Ljósmæðrablaðið

Árgangur

Ljósmæðrablaðið - 01.07.2010, Blaðsíða 10

Ljósmæðrablaðið - 01.07.2010, Blaðsíða 10
10 Ljósmæðrablaðið - júlí 2010 væri þeim að kenna. Margar sögðust hafa verið orðnar meistarar í að finna upp sögur til að útskýra áverka og líðan. Inga lýsir því á eftirfarandi hátt: „Ég skammaðist mín svo hrikalega .. ég forðaðist alla þegar sá á mér og þú veist bjó til einhverjar kjánasögur svona hafði rekið mig í eða dottið eða eitt- hvað svona, með algjöra afneitun sko“. Brotið sjálfstraust og að geta ekki staðið með sjálfri sér. Allar konurnar áttu erfitt með að standa á eigin rétti. Sjálfstraust þeirra hafði verið og er í mörgum tilvikum enn í molum. Jóna orðar það svo að hún hafi „gifst manni sem þagði hana í hel“, þaggaði rödd hennar algjörlega. Guðrún fór eitt sinn í partý þar sem maður hennar tók að niðurlægja hana fyrir framan fullt af fólki. Þar tók vinur hennar upp hanskann fyrir hana. Um þetta sagði hún: „Mér fannst hryllilega erfitt að hann stæði upp fyrir mig þegar ég gat það ekki sjálf.“ Nanna segir að maður hennar hafi sagt við hana að hún væri „ best geymd dauð…“. Nanna var ein af þeim fjórum konum í rannsókninni sem fram kom í viðtölum að reyndu að fyrirfara sér. Einangrun og einmanaleiki. Konurnar voru allar sammála um að menn þeirra gerðu allt sem þeir gátu til að einangra þær frá fjölskyldu og vinum sem gerði þær mjög einmana. Einangrunin kom líka að hluta til af sjálfu sér þegar þær fóru að fela aðstæður heima fyrir. Nanna bjó við prís- und þar eins og hún orðar það sjálf: „Smám saman einangrar hann mig frá vinum og vandamönnum og er með mér bara alltaf og alltaf að passa mig“. Þegar Nanna reyndi að fyrirfara sér, þá vildi hann ekki einu sinni láta neinn vita að hún hafði farið inn á spít- ala „en samt vildi hann heldur ekki tala við mig“, bætti hún við. Líkamleg áhrif. Margar konurnar töluðu um að þær væru vanar að ekki væri farið vel með þær. Vinkonur Elsu tóku eftir að ekki var allt í lagi: „Þær voru farnar að taka eftir því og spyrja hvers vegna ég væri marin og af hverju ég væri svona grönn komin undir 50 kíló. Ég hætti sko algerlega að borða og ég var orðin svona hálfstjörf og talaði lítið. Ég er ofsalega lífsglöð manneskja að eðlisfari en ég var orðin bara svona hálfdofin“. Langvinn áhrif ofbeldisins á konurnar Langvarandi áhrif á konurnar eru mjög mikil. Það er mislangt frá sambandsslitum, frá einu ári upp í 14 ár. Flestar eru jákvæðar og bjartsýnar og er létt að vera lausar úr prísundinni. Þær tala um að þær eigi alltaf skugga sem fylgi þeim og ákveðnar minn- ingar úr sambandinu skjóta upp kollinum fyrirvaralaust og valda miklum sársauka. Þær tala líka um að ýmis atriði í fari núver- andi sambýlismanns geti auðveldlega komið af stað minningum um fyrra samband og finnst það mjög erfitt. Sumar konurnar hafa átt erfitt með að tala um reynslu sína en segja það forsendu þess að núverandi samband gangi vel. Nokkrar kvennanna voru lengi að losna frá ofbeldismanninum og bjuggu við stöðugt áreiti af hans hálfu í langan tíma á eftir. Erfiðleikar með sjálfstraust og að öðlast traust á öðrum. Konurnar eiga erfitt með að öðlast traust aftur á öðrum og það hefur tekið þær langan tíma að byggja upp sitt eigið sjálfstraust og sér ekki fyrir endann á því. Linda lýsir ástandi sínu og endalausu niðurbroti svo að sem betur fer hafi honum ekki tekist að brjóta hana alveg niður: „… Þá hugsaði ég alltaf bara inn í mér sjálfri já að ég væri allt í lagi ... enda ef hann hefði brotið mig líka alveg niður þá hefði ég auðvitað ekki farið frá honum eða þú veist þá er maður bara niðurbrotinn sko þá hefur maður enga orku til að fara“. Þegar konurnar voru að reyna að slíta sig lausar þá sögðust þær ekki mega tala við menn sína því þeir séu svo flinkir að ná þeim til baka með fagurgala sínum. Þær treystu sér oft ekki til að hafa samband við þá nema með sms skilaboðum. Bára lýsir þessu vel þegar hún segir: „ Ég get ekki og vil ekki vera í neinum samskiptum við hann á meðan ég er svona ógeðslega brotin. … ég er búin að fá ofboðslega mikla aðstoð hérna (í Kvennaathvarfinu) ... Ef ég hefði ekki haft ... þá væri ég ekkert á lífi, … ég væri komin sex fet undir jörðina“. Þungbært endurlit og martraðir. Konurnar búa allar við mikið endurlit sem versnar á meðgöngu. Það eru litlir hlutir í hinu daglega lífi sem minna þær á eitthvað í fyrra sambandi. Þær eru enn að reyna að ná áttum og gengur misvel. Tíminn deyfir sárin og þær segjast læra að lifa með minn- ingunum smám saman, en það sé rosalega erfitt. Guðrún var í miklu ofbeldissambandi í fjögur ár. Hún sleit því fyrir mörgum árum og segir: „Mér líður bara vel, segi ég með kökkinn í hálsinum [brosir gegnum tárin] og tárin í augunum, [hlær], en ... mér líður vel og ég hef ekki yfir neinu að kvarta. En ég á alltaf þennan skugga [grætur]...“. Halla segir að það séu ýmis smáatriði hjá sambýlis- manni sínum nú sem minna hana á fyrra samband, „eins og rakspíri, klæðaburður og þess háttar. Oft ef ég sofnaði á kvöldin í sófanum þá vaknaði ég með myndaseríu bara í hausnum sko, af atburðunum“. Inga er komin með nýjan mann og á von á barni með honum. Hún er hamingjusöm og líður Samræmist Campbell og Soeken, 1999 Samræmist Shadigan og Bauer, 2003 og Silverman o.fl. 2003 Samræmist Taket o.fl., 2003, Taft, 2002, Coohey, 2007 og Haight o.fl., 2007. Samræmist Campbell og Soeken, 1999 og Lang og Stover, 2008 Samræmist Vatnar og Björkly, 2009 Samræmist Bacchaus o.fl., 2002, Antoniou o.fl., 2008 og Tiwari o.fl. 2008 Samræmist Logan og Cole, 2007 Samræmist Naumann o.fl., 1999 og Plichta, 2004 Samræmist Campbell og Soeken, 1999 Samræmist niðurstöðum Stígamóta, 2008 og Gerði Kristný og Thelmu Ásdísardóttir, 2005 Samræmist Coohey, 2007, Haight o.fl., 2007 og Du Plat-Jones, 2006 Samræmist Hegarty o.fl., 2008 og Hilden o.fl. 2002 Samræmist Bacchaus o.fl., 2001, Shadigan og Bauer 2003 og Hegarty, Taft og Feder, 2008 Samræmist Hegarty, Taft og Feder, 2008 Samræmist niðurstöðum Mill og Petronis, 2008, Parker og Douglas, 2009, Talge, Neal og Glover, 2007, Turner, Finkelhor og Ormrod, 2005, Kernic o.fl. 2003 og Osofsky, 1995 Allar konurnar fundu fyrir stöðugri streitu og bjuggu við miklar aðfinnslur í sambandinu Flestar konurnar fóru fremur ungar í ofbeldis– sambandið Margar kvennanna ólust sjálfar upp við ofbeldi og þær höfðu samviskubit og fannst að ofbeldið væri þeim að kenna Konurnar höfðu allar fundið fyrir þunglyndi, hræðslu, kvíða og mikilli vanlíðan Ofbeldi minnkaði ekki á meðgöngu Helmingur kvennanna fengu fæðingarþunglyndi Margar konurnar bjuggu við mikið áreiti af hálfu ofbeldismanns eftir skilnað Konurnar upplifðu lítið sjálfstraust og lágt sjálfsálit í sambandinu Margar fundu fyrir þunglyndi eftir sambúðarslit Allar konurnar áttu við þungbært endurlit og erfiðar minningar að stríða Allar fundu fyrir einmanaleika, einangrun og skömm í sambandinu Erfið líkamleg einkenni kvenna voru algeng Öll börnin urðu vitni að ofbeldinu Börn margra kvennanna sváfu illa og voru kvíðin Barn einnar konu greindist með kvíðaröskun og tvö börn greindust með ADHD Íslenskar konur í rannsókninni Samræmi við eftirtaldar rannsóknir Tafla 4. Helstu niðurstöður rannsóknarinnar í ljósi annarra rannsókna

x

Ljósmæðrablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ljósmæðrablaðið
https://timarit.is/publication/862

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.