Þjóðmál - 01.09.2017, Qupperneq 55

Þjóðmál - 01.09.2017, Qupperneq 55
ÞJÓÐMÁL Hausthefti 2017 53 um losun Kínverja, eða 28%, en losun þeirra er nú góðu heilli tekin að minnka ár frá ári og minnkaði um 41 milljón tonna árið 2016, enda hafa þeir boðizt til að taka við forystunni af Bandaríkjamönnum við að innleiða og fram- fylgja Parísarsamkomulaginu frá desember 2015. Indverjar auka enn losun sína og jókst hún um 114 milljónir tonna árið 2016. Í heild eru Austur-Asíuþjóðirnar með um helming allrar CO2-losunar manna og hefur þá hlut- deild þeirra tvöfaldazt frá árinu 1990. Á Íslandi nam heildarlosunin árið 2016 jafn- gildi um 12,0 milljóna tonna koltvíildis. Þetta er hærri tala en menn sjá alla jafna, en hér hefur verið tekið tillit til þess að millilandaflug- vélar brenndu þá a.m.k. 0,79 milljónum tonna eldsneytis og að gróðurhúsaáhrif koltvíildis- losunar í háloftunum eru tæplega þreföld á við losun á jörðu niðri, svo að losun íslenzkra millilandaflugvéla nam jafngildi 7,1 milljón tonna koltvíildis, eða 59% af heildarlosun Íslendinga 2016. Þessi staðreynd hefur legið í þagnargildi og jafnvel ákafir umhverfis- verndarsinnar ekki hirt um að halda henni á lofti, enda uppteknastir við að leggja stein í götu nýrrar nýtingar sjálfbærrar orku á Íslandi. Sannast þar hið fornkveðna að heggur sá er hlífa skyldi. Nú dugir ekki lengur að reyna að draga fjöður yfir þá óþægilegu staðreynd fyrir marga að ferðaþjónustan er langmesti umhverfis- ógnvaldur allra atvinnuvega Íslands. Heildarlosun Íslendinga var eins og dropi í haf heildarlosunar allra íbúa jarðarinnar vegna orkunotkunar, eða innan við 0,04%. Af þessu sést að engu máli skiptir fyrir þróun hitastigs á jörðunni hvort á Íslandi verður kolefnisfrítt samfélag, að teknu tilliti til mótvægisaðgerða með landgræðslu, árið 2040 eða 2050. Það er þar af leiðandi ástæðulaust að Alþingi, fyrir hönd ríkissjóðs, hækki kolefnisgjöld á ökutæki eða íþyngi bíleigendum enn meir í því skyni að flýta fyrir orkuskiptum, þótt ýmsum þyki hægt ganga. Slíkt getur skipt sköpum til hins verra fyrir þá sem berjast í bökkum við að reka sinn fjölskyldubíl. Alþingismenn geta í raun ekki þózt vera að draga úr hlýnun jarðar með slíkum sýndargjörningi. Mun eðlilegra og vænlegra til árangurs er að beita tímabundn- um jákvæðum hvötum á kaupendur nýrra ökutækja, og þar sem bílaleigur munu frá ársbyrjun 2018 borga sömu innflutningsgjöld og aðrir standa vonir til að þær muni í auknum mæli beina kaupum sínum að kolefnisfríum bílum til að losna við bæði vörugjöld og virðis- aukaskatt, enda er rekstrarkostnaður slíkra bifreiða aðeins um fjórðungur af rekstrar- kostnaði benzín- og dísilknúinna bifreiða. Ef bílaleigur með sinn u.þ.b. 20.000 bíla flota og endurnýjun á tveggja ára fresti halla sér að raf- bílnum mun slíkt flýta fyrir innleiðingu hans. Sama má segja um bifreiðir hins opinbera og fyrirtækja þess. Lágmarksdrægni rafbílanna þarf þó að ná 350 km, sem er nálægt meðal- akstri ferðamanna á sólarhring, og hleðslu- stöðvar að vera við Flugstöð Leifs Eiríkssonar og við gististaðina svo að bílaleigur kaupi rafbíla í miklum mæli. Losun Íslendinga á gróðurhúsalofttegundum Íslendingar hafa lengi getað skákað í því skjóli að nota hlutfallslega meiri „endurnýjanlega“ orku en aðrar Evrópuþjóðir og jafnvel hlut- fallslega meiri en allar aðrar iðnaðarþjóðir. Heildarlosun CO2 af völdum orkunotkunar manna nam árið 2016 um 34 milljörðum tonna og óx aðeins um 0,1% frá árinu áður, sem er lítið miðað við árlega meðalaukningu undanfarinna 10 ára, eða 1,6%. Heildarlosun Íslendinga var eins og dropi í haf heildarlosunar allra íbúa jarðarinnar vegna orkunotkunar, eða innan við 0,04%. Af þessu sést að engu máli skiptir fyrir þróun hitastigs á jörðunni hvort á Íslandi verður kolefnisfrítt samfélag, að teknu tilliti til mótvægisaðgerða með landgræðslu, árið 2040 eða 2050.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100

x

Þjóðmál

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/1175

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.