Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.10.2004, Page 10

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.10.2004, Page 10
Gíslína Erna Valentínusdóttir, Jóhanna Ólafsdóttir, Guörún Kristjánsdóttir og Margrét Eyþórsdóttir Downsheilkenni - eöli þess, uppruni og áhrif á líf og heilsu þeirra sem með það fæðast I þessari grein verður fjallað um þætti sem tengjast heilsu og velferð barna sem fæðst hafa með downsheil- kenni, farið yfir tíðni þess og rætt stuttlega um framtíðarhorfur barnanna og þau atriði sem hjúkrunarfræð- ingar þurfa að huga að við frekari rannsóknir til að skilja betur hjúkrunarlegt ástand þessara skjólstæðinga. Börn, sem fæddust með downsheilkenni fyrr á tíð, fengu oft misjafna meðferð og takmarkaður skilningur var á þörfum þeirra og eiginleikum. Gjarnan var alhælt um vangetu þeirra og þeir vistaðir á stofnunum fjarri heimilum sínum og ætt- ingjum og þar var sjaldnast nægileg þekking eða vilji til að taka tillit til þarfa þeirra og takmarkana, hvað þá heldur getu þeirra og hæfileika (Margrét Margeirsdóttir, 1983; Þór G. Þórarinsson og Ævar H. Kolbeinsson, 2001). Lífslíkur voru skertar og margir vesluðust upp og dóu fyrir aldur fram úr sýkingum og öðrum sjúkdómum sem hefði mátt fyrirbyggja með góðri hjúkrun og ekki síst viðurkenningu á tilvistarrétti þessara einstaklinga. Þó enn sé talsvert í land til að full við- urkenning náist alast einstaklingar með downsheilkenni nú á tímum yfirleitt upp á heimilum sínum innan um systkini sín og taka þátt í heimilislífinu líkt og aðrir í fjölskyldunni. Aukin þekking fagmanna og ekki síst almennings á hæfileikum þessa fólks og aukin þekking á líkamlegum fylgikvillum, sem fylgja heilkenninu, hafa markað stór skref í áttina að því að bæta líf þessara einstaklinga og lengja lífslíkur þeirra (Zickler, Morrow og BuII, 1998). Svið erfðafræðinnar helur farið ört vaxandi síðustu ár og hefur það leitt af sér enn frekari skilning á bæði eðlilegri og afbrigði- legri þróun erfða í manninum og einnig eðli og eiginleikum litningagalla. Downsheilkenni var fyrst lýst árið 1866 af dr. John Langdon Down, en hann lýsti útlitseinkennum sem fylgdu heilkenninu og var það því nefnt eftir honum (Roizen, 2002). Það var svo árið 1959 sem Lejenue, Gautier og Turpin uppgötvuðu litn- ingagallann sem veldur heilkenninu (Roizen og Patterson, 2003). Mikilvægt er að hjúkrunarfræðingar leggi sig fram við að skilja aðstæður skjólstæðinga sinna og þekki styrk þeirra og veik- Guörúr Kristjánsdóttir, hjúkrunarfræöingur, Ph.D., prófessor viö hjúkr- unarfræðideild Háskóla íslands og forstöðu- maður fræöasviös barna- hjúkrunar, Landspítala- háskólasjúkrahúsi Margrét Eyþórsdóttir, hjúkrunarfræðingur, M.Se., hjúkrunarfræðingur á vökudeild barnaspítala Hringsins, Landspitala- háskólasjúkrahúsi leika hvort sem er í veikindum eða sérstökum frávikum lífsins, svo sem þegar um er að ræða litningafrávik og verkefni þeim tengd. Tíöni Downsheilkenni er algengasti þekkti litningagall- inn og er áætluð tíðni hans 1:600 lifandi fæddum börnum (Shonkoff og Marshall, 2000) og er algengasti erfðagalii sem veldur fötlun (Saenz, Tímarit hjúkrunarfræöinga 4. tbl. 80. árg. 2004

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.