn hjarta- sjúklingur og þó að margvísleg fræðsla sé í boði þá er ekki víst að hann geti tileinkað sér hana. Því teljum við mikilvægt að hafa samband við þennan hóp stuttu eltir útskrift, bjóða upp á stutt spjall og gefa fólki kost á að spyrja. Netið ætti lfka að geta orðið vettvangur fyrir aukin samskipti við skjólstæðingana og kjörinn vett- vangur til að bæta aðgengi sjúklinga að hjúkrun- arfræðingum. Um þessar rnundir er verið að koma á fót göngu- deild fyrir hjartasjúklinga - hjartabilaða á Land- spítalanum. Hjúkrunarfræðingur, sem starfað hefur á hjartadeildinni um árabil, helur umsjón með því starfi. Göngudeildin er hugsuð til þess að fylgja eftir fólki með langt genginn hjartasjúk- dóm. Hjúkrunarfræðingar munu þar fylgjast með Iíðan fólks, þyngd, lyfjatöku o.fl. og mæla hlóð- fitu og blóðþrýsting og slíkt. Markmiðið er að fólki geti verið heima, við sem besta líðan sem lengst. Hjartahiluðu sjúklingarnir leggjast altur og aftur inn vegna vandamála sem hefði verið hægt að grípa inn í með einföldum hætti og þannig koma í veg fyrir innlögn. Á göngudeild- inni munu hjúkrunarfræðingar í samráði við lækna laga meðferð sjúklingsins að hans þörlum en einnig veita ráðleggingar um lífsstíl og taka þátt í endurhæfingu í samvinnu við sjúkraþjálf- ara deildarinnar. Þessi þjónusta mun vonandi auðvelda aðgengi að heilbrigðisstarfsfólki, lækka kostnað sjúklingsins og bæta líðan hans og lífs- ánægju. Eg sé fyrir mér meiri samvinnu við hjúkrunar- fræðinga í heilsugæslunni og að hjúkrunarfræð- ingar í heimahjúkrun geti meira leitað til sér- hæfðra hjartahjúkrunarlræðinga um samráð til þess að bæta líðan og meðferð hjartasjúklinga. Félagsráðsfundur Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga Félagsráösfundur Félags íslenskra hjúkrunarfræöinga var haldinn föstu- daginn 14. mars 2003 aö Suðurlandsbraut 22. Á fundinum var kynnt endurgerö vefsiöa félagsins en þar er m.a. gert ráö fyrir nýjum dálki, „spurt og svarað um kjaramál". Auk þess fá fagdeildir síöu og ver- ið er aö kanna kostnað viö aö koma upp spjallrásum. Jón Aðal- björn Jónsson hefur séö um end- urgerö síðunnar og verður áfram umsjónarmaöur en útlitið er unn- iö í samráöi viö Þór Ingólfsson, grafískan hönnuð, sem einnig hef- ur séö um aö hanna útlit Tímarits hjúkrunarfræöinga. WHO Alþjóðaheilbrigöismálastofnunin, WFIO, er aö safna fjármunum, 15 milljón dollurum, til að veita írösku þjóðinni sjúkragögn og heilbrigð- isþjónustu. Fjármunina vantar til aö styrkja þær stöövar sem fyrir hendi eru og reisa nýjar í löndunum sem eiga landamæri aö írak. „Viö biðjum þær þjóðir, sem geta veitt aöstoö, að bregöast skjótt við því annars er hætt viö aö fjöldi manna týni lífinu. Alþjóðlegt hjálparstarf veröur aö vinna að því aö takmarka þjáningar almennra borgara á þessum tímum" segir Gro Harlem Brundtland. www.icn.ch Alþjóðasamtök hjúkrunarfræöinga, ICN, hafa opnað nýja síöu sem er einkum ætluð hjúkrunarnemum. „Nemendurnir eru framtíðarleiðtogar okkur og við viljum styrkja samband okkar viö hjúkrunarfræöinga fram- tiðarinnar. Reynslan af þátttöku nemenda í ráöstefnum okkar sýnir hvað þaö skiptir miklu máli aö miðla upplýsingum og hugmyndum milli nemenda og hjúkrunarfræöinga bæði innan lands og á alþjóða- vettvangi," segir Christine Hancock, forseti ICN í fréttatilkynningu. Nýtt þjónustufyrirtæki á heilbrigðissviði Alhjúkrun ehf. er nýtt þjónustufyrirtæki á heilbrigöissviöi sem útvegar hjúkrunarfræöinga til heilbrigðisstofnana, fyrirtækja og einstaklinga. Starfsemin hófst í júní 2001 en fyrirtækið var formlega stofnað í febrúar 2002. Eigandi og stofnandi er G. Dagmar Jónsdóttir, hjúkrunarfæöingur, en hún er jafnframt framkvæmdastjóri þess. Hún er meö framhaldsmennt- un i heilsuhagfræöi, stjórn og rekstri i heilbrigðisþjónustu og fyrir- tækjarekstri á almenna markaönum, tók þátt í verkefninu Frumkvööla- Auður og hefur áratugalanga og víötæka reynslu af hjúkrunarstörfum. Hjá fyrirtækinu starfar hópur hjúkrunarfræöinga sem getur fyrirvara- laust tekist á viö fagleg verkefni um lengri eöa skemmri tima, séö um fræðslu- og námskeiöahald fyrir starfsmenn fyrirtækja og hjúkraö ein- staklingum i heimahúsum eftir aögeröir á einkaskurðstofum. Tímarit islenskra hjúkrunarfræöinga 2. tbl. 79. árg. 2003 31

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.