Ljósmæðrablaðið

Árgangur

Ljósmæðrablaðið - 01.07.2010, Blaðsíða 9

Ljósmæðrablaðið - 01.07.2010, Blaðsíða 9
9Ljósmæðrablaðið - júlí 2010 • Konurnar fengu allar dulnefni í kynningu á rannsókninni í ræðu og riti. • Hljóðupptökum var eytt strax að lokinni afritun og afrit geymd í læstri geymslu sem fyrri höfundur hafði einn aðgang að. • Allt persónugreinanlegt var fjarlægt úr rituðum samræðum. NIÐURSTÖÐUR Konurnar í rannsókninni höfðu allar verið beittar fleiri en einni tegund ofbeldis af hálfu sambýlismanna sinna eða eiginmanna, ýmist líkamlegu, andlegu, kynferðislegu eða fjárhagslegu ofbeldi (sjá töflu 3). Þær lýstu eigin upplifun af ofbeldinu, afleiðingum þess og langvarandi áhrifum. Konurnar í þessari rannsókn voru allar beittar miklu ofbeldi. Engin þeirra var spurð um ofbeldi í meðgönguverndinni og aðeins ein þeirra sagði ljósmóður frá ofbeldinu en það var ekkert gert með þær upplýsingar. Þær sögðu að mennirnir hafi verið áhugalausir um meðgönguna og barnið eftir fæðingu. Ofbeldið hélt áfram á meðgöngunni, það var helst að kynferðisofbeldið breyttist eitthvað. Konurnar voru niðurbrotnar og voru lengi að losa sig úr ofbeldissambandinu. Ein konan fór frá manninum þegar hún var gengin fjóra mánuði. Tvær sem fóru frá ofbeldisfullum maka fljótlega eftir fæðingu bjuggu við mikið áreiti af hans hálfu og fengu ekki frið eftir að þær fóru. Niðurstaðan er sú að þær eiga allar erfitt, þær fá miklar martraðir og þungbært endurlit (flashback), sem kemur þegar síst skyldi og þær ráða ekkert við. Margar konurnar tala um að það sé erfitt að fara í nýtt samband því þær verði að segja nýja manninum sínum frá reynslu sinni. Þær óttast mjög höfnun ef þær segja frá og oft slitna samböndin vegna þess að þær geta ekki rætt við sambýlismann sinn um sitt fyrra líf. Það var sameiginlegt hjá flestum konunum að þær sögðu að þær væru búnar að vinna úr reynslu sinni en allar áttu þær mjög erfitt í samræðunum. Margar kvörtuðu um líkamleg einkenni lengi eftir að ofbeld- issambandi lauk. Tafla 4 sýnir yfirlit yfir rannsóknarniðurstöður er varða upplifun kvennanna af ofbeldinu, afleiðingum þess og langvinnum áhrifum. Upplifun af ofbeldinu Stöðugar aðfinnslur. Konurnar sögðu að það sem hafði yfirbragð umhyggju í upphafi sambands hafa verið stjórnsemi og þær hafi ekki áttað sig fyrr en of seint. Margar konurnar voru strax beittar andlegu ofbeldi og síðan kom líkamlegt og annað ofbeldi í kjölfarið eins og Inga lýsir: „það byrjaði strax andlegt ofbeldi sem að ég einhvern veginn, ég áttaði mig einhvern veginn ekkert á því, ég var bara lítil,… hann byrjaði að setja út á … útlitið, klæðaburð, málningu eða hérna þú veist andlitsfarða”. Þrír menn töluðu um að það væri konunum að kenna að þær gengju ekki með rétt kyn. Kúgun og lítillækkun. Konurnar voru kúgaðar og bjuggu við stöðuga lítillækkun. Þær voru sammála um það flestar að þær hafi ekki gert sér grein fyrir að ekki væri eðlilegt að sambönd væru svona ofbeldisfull. Linda lýsir þessu vel þegar hún segir: „Þetta samband hafði bara alveg gríðarleg áhrif á mig og þarna og já og maður fékk aldrei neitt hrós frá honum eða neitt sko, maður var bara öll alveg glötuð og ömurleg og maður gerði ekkert rétt sko þannig að þegar maður fær ekkert hrós eða neitt að þá … þá bara, maður deyr“. Tillitsleysi í kynlífi. Konurnar töluðu um að ekki hefði verið tekið tillit til þeirra í kynlífi. Bára lýsir þessu og segir: „Einu gjafirnar sem hann gaf mér eru einhver svona hóruföt þú veist svona virkileg hóruföt. Guðrún upplifði mikið kynferðislegt ofbeldi á meðgöngu: „Hann neyddi mig … til munnmaka alveg já bara já mjög reglulega og ég varð að gera það ef ég ætlaði að sleppa við hitt sko. Mér fannst það skömminni skárra og gerði það. En það kom fyrir að ég ældi yfir hann, það kom fyrir oftar en einu sinni og oftar en tvisvar“. Fastar í netinu. Flestar konurnar eru sammála um að karl- arnir virtust líta svo á að þeir væru búnir að festa konuna þegar þær voru orðnar barnshafandi. Alla meðgönguna leið þeim hræðilega og Sigrún sagði: „Hann var með mig einhvern veginn í vasanum sko“. Menn- irnir ítrekuðu stöðugt að konurnar gætu ekki séð fyrir sér og börnum sínum ef þær skildu við þá. Konurnar trúðu flestar mönnum sínum. Þungt og þaggandi andrúmsloft var á heimilinu. Konurnar voru sammála um að það hafi verið hræðilegt andrúmsloft á heimilinu. Þær hefðu ekki viljað fara heim og kviðið fyrir því að koma heim þegar þær höfðu verið annarsstaðar. Öll börn kvennanna urðu vitni að ofbeldinu og börn margra kvennanna sváfu illa og voru kvíðin. Barn einnar konu greindist með kvíðaröskun og tvö börn greindust með ADHD. Um afleið- ingar ofbeldisins á börnin verður fjallað nánar í annarri grein. Afleiðingar ofbeldisins Stöðug streita og kvíði. Líðan kvennanna var mjög mismunandi en allar lýstu þær mikilli streitu. Þær voru sífellt á varðbergi og biðu þess í hvernig skapi maðurinn væri þegar hann kæmi heim. Guðrún segir líka: „Það sem… einkenndi lífið á þessum tíma var ... það var endalaus spenna í loftinu ... manni leið aldrei vel. Þetta var stöðug, stöðug streita í raun og veru. ... [maður] var alltaf hræddur og alltaf að reyna að dansa á einhverri línu til þess að ... þú veist já til að halda öllum góðum”. Inga upplifði mikið að „Hann var svona vondur, en það var eins og hann tvíefld- ist þegar hann undir áhrifum.“ Helmingur kvennanna fengu fæðingarþunglyndi. Hræðsla og vanlíðan. Konurnar lýstu allir mikilli hræðslu við sambýlismann sinn og voru líka hræddar um börnin sín. Bára hafði meiri áhyggjur af börnum sínum en sjálfri sér: „Ég er svo hrædd, ég er alveg skelfingu lostin vegna barnanna minna“. Óttinn um eigin hag og barnsins olli hræðilegri líðan hjá konunum. Anna lýsti vel þessari hræðslu: „Þarna var komið að þeim tímapunkti að ég var hrædd við að vera með honum í bíl með börnin af því að hann var svo geðveikur að ég var orðin hrædd um það að hann myndi bara keyra framan á rútu eða vörubíl og bara drepa okkur öll“. Sektarkennd og skömm. Konurnar voru sammála um að þær „tækju á sig hörmungarnar“ eins og ein þeirra kall- aði það, til að vernda börn sín og til þess að fela ástandið á heimilinu. Þær skömmuðust sín fyrir hvernig komið var fyrir þeim. Þær höfðu mikla sektarkennd yfir að ástandið Stöðugar aðfinnslur Kúgun og lítillækkun Tillitsleysi í kynlífi Fastar í netinu Þungt og þaggandi andrúmsloft á heimilinu Stöðug streita og kvíði Hræðsla og vanlíðan Sektarkennd og skömm Brotið sjálfstraust og að geta ekki staðið með sjálfri sér Einangrun og einmanaleiki Slæm líkamleg áhrif Erfiðleikar með sjálfstraust og að öðlast traust á öðrum Þungbært endurlit og martraðir Höfnunartilfinning Jákvæðni og bjartsýni eftir skilnað Mikið áreiti ofbeldismannsins eftir skilnað Upplifun kvennanna af ofbeldinu Afleiðingar ofbeldisins Langvinn áhrif ofbeldis á konuna Tafla 4. Konurnar og reynslan af ofbeldinu og áhrifum þess

x

Ljósmæðrablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ljósmæðrablaðið
https://timarit.is/publication/862

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.