Litli Bergþór - 01.07.2016, Blaðsíða 30

Litli Bergþór - 01.07.2016, Blaðsíða 30
30 Litli-Bergþór Aðalfundur félagsins var haldinn í Bergholti, 10. mars sl. þar sem Agnes Geirdal var kosin formaður næstu þrjú árin, en hún tók við af Svövu Theodórsdóttur í september 2015, sem formaður. Ásamt henni eru í stjórn: Geirþrúður Sighvatsdótt- ir, ritari, Bryndís Malmo Bjarnadóttir, gjaldkeri, Herdís Friðriksdóttir og Oddný Kr. Jósepsdóttir, með- stjórnendur. Varakonur eru: Margrét Baldursdóttir og Margrét Sverrisdóttir. Í veitinganefnd eru Sigrún í Engi, Jórunn á Drumb- oddsstöðum og Oddný á Brautarhóli. Varakona er Sigga Jóna í Hrosshaga. Skógræktarnefnd er óbreytt frá síðasta ári: Sigga Jóna í Hrosshaga, Herdís í Reykholti og Agnes á Galtalæk. Eftir venjubundin aðalfundarstörf og önnur mál kom Elínborg Sigurðardóttir á Iðu, formaður Sambands sunnlenskra kvenna (SSK) og sagði okkur í stuttu máli frá SSK og tilgangi þess og öllu því skemmtilega sem tengist starfi kvenna á Suðurlandi. Að lokum kom listakonan, skáldið og hönnuðurinn, Sigríður Jónsdóttir frá Arnarholti og sýndi okkur og sagði frá íslenskum kvenbúningi sem hún hannaði og saumaði sjálf. Sigríður hafði gramsað í skápunum hjá sér og saumaði búninginn úr því efni sem hún átti þar, munstrið í fald og boðung sótti hún í íslenska náttúru. Ótrúlega fallegur búningur, dásamlegt handverk og gaman að heyra frásögn um tilurð hans. Þann 14. apríl sl. komum við kven- félagskonur saman í Bergholti og áttum góða stund saman. Við héldum okkur við sama þema og fengum Sigrúnu Elfu Reynisdóttur til að koma og sýna okkur faldbúninginn sem hún er að sauma á námskeiði hjá Annríki - Þjóðbúningar og skart í Hafnarfirði. Sagði hún okkur frá námskeiðinu og sögu búningsins. Hún saumar búninginn eftir öllum kúnstarinnar reglum og hefðum og er þetta mikið og fallegt handverk. Vorfundurinn var haldinn þann 19. maí. í Bergholti. Eftir setningu fundarins fór fram formleg afhending rauðu stólanna sem kvenfélagið gaf sveitarfélaginu til afnota í Bergholti. Auðvitað þurfti formaðurinn að vera með vesen og bar nokkra stóla út á hlað til að kvenfélagskonur gætu selflutt þá aftur inn og afhent þá á táknrænan hátt. Guðrún Svanhvít Magnúsdóttir í Bræðratungu tók á móti stólunum fyrir hönd sveitarstjórnar. Eftir kaffi og hefðbundin vorfundarstörf kom hópur starfsfólks úr leikskólanum Álfaborg með Regínu Ósk Harðardóttur leikskólastjóra í fararbroddi. Voru þær með „Hljóðasmiðju Lubba“ meðferðis, sem er lestrarkennsluefni sem kvenfélagið gaf Álfaborg í tilefni 30 ára afmælis leikskólans á þessu ári. Kynntu starfskonur kennsluefnið fyrir kvenfélagskonum og var það bæði fróðlegt og skemmtilegt. Skógarreiturinn Ingulundur. Á síðasta ári rann út samningur Kvenfélagsins við bændur á Spóastöðum Fréttir frá Kvenfélagi Biskupstungna um afnot af skógarreit í landi Spóastaða. Liggur hann við þjóðveginn á mörkum Hrosshaga og Spóastaða og hafa konur ræktað þar fallegan lund, komið fyrir borði og bekkjum og sett brú á lítinn læk sem rennur um reitinn. Var það Ingibjörg heitin Guðmundsdóttir húsmóðir á Spóastöðum og kvenfélagskona, sem átti frumkvæðið að þessum skógarreit. Í tilefni 100 ára afmælis Ingibjargar þann 12. júní s.l. vildu afkomendur hennar minnast hennar með því að endurnýja samninginn við Kvenfélagið og leggja malarborinn Sigríður Jónsdóttir í Arnarholti í nýja þjóðbúningnum sem hún saumaði sjálf Samningurinn handsalaður af næstu kynslóð: Ingvi og Þórarinn fyrir hönd Spóastaðafjölskyldunnar og Agnes og Sigga Jóna fyrir hönd Kvenfélagsins.

x

Litli Bergþór

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Litli Bergþór
https://timarit.is/publication/884

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.