Dagblaðið Vísir - DV - 01.12.2017, Page 53

Dagblaðið Vísir - DV - 01.12.2017, Page 53
Vikublað 1. desember 2017 5 Ekki Eins gamalt og það lítur út fyrir að vEra „Þetta píanó fengum við gefins frá tónlistarskól- anum Tónkvísl í Hafnarfirði þegar Kalla vantaði píanó fyrir Eurovision- atriði. Starfsmenn leik- munadeildar Ríkssjónvarps- ins tóku að sér að pússa það upp og mála til að búa til gam- aldags útlit. Svo fengum við að halda þessu.“ HuggulEg sEttEring „Stóllinn kemur frá foreldrum hans Kalla sem voru að upp- færa húsgögnin hjá sér. Við tókum það sem okkur fannst að ætti ekki að fara í Góða hirðinn. Sjónvarpsskenkurinn er úr Stockholm-línunni frá IKEA og Hanza-hilluna keypt- um við á sölusíðu á Facebook. Ég er mjög dugleg að hanga inni á svoleiðis síðum.“ gamalt og gott „Borðið var brúðkaupsgjöf til langömmu og langafa hans Kalla. Bekkurinn á bak við er gamall leikhúsbekk- ur frá Skotlandi sem sambýlismaður minn keypti á antíkmarkaði í Reykjavík. Svo eru þarna alls konar fjölskyldumyndir á veggnum, flestar af mér sjálfri sem er hálf vandræðalegt. Dóttir mín benti mér á þetta og síðan erum við búin að fjárfesta í ljósmyndaprent- ara enda ótækt að einn fjölskyldumeðlimur yfirtaki nánast allann vegginn.“ gosi og babúskurnar Strengjabrúðuna Gosa keypti Sigga í Kolaportinu en babúskurnar koma úr hipsterabúðinni Urban Outfitters. glaðlEg minjagripaHilla „Þegar ég fer í Disney-búðir þá kaupi ég stundum karaktera sem ég hef talað fyrir inn á teiknimyndir. Svo er eitthvað fleira skemmtilegt dót sem við höfum sankað að okkur. Ætli þetta sé ekki minningahilla.“

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.