Litli Bergþór - 01.07.2016, Blaðsíða 25

Litli Bergþór - 01.07.2016, Blaðsíða 25
Litli-Bergþór 25 í Upp-tungum fóru yfirleitt alltaf um Þingvöll og yfir Mosfellsheiði. Árið 1907 var rudd braut frá Þingvöllum og austur, en það þýddi, að komizt varð með hestvagna þessa leið. Sem auðvitað var miklu skárra en að þurfa að reiða allt á klökkum. -Fóru þeir sem bjuggu í Suður-Tungunum oftast niður á Eyrarbakka? -Það var ýmist, því að eftir að brúin kom á Ölfusá var hægt að fara þar yfir og svo til Reykjavíkur þaðan. Árið 1907 komu trébrýr á Tungufljót og Hvítá og um leið var þar rudd braut sem hægt var að komast um með hestvagn, svo að kóngurinn gæti setið í vagni á leið sinni. En þótt brautin væri frumstæð og ófullkomin, entist hún svo að menn komust um hana með vagna lengi síðan. -Fórst þú til dæmis fremur í kaupstað með vagna en klyfjahesta? -Já, ég hafði þann sið, og fannst það þægilegra. -Voru þetta samt ekki gífurlega erfiðar ferðir? -Ojæja, það læt ég vera. Þetta var sjálfsagður hlutur, annað þekktist ekki. Erfiðast var, þegar farið var að vetrinum, því þá valt svo mikið á veðrinu og færðinni. -Voruð þið þá ekki alltaf með sleða? -Nei, það var alltaf reynt að nota vagnana, því að sleðafærið var svo stopult. Þú verður að gá að því að þetta er svo snjólétt landsvæði, yfirleitt, að víða gátu verið langir kaflar hálf- eða alauðir, þar sem ógerningur var að komast með sleða. -Manst þú ekki einhverja góða sögu úr kaupstaðarferð til þess að segja lesendum okkar? -Það held ég varla, - að minnsta kosti ekki sem ég tók þátt í. Það kom aldrei neitt sögulegt fyrir mig. Stundum fóru menn yfir Þingvallavatn þegar það var ísi lagt að vetrinum því að það var miklu styttra. En fyrir gat komið að úr því yrði ekki tímasparnaður heldur töf. Væri hægt að fara beint yfir vatnið var ekki nema um það bil klukkustundarferð yfir það. Svo var það víst einhverju sinni að menn urðu fyrir einhverri töf við vatnið ég held af völdum veðurs svo þeir notuðu tækifærið og dægruðu á Gjábakka. -Hvað er að „dægra“? -Það var alltaf kallað að dægra, þegar menn lágu í rúmum á daginn án þess að hafa til þess fullgildar ástæður. Í þessu tilviki mun hafa staðið svo á að mennirnir höfðu meðferðis einhverja brjóstbirtu. Þá var einn þeirra settur til þess að gæta hesta ferðalanganna en hinir lágu í rúmunum og létu kútholuna ganga á milli sín. - En þetta var fyrir mína daga í Biskupstungum. -Það hljóta að hafa verið ferjur á þeim stór- vötnum sem Biskupstungnamenn eiga yfir að sækja áður en brýrnar komu til sögunnar? -Já að sjálfsögðu. En auk þess var fleki á Brúará fyrir austan Efstadal, á Gjánni, rétt ofan við gömlu brúna. Ég sá hann aldrei því að hann var fyrir mína daga þarna. En eftir því sem ég veit bezt þá var þetta timburfleki nægilega traustur til þess að hægt var að komast yfir hann með hesta. -Eru hvergi vöð á þessum ám? -Jú, þau voru fleiri en eitt, en tæp voru þau og hættuleg, því að menn þurftu að þræða á milli hylja og mátti oft litlu muna að illa færi. Í Brúará hafa margir menn drukknað, eins og raunar í mörgum fleiri ám á þessu landi. Einu sinni drukknaði ung stúlka í ánni með þeim hætti, að hún var látin ríða ofan á milli bagga í skógarlest, en baggarnir fóru af hestinum, stúlkan náði taki á öðrum bagganum og flaut á honum langt niður eftir ánni, en drukknaði að lokum. Þetta hörmulega slys varð um miðja nítjándu öld, fyrir rösklega hundrað árum. - Voru ekki ferjurnar mikið notaðar? -Jú, vafalaust hefur það verið fyrr á tímum. Á Hvítá var ferja rétt hjá Tungufelli en aðalferjan var hjá Iðu. Hún var alltaf mikið notuð. Í Reykjanesi skammt frá Mosfelli var ferja á Brúará. Vel geta ferjur hafa verið víðar, þótt ég muni það ekki, enda voru sumar þessar ferjur ekki notaðar, eftir að ég fór að þurfa á slíkum farartækjum að halda að og frá Biskupstungum. Þær lögðust af, þegar brýrnar komu. Ein undantekning er þó á þessu, sem ég hef verið að segja um ferjurnar: í Auðsholti, skammt frá Skálholti hefur lengi verið ferja, og er enn. Aðallega er hún þó notuð af bændum í Auðsholti, núorðið þegar þeir þurfa Kristján Loftsson og Guðbjörg Greipsdóttir.

x

Litli Bergþór

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Litli Bergþór
https://timarit.is/publication/884

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.