Ljósmæðrablaðið

Árgangur

Ljósmæðrablaðið - 01.07.2010, Blaðsíða 25

Ljósmæðrablaðið - 01.07.2010, Blaðsíða 25
25Ljósmæðrablaðið - júlí 2010 sig fá nægjanlegar upplýsingar og fræðslu um brjóstagjöf og mikilvægi brjóstamjólkur höfðu frekar börn sín á brjósti (Lee o.fl., 2007; Xu, Binns, Yu og Bai, 2006). Í rannsókn Mistry o.fl, (2008) var kannað hvernig fæðugjöf nýbura 133 víetnamskra- bandarískra mæðra væri háttað. Jafnframt var kannað hvaða þættir það væru sem leiddu til þess að móðir tæki þá ákvörðun að vera með barn sitt eingöngu á brjósti, að hluta til eða gefa því eingöngu þurrmjólk. Kom í ljós að sú fræðsla sem mæður fengu um fæðugjöf barna innan spítalans eftir fæðingu hafði frekar áhrif á fæðugjöf nýburanna en sú fræðsla sem mæður fengu í mæðravernd. Þetta getur verið þar sem fræðslan innan spítalans er oft einstaklingsmiðaðri en í mæðraverndinni þar sem fræðslan fer jafnan fram í fyrirlestrarformi. Einnig kom fram í rannsókn Mistry o.fl, (2008) að konur voru frekar hvattar til að gefa barni sínu eingöngu brjóstamjólk í mæðraverndinni en á spítalanum. Jafnframt að konur sem fengu fræðslu um kosti brjóstagjafar á meðgöngu og í sængurlegu frá brjóstagjafaráðgjöfum voru líklegri til að hafa börn sín á brjósti en konur sem ekki fengu slíka fræðslu eða stuðning. Gefa þessar niðurstöður til kynna mikilvægi þess að hvetja til brjóstagjafar innan spítalans og að brjóstagjafafræðsla innan spítalans sé til staðar þar sem sú fræðsla virðist hafa meiri áhrif á fæðugjöf nýbura en sú fræðsla sem veitt er í mæðravernd. Þar með væri samkvæmni í þeim upplýsingum sem konur fá um brjóstagjöf. Mín reynsla er einnig að konur tala um að þær eru tilbúnari til að fræðast um brjóstagjöf þegar barnið er komið í heiminn og þá er sú vinna sem brjóstagjöf er einnig orðin raunverulegri. Í kaflanum Stuðningur við brjóstagjöf hér að framan kemur fram að asískar konur sækja sér upplýsingar um barneignarferlið og brjóstagjöfina til mæðra sinna eða tengdamæðra en ekki í meðgönguvernd- ina. Þetta þurfum við sem fagfólk að vera meðvituð um og reyna koma til móts við þann fjölda Asíubúa sem býr hér á landi og styrkja þ.a.l. brjóstagjöfina, tíðni hennar og lengd hjá asískum mæðrum. Þetta væri t.d. hægt að gera með því að koma á fót sérstakri fræðslu fyrir þennan hóp þar sem talað er þeirra tungumál og verðandi ömmur eru líka boðnar velkomnar. Einnig væri hægt að hafa fræðslu eingöngu fyrir verðandi ömmur til að sýna að við virðum þeirra stuðning og gerum okkur grein fyrir mikilvægi þeirra. Í grein McLachlan og Forster (2006) kom fram að víetnamskar konur sem sóttu fræðslu á meðgöngu, sem eingöngu var sniðin að þörfum þeirra með þeirra menningu að leið- arljósi, höfðu hærra hlutfall barna á brjósti en þær víetnömsku konur sem ekki höfðu sótt slíkt námskeið. Þegar heilbrigðisstarfsfólk gerir sér grein fyrir að nýbökuð móðir kemur frá annarri menningu, er næmt fyrir menn- ingu hennar og gerir sér grein fyrir hvað er ólíkt milli menningarhópa leiðir það til að brjóstagjafafræðslan verður árangursríkari (Ingram, Johnson og Hamid, 2003; Straub, Melvin og Labbok, 2008). Lokaorð Ljóst er að menning asískra kvenna hefur mikil áhrif á hvaða augum þær líta á brjóstagjöfina. Einnig hafa lýðfræðilegir þættir áhrif s.s. á hvaða aldri konan er, hver menntun hennar er og hvort hún sé heimavinnandi eða ekki. Sá stuðningur sem asískar konur fá frá móður, tengdamóður eða maka, hefur líka gríðarlega mikið að segja um tíðni og lengd brjóstagjafar. Okkur líður oftast best í okkar eigin menn- ingu og getur jafnvel fundist óþægilegt þegar við mætum öðrum viðhorfum og skoðunum en við erum vön. Í slíkum aðstæðum er okkur hollt að spyrja hvort eigin siðir séu endilega þeir réttustu. Ég held að það sé óhætt að segja að Ísland sé orðið fjölmenningarlegt samfélag og tel að við eigum að fagna því og líta svo á að okkar menning geti orðið ríkari fyrir vikið. Það krefst aftur á móti mikillar ábyrgðar að bjóða einstaklinga frá svona ólíkri menningu eins og Asíu velkomin og þetta þarf heilbrigðisstarfsfólk að vera meðvitað um, ekki síst ljósmæður Það sýnir mikla fagmennsku og eykur gæði þjónust- unnar sem við veitum að geta lagt okkar menningarvenjur og hefðir til hliðar. Með því að horfa á konuna heildrænt þá sýnum við henni þá virðingu sem hún á skilið og aukum vellíðan hennar, barna og fjölskyld- unnar í heild. Ljósmæður þurfa að tryggja að fólk skilji hvað við erum að segja og óska eftir túlki ef við erum í einhverjum vafa, leita eftir upplýsingum um menningu einstaklinga og fræða samstarfsfólk okkar. Einnig tel ég að það mætti auka þjónustuna við innflytj- endur til dæmis með því að hafa opið hús og mömmumorgna þar sem félagsleg einangrun er oft mikið vandamál meðal innflytjenda. Auka mætti líka samstarf heilbrigðisþjón- ustunnar við félagsþjónustuna þar sem fólk hefur oft takmarkaða þekkingu um rétt sinn varðandi barnabætur, fæðingarorlof og fleira. Þetta gæti leitt til þess að nýbökuð móðir hafi frekar barn sitt eingöngu á brjósti fyrstu sex mánuðina því hún þarf ekki að flýta sér út á vinnumarkaðinn. Þarna er komin leið sem gæti stuðlað að farsælli brjóstagjöf og heil- brigði móður og barns. Heimildaskrá Abada, T.S.J., Trovato, F. og Lalu, N. (2001). Determ- inants of breastfeeding in the Philippines: a survival analysis. Social Science and Medicine, 52(1), 71-81. Alþjóða heilbrigðisstofnunin, WHO (2003). Global strategy for infant and young child feeding. Sótt 20. September 2008 af http://www.who.int/nutrition/ publications/infantfeeding/en/index.html Chien, L.Y. og Tai, C.J. (2007). Effect of delivery method and timing of breastfeeding initiation on breastfeeding outcomes in Taiwan. Birth, 34(2), 123-130. Cheung, N.F. (2002). The cultural and social meanings of childbearing for Chinese and Scottish women in Scot- land. Midwifery, 18(4), 279-295. Downe, S. (ritstjóri). (2004). Normal Childbirth: Evidence and Debate (2. útgáfa.). Edingburgh: Churchill Livings- ton. Foo, L.L., Quek, S.J.S., Ng, S.A., Lim, M.T. og Deurenberg- Yap, M. (2005). Breastfeeding prevalence and practices among Singaporean Chinese, Malay and Indian mothers. Health Promotion International, 20(3), 229-237. Garðar Gíslason. (1997). Félagsfræði – einstaklingar og samfélag (3.útgáfa). Reykjavík: Mál og menning. Gourounti, K. og Sandall, J. Do pregnant women in Greece make informed choices about antenatal screen- ing for Down’s syndrome? A questionnaire survey. (2006). Midwifery 24(2), 153-162. Hagstofa Íslands. (2008). Mannfjöldi eftir fæðingar- og ríkisfangslandi 1981-2008. Sótt 10. Október 2008 af http://www.hagstofa.is/?PageID=626 Holroyd, E., Twinn, S. og Yim, I.W. (2004). Explor- ing Chinese women´s cultural beliefs and behaviours regarding the practice of “doing the month”. Women and Health, 40(3), 109-123. Ingram, J., Johnson, D. og Hamid, N. (2003). South Asian grandmothers’s influence on breast feeding in Bristol. Midwifery, 19(4), 318-327. Kaewsarn, P., Moyle, W. og Creedy, D. (2003). Thai nurses’ beliefs about breastfeeding and postpartum practices. Journal of Clinical Nursing, 12(4), 467-475. Lee, W.T.K., Wong, E., Lui, S.S.H., Chan, V. og Lau, J. (2007). Decision to breastfeed and early cessation of breastfeeding in infants below 6 months old – a populatin-based study of 3,204 infants in Hong Kong. Asian Pacific of Clinical Nutrition, 16(1), 163-171. Leung, T.F., Tam, W.H., Fok, T.F. og Wong, G.W.K. (2003). Sociodemographic and atopic factors affecting breastfeeding intention in Chinese mothers. Journal of Pediatrics and Child Health, 39(6), 460-464. Masvie, H. (2006). The role of Tamang mothers-in-law in promoting breast feeding in Makwanpur District, Nepal. Midwifery, 22(1), 23-31. McLachlan, H.L. og Forster, D.A. (2006). Initial breastfeeding attitudes and practices of women born in Turkey, Vietnam and Australia after giving birth in Australia. International Breastfeeding Journal, 1(7), 1-10. Mistry, Y., Freedman, M., Sweeney, K. og Hollenbeck, C. (2008, 5. September). Infant-feeding practices of low- income Vietnamese American women. Journal of Human Lactation. Sótt 1. október 2008 af http://jhl.sagepub. com/pap.dtl Riordan, J. (ritstjóri). (2005). Breastfeeding and Human Lactation (3. útgáfa). Boston: Jones and Bartlett. Scott, J.A., Landers, M.C.G., Hughes, R.M. og Binns, C.W. (2001). Psychosocial factors associated with the abandonment og breastfeeding prior to hospital disch- arge. Journal of Human Lactation 17(1), 24-30. Straub, B., Melvin, C. og Labbok, M. (2008). A descriptive study of Cambodian refugee infant feeding practices in the United States. International Breastfeeding Journal, 3(2), 1-7. Susin, L.R.O. og Giugliani, E.R.J. (2008, 10. septem- ber). Inclusion of fathers in an intervention to promote breastfeeding: Impact on breastfeeding rates. Journal of Human Lactation. Sótt 1. október 2008 af http://jhl. sagepub.com/pap.dtl Xu, F., Binns, C., Ping, Y. og Bai, Y. (2006). Determ- inants of breastfeeding initiation in Xinjiang, PR China, 2003-2004. Acta Pædiatrica, 96(2), 257-260.

x

Ljósmæðrablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ljósmæðrablaðið
https://timarit.is/publication/862

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.